Akraneskaupstaður
Skipulags- og umhverfisráð
[s. 433 1000](tel:4331000) [Vefir Akraneskaupstaðar](#)
= Skipulags- og umhverfisráð =
Dagskrá
=== 1.Grenndarstöðvar - staðsetning ===
2204096
Staðsetning grenndarstöðva á Akranesi.
=== 2.Jaðarsbakkar 1 skilti - fyrirspurn til byggingarfulltrúa ===
2210059
Knattspyrnudeild ÍA er að óska eftir að setja upp skilti á stúkuna.
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við erindinu.
=== 3.Deiliskipulag Skógarhverfi áf. 3A - Skógarlundur 4, breyting ===
2205011
Umsókn um að breyta skipulagi Skógarhverfis áfanga 3A, vegna lóðar nr. 4 við Skógarlund. Breyting felst í að breyta nýtingarhlutfall lóðarinnar úr 0,35 í 0,39 og heimilt verður að hluti byggingar verður á tveimur hæðum. Breytingin var grenndarkynnt frá 29. september til og með 29. október 2022. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytinguna. Skipulagsbreytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild stjórnartíðinda.
=== 4.Deiliskipulag - Garðabraut 1 ===
2204191
Kynningargögn vegna áframhaldandi vinnu við gerð nýs deiliskipulags fyrir Garðabraut 1.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að haldinn verði kynningarfundur um gerð nýs deiliskipulag við Garðabraut 1.
=== 5.Deiliskipulag Smiðjuvalla - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa ===
2210185
Fyrirspurn um heimild til að breyta deiliskipulagi á Smiðjuvöllum 12-18.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í fyrirspurnina. Fyrirspurn felst í að breyta deiliskipulagi á Smiðjuvöllum 12-22 úr atvinnu-, verslun- og þjónustuhúsnæði í íbúðar-, verslunar- og þjónustuhúsnæði. Byggingarmagn eykst úr 32.350 fm í 45.385 fm.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að hafin verði undirbúningur að grenndarstöðvum við Vesturgötu 27, Dalbraut 1, bílastæði við Jörundarholt og í framhaldinu verði horft til fleiri staðsetninga.
Horft verði til úrgangsflokka sem innihalda málma, gler, pappír, plast, textíl.