Seltjarnarnesbær
953. Bæjarstjórnarfundur
= Fundagerðir =
= Bæjarstjórn =
Hér er að finna fundargerðir bæjarstjórnar frá þessu ári, raðað í tímaröð. Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki: "Leitað eftir árum"
Stjórnsýsla
Hér er að finna fundargerðir bæjarstjórnar frá þessu ári, raðað í tímaröð. Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki: "Leitað eftir árum"
Bæjarstjórn
**953. Bæjarstjórnarfundur miðvikudaginn 26. október 2022 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.**
**Fundinn sátu:** Þór Sigurgeirsson (ÞS), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Örn Viðar Skúlason (ÖVS), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Karen María Jónsdóttir (KMJ), Sigurþóra Bergsdóttir (SB) og Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ).
**Fundargerð ritaði:** Gunnar Lúðvíksson.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði. Til fundarins var boðað með lögmætum hætti.
**Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:**
**1. Fundargerð 135. fundar Bæjarráðs.**
Fundargerðin lögð fram.
Eftirfarandi liður í fundargerð Bæjarráðs nr. 135 var borinn upp til staðfestingar:
Viðauki við fjárhagsáætlun 2022
Fjármálastjóri lagði fram viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2022.
Bæjarstjórn samþykkir, 10. tl. fundargerðar 135, viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2022 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, að fjárframlag til Strætó bs. fyrir árið 2022 verði hækkað um kr. 9.599.428. Kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
*Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lið 10 í fundargerð, viðauka 4. * *Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 11 liðum.*
Til máls tóku: BTÁ, KMJ, SB, ÞS, RJ, SHB.
Bókun:
Á fundi bæjarráðs þann 24. október var kynnt niðurstaða 9 mánaða uppgjörs bæjarsjóðs, en sú staða er neikvæð um 300 milljónir, miðað við áætlun ársins. Þetta er staðan þrátt fyrir hækkun á útsvars prósetnu þessar ár, sem meirihluti sjálfstæðismanna lagðist gegn. Í aðdraganda kosninga síðastliðið vor kynnti sjálfstæðisflokkurinn loforð sín til kjósenda og þar var efst á blaði að útsvar skyldi lækka strax í 13,7%. Þegar þessi loforð voru gefin hafði stríðið í Úkraínu staðið í um tvo mánuði og verðbólga í landinu mældist um 7,4% svo það hefði mátt vera ljóst amk á þeim tíma að ekki væri hægt að lofa lækkun á útsvars prósentunni.
Við hjá Samfylkinguni og óháðum fögnum því að nú sjái meirihlutinn ljósið, þ.e. að ekki sé hægt að halda úti þeirri þjónustu sem lofað hefur verið, án þess að nýta betur þá tekjustofna sem sveitarfélagið hefur í að sækja.
Sigurþóra Bergsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Karen María Jónsdóttir
**2. Fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar, 130. fundur.**
Fundargerðin lögð fram.
Eftirfarandi liður í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 130 var borinn upp til staðfestingar:
1. 2020040062 - Stefnumörkun varðandi gististarfsemi og gististaði fyrir íbúðabyggð
Lagt fram minnisblað Alta, dagsett 29. september 2022, varðandi stefnumörkun um gistiþjónustu í Seltjarnarnesbæ.
Skipulags- og umferðarnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera eftirfarandi breytingar á áður auglýstri lýsingu þannig að eftirfarandi texti verði einnig hluti af breytingunni:
„Auk heimagistingar er heimil á íbúðarsvæðum rekstrarleyfisskyld gistiþjónusta í minni gistiheimilum og íbúðum, sbr. 4. og 9. gr. reglugerðar nr. 1277/2016, að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
- Gisting er á lögheimili gistisöluaðila og hann skal hafa þar aðsetur.
- Hámarksfjöldi leigðra herbergja er fimm.
- Hámarskfjöldi gesta er 10 einstaklingar.
- Starfsemin má ekki hafa neikvæð áhrif á næsta nágrenni, t.d. vegna ónæðis eða hávaða.
- Gestir nýti bílastæði innan lóðar.
- Eitt stæði skal vera fyrir hverja fjóra gesti á gistiheimilum.
- Heimilt er að gefa út nýtt leyfi fyrir skammtímaleigu í húsnæði á íbúðarsvæðum til samræmis við áður útgefin leyfi. Er þá miðað við að umfang starfseminnar aukist ekki frá því sem áður var heimilt. Gilda þá lög um fjöleignarhús nr. 26/1994 varðandi samþykki meðeigenda og lög um mannvirki nr. 160/2010 varðandi breytta notkun húss.
Skipulags- og umferðarnefnd Seltjarnarnesbæjar metur hvort umsókn um rekstrarleyfisskylda gististarfsemi samræmist ofangreindum skilyrðum. Einnig metur nefndin hvort gera þurfi breytingu á deiliskipulagi viðkomandi svæðis eða, ef deiliskipulag liggur ekki fyrir, hvort grenndarkynna þurfi umsóknina sbr. ákvæði 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Eftir breytingu felur skipulags- og umferðarnefnd skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna á vinnslustigi. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar.
*Bæjarstjórn samþykkir með fimm atkvæðum og tveir sitja hjá (RJ, SB) lið 1 í fundargerð.
*