Borgarbyggð
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 213. fundur
= Fræðslunefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Fjárhagsáætlun fyrir leik-grunn og tónlistaskóla 2023 ===
2210111
Kynning á helstu atriðum fjárhagsáætlunar leikskóla Borgarbyggðar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023. Umræða um helstu áherslur og áskoranir í starfsemi skólanna.
Drög að fjárhagsáætlun skólanna framlögð og helstu áskoranir í tengslum við hana ræddar. Ljóst að starfsmannamál vega þungt á komandi ári og aðlögun að styttingu vinnuvikunnar heldur áfram að vera áskorun. Skólarnir eru ólíkir en nefndin er sammála um að alls staðar einkennist gott starf af miklum metnaði. Framtíðarfyrirkomulag leikskólastarfs var rætt og fram kom áhugi meðal bæði nefndarmanna og leikskólastjóra að huga að því að leggja aukna áherslu á framtíðarsýn í leikskólamálum.
=== 2.Fjárhagsáætlun fyrir leik-grunn og tónlistaskóla 2023 ===
2210111
Kynning á helstu atriðum fjárhagsáætlunar grunnskóla Borgarbyggðar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023. Umræða um helstu áherslur og áskoranir í starfsemi skólanna.
Drög að fjárhagsáætlun skólanna framlögð og helstu áskoranir í tengslum við hana ræddar. Nefndin sammála um að í grunnskólum Borgarbyggðar er unnið gott starf. M.a. var rætt var um svigrúm til að auka fjölbreytta fræðslu, svo sem á sviði lífsleikni og til að auka samkennd og vellíðan barna. Rætt var um hvernig efla mætti foreldrastarf og hvernig auka mætti samstarf skóla og á milli skólastiga.
=== 3.Umræða um innkaupastefnu mötuneyta skóla ===
2210280
Innkaupastefna í mötuneytum grunnskólanna og tækifæri til innkaupa í heimahéraði. Umræða á grundvelli heilsueflandi samfélags. Dagskrárliður að beiðni Thelmu Harðardóttur fulltrúa í fræðslunefnd.
Ekki er til staðar formleg innkaupastefna hjá mötuneytum skólanna. Hins vegar er fylgt innkaupastefnu Borgarbyggðar og rammasamningum. Ríkur vilji til að versla við framleiðendur í Borgarbyggð. Bent var á vel heppnuð innkaup af einstaka framleiðendum í héraði. Ýmsar hugmyndir ræddar til að draga úr matarsóun, en nefndin er sammála um þá meginlínu að hollusta sé lykilatriði. Lagt er til að sveitarfélagið kanni að hve miklu leyti auka megi innkaup mötuneyta á matvælum úr héraði. Óskað er eftir minnisblaði frá sveitarstjóra um þetta mál.
=== 4.Tilkynningarhnappur fyrir fjölskyldusviðið ===
2210201
Umræður um að setja upp tilkynningarhnapp fyrir fjölskyldusvið inn á heimasíðu grunnskóla Borgarbyggðar. Einnig er nauðsynlegt að búa til verkferil til að tryggja afgreiðslu erinda í gegnum hnappinn.
Fræðslunefnd telur ástæðu til að útbúa hnapp til tilkynningar um einelti inn á heimasíðu grunnskóla Borgarbyggðar. Leggur nefndin til að sveitarfélagið skoði nánar hvernig útfæra megi slíkan hnapp svo sem m.t.t. nýrra farsældarlaga, persónuverndar ofl. Nefndin er sammála um að útfærsla verði unnin í nánu samráði við grunnskólana.
=== 5.Eineltisáætlanir í Borgarbyggð ===
2210281
Endurskoðun á eineltisáætlunum í Borgarbyggð. Kynning á þeirri vinnu sem er hafin. Dagskrárliður að beiðni Thelmu Harðardóttur fulltrúa í fræðslunefnd.
Thelma Harðardóttir kynnti dæmi um lista af stórum og smáum hugmyndum að bættu samfélagi í Borgarbyggð, ekki síst til að efla virkni foreldra. Þessi listi yrði opinber og ávalt í gangi. Dæmi um verkefni eru “Bestun Borgarbyggðar" og “Það þarf heilt þorp til að ala upp barn".
=== 6.Viðbrögð við biðlistum á leikskólum í Borgarnesi 2022 haust ===
2209164
Lagt fram minnisblað sviðstjóra fjölskyldusviðs.
Fræðslunefnd styður tillögu um að sett verði af stað nefnd sem fari að kanna möguleikann á stækkun við Ugluklett. Varðandi lausnir til skemmri tíma telur nefndin sig ekki hafa nógu góðar upplýsingar til að leggja mat á þeim valkostum sem koma fram í minnisblaðinu. Fræðslunefnd óskar eftir frekari gögnum fyrir næsta eða þarnæsta fund.
=== 7.Fjárhagsáætlun fyrir íþróttamiðstöð 2023 ===
2210117
Ingunn Jóhannesdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja kemur til fundarins til að ræða fjárhagsáætlun og mönnun íþróttamiðstöðva 2023. Einnig verður farið yfir nýtingu á íþróttamannvirkjum.
Fræðslunefnd þakkar góða kynningu og gott starf í íþróttamannvirkjum Borgarbyggðar. Fræðslunefnd telur fulla ástæðu til að skoða hvernig laga megi opnunartíma sundlauga betur að nýtingu. Tekið var undir með forstöðumanni íþróttamannvirkja að mikilvægt sé að tryggja að vaktir í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi sé mannaðar þannig að hægt sé að sinna með fullnægjandi hætti gæslu í búningsklefum.
Fundi slitið - kl. 20:00.