Kópavogsbær
Bæjarráð - 3104. fundur
Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 1.2207051 - Mánaðarskýrslur og uppgjör ===
Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, lagðar fram mánaðarskýrslur fyrir janúar - ágúst 2022.
Gestir
- Ingólfur Arnarson - mæting: 08:15
- Kristín Egilsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs - mæting: 08:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 2.2210628 - Fjárhagsáætlun 2023 ===
Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar og stofnana fyrir árið 2023.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 3.2210629 - Þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026 ===
Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 4.2203355 - Göngu- og hjólastígur meðfram Lindarvegi ===
Frá bæjarlögmanni, dags. 25.10.2022, lögð fram umsögn um uppfærða verkáætlun deildarstjóra gatnadeildar frá 29.08.2022.
Gestir
- Ása A. Kristjánsdóttir - mæting: 09:57
- Ásthildur Helgadóttir - mæting: 09:57
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 5.2210331 - Kópavogur Menningarborg Evrópu 2028 ===
Frá forstöðumanni menningarmála, dags. 11.10.2022, lögð fram beiðni um að Kópavogur sæki um að verða Menningarborg Evrópu 2028. Bæjarráð frestaði erindinu þann 13.10 og aftur á fundi sínum þann 20.10.2022. Á þeim fundi var óskað eftir umsögn lista- og menningarráðs.
Lista- og menningarráð kom saman á aukafundi þann 24.10.2022 og voru eftirfarandi bókanir lagðar fram:
Umsókn í forval þess efnis að Kópavogur verði ein af Menningarborgum Evrópu árið 2028 er spennandi verkefni.
Lista- og menningarráð mælir með því að haldið sé áfram með umsóknina þar sem hún er þegar langt komin, enda lítur það svo á að vinnan muni nýtast bæjarfélaginu hvort sem af verður eða ekki.
Verkefnið kom inn með mjög skömmum fyrirvara og því þarf að hafa hraðar hendur. Lista- og menningarráð gerir sér grein fyrir að þetta er viðamikið og kostnaðarsamt verkefni og því mikilvægt að nota næstu mánuði til að kanna með hvaða hætti hægt væri að fullfjármagna það.
Gestur á fundinum frá kl. 08:15-10:00 var María Kristín Gylfadóttir frá North Consulting.
Bókun um tillögu um að Kópavogur sæki um að vera „Menningarborg Evrópu“
Áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í lista- og menningarráði vill leggja fram eftirfarandi bókun:
Samkvæmt erindisbréfi fulltrúa í lista- og menningarráði og bæjarmálasamþykkt er skýrt að ráðið fer með stefnumörkun í menningarmálum bæjarins. Það er ólíðandi og ámælisvert að ráðið sé sniðgengið með öllu þegar lagt er til við bæjarráð að bærinn sæki um að vera Menningarborg Evrópu og ekki einu sinni upplýst um málið. Samfylkingin setur sig ekki upp á móti hugmyndinni en hefði kosið lengri tímafrest og betri stjórnsýslu í ferlinu.
Virðingarfyllst,
Margrét Tryggvadóttir
Áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 6.2210553 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur að farið verði yfir stofnframkvæmdir fyrir árið 2022 í bæjarráði ===
Fjármálastjóri og sviðsstjóri umhverfisviðs fara yfir stofnframkvæmdir umhverfissviðs 2022.
Gestir
- Kristín Egilsdóttir - mæting: 09:20
- Ingólfur Arnarson - mæting: 09:20
- Ásthildur Helgadóttir - mæting: 09:20
Ýmis erindi
=== 7.2210690 - Tilkynning um ágóðahlutagreiðslu 2022 ===
Frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, dags. 21.10.2022, lögð fram tilkynning um ágóðahlutagreiðslu 2022.
Ýmis erindi
=== 8.2210770 - Styrkbeiðni vegna gerð barnabókarefnis á táknmáli ===
Frá Félag heyrnarlausra, dags. 22.10.2022, lögð fram beiðni um styrk vegna þýðingar barnabókmennta yfir á táknmál.
Ýmis erindi
=== 9.2210621 - Styrkbeiðni til að auka fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um ADHD og fyrir fólk með ADHD ===
Frá ADHD samtökunum, dags. 19.10.2022, lög fram styrkbeiðni til að auka fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um ADHD og fyrir fólk með ADHD.
Ýmis erindi
=== 10.2210803 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 231. mál ===
Frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 231. mál.
Fundargerðir nefnda
=== 11.2210006F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 354. fundur frá 13.10.2022 ===
Fundargerðir nefnda
=== 12.2210017F - Lista- og menningarráð - 144. fundur frá 24.10.2022 ===
Fundargerðir nefnda
=== 13.2210013F - Leikskólanefnd - 145. fundur frá 20.10.2022 ===
Fundargerðir nefnda
=== 14.2210016F - Velferðarráð - 108. fundur frá 24.10.2022 ===
Fundargerðir nefnda
=== 15.2210673 - Fundargerð 914. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12.10.2022 ===
Fundargerð 914. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12.10.2022
Fundargerðir nefnda
=== 16.2210561 - Fundargerð 361. fundar stjórnar Strætó frá 14.10.2022 ===
Fundargerð 361. fundar stjórnar Strætó frá 14.10.2022
Erindi frá bæjarfulltrúum
=== 17.2210821 - Ósk um umfjöllun og ákvörðun um uppsögn móttökustoðvar Sorpu á Dalvegi ===
Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, lagt fram erindi varðandi ákvörðun um uppsögn móttökustoðvar Sorpu á Dalvegi
Erindi frá bæjarfulltrúum
=== 18.2210822 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa varðandi heimildir sveitarfélagsins séu til að stýra lofthelginni yfir Kópavogi. ===
Frá bæjarfulltrúa Andra Stein Hilmarssyni, lögð fram fyrirspurn varðandi heimildir sveitarfélagsins til að stýra lofthelginni yfir Kópavogi.
Fundi slitið - kl. 12:24.