Norðurþing
01.11.2022 - Skipulags- og framkvæmdaráð 137. fundur
= Skipulags- og framkvæmdaráð =
Dagskrá
Aldey Unnar Traustadóttir vék af fundi kl. 16:25.
=== 1.Búðarvöllur ===
202203012
Sædís Gunnarsdóttir Minjavörður Norðurlands eystra kynnir niðurstöður úr fornleifarannsóknum á Búðarvöllum, í fjarfundi
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Sædísi Gunnarsdóttir fyrir kynninguna á niðurstöðum fornleifarannsókna á Búðarvöllum. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að óska eftir áætlun um frekari fornleifarannsóknir frá Minjastofnun.
=== 2.Sundlaugin í Lundi framkvæmdir og viðhald ===
202209105
Til kynningar fyrir skipulags-og framkvæmdaráð er minnisblað um ástand sundlaugarinnar í Lundi.
Lagt fram til kynningar.
=== 3.Refa- og minkaveiði í Norðurþingi 2022 ===
202210111
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði eru niðurstöður refa- og minkaveiða í Norðurþingi fyrir árið 2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að taka saman upplýsingar um samninga Norðurþings um refa- og minkaveiði sem og fyrirkomulag refa- og minkaveiða í nágrannasveitarfélögum og leggja fyrir ráðið að nýju.
=== 4.Framkvæmdaáætlun 2023 ===
202210015
Til kynningar fyrir skipulags-og framkvæmdaráði er framkvæmdaráætlun fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar.
=== 5.Húsnæði fyrir frístund barna ===
202111135
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur umsögn frá Íþróttafélaginu Völsungi um fyrirhugaða viðbyggingu við íþróttahöllina. Einnig er liggur fyrir bókun af 132. fundi fjölskylduráðs 1.11.2022.
Völsungi er þökkuð góð og ítarleg umsögn.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs telur mikil samlegðaráhrif íþrótta- æskulýðs- og tómstundarstarfs barna við íþróttafélagið. Við hönnun húsnæðis fyrir frístundarstarf og félagsmiðstöð verði tekið tillit til athugasemda íþróttafélagsins Völsungs. Í hönnunarferlinu verður haft samráð við alla hagsmunaaðila.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hefja undirbúning hönnunarferils við byggingu húsnæðis fyrir frístundarstarf og félagsmiðstöð sem viðbyggingu vestan við íþróttahöllina.
Fulltrúar S- og V-lista óska bókað:
Undirrituð hafa efasemdir um staðsetninguna sem meirihluti hefur lagt til. Í umsögn frá Völsungi koma fram áhyggjur af skerðingu á framtíðarmöguleikum íþróttahallarinnar varðandi stækkunarmöguleika. Við teljum þörf á að gerð verði heildstæð stefna í íþrótta og tómstundamálum sveitarfélagsins. Að fengnir verði úttektaraðilar á þörfum á húsakostum frístundar sem notuð eru til þessa starfs og möguleikar til frekari uppbyggingar.
Aldey og Reynir Ingi.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs telur mikil samlegðaráhrif íþrótta- æskulýðs- og tómstundarstarfs barna við íþróttafélagið. Við hönnun húsnæðis fyrir frístundarstarf og félagsmiðstöð verði tekið tillit til athugasemda íþróttafélagsins Völsungs. Í hönnunarferlinu verður haft samráð við alla hagsmunaaðila.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hefja undirbúning hönnunarferils við byggingu húsnæðis fyrir frístundarstarf og félagsmiðstöð sem viðbyggingu vestan við íþróttahöllina.
Fulltrúar S- og V-lista óska bókað:
Undirrituð hafa efasemdir um staðsetninguna sem meirihluti hefur lagt til. Í umsögn frá Völsungi koma fram áhyggjur af skerðingu á framtíðarmöguleikum íþróttahallarinnar varðandi stækkunarmöguleika. Við teljum þörf á að gerð verði heildstæð stefna í íþrótta og tómstundamálum sveitarfélagsins. Að fengnir verði úttektaraðilar á þörfum á húsakostum frístundar sem notuð eru til þessa starfs og möguleikar til frekari uppbyggingar.
Aldey og Reynir Ingi.
=== 6.Heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings ===
202208049
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti drög að útboðsgögnum vegna endurskoðunar aðalskipulags Norðurþings sem unnin eru af Ríkiskaupum í samráði við skipulagsfulltrúa.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að bjóða verkið út á grundvelli fyrirliggjandi útboðsgagna.
=== 7.Deiliskipulag skólasvæðis á Húsavík ===
202208065
Til að skapa grundvöll fyrir uppbyggingu húsnæðis fyrir frístund barna er mikilvægt að deiliskipuleggja skólasvæðið. Á þessu stigi er horft til þess að húsnæði frístundar verði byggt vestan í íþróttahöllina. Horft verði til þess að skipulagssvæði afmarkist af Ásgarðsvegi, Skólagarði, Stóragarði og Miðgarði í samræmi við afmörkun þjónustusvæðis Þ2 í gildandi aðalskipulagi.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að setja vinnu við deiliskipulag skólasvæðis í ferli.
=== 8.Breyting á deiliskipulagi Norðurhafnarsvæðis ===
202205037
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti uppfærða tillögu að breytingu deiliskipulags Norðurhafnar Húsavíkur en fyrri hugmynd var til umfjöllunar í hafnarstjórn 29. júní s.l. Endurskoðuð tillaga miðar við breyttar forsendur í fyrirhugaðri uppbyggingu lífhreinsistöðvar Íslandsþara við Húsavíkurhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við Hafnarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu deiliskipulagsins verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
=== 9.Umsókn um breytingu á aðalskipulagi Norðurþings ===
202210100
Guðni R. Helgason og Anna S. Sigurgeirsdóttir óska eftir að gerð verði breyting á aðalskipulagi til að útbúa lóð undir einbýlishús suðaustan núverandi byggðar í Hraunholti.
Skipulags- og framkvæmdaráð er ekki reiðubúið að standa að umbeðinni breytingu á aðalskipulagi á þessu stigi. Nú liggur fyrir ákvörðun sveitarstjórnar um að hefja vinnu við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins þar sem gera má ráð fyrir umfjöllun um ný íbúðarsvæði og þéttingu byggðar.
=== 10.Beiðni um umsögn vegna aukningu á framleiðslu hjá Fiskeldinu Haukamýri ===
202210095
Skipulagsstofnun óskar umsagnar Norðurþings um fyrirhugaða aukningu á framleiðslu hjá Fiskeldi Haukamýri í allt að 850 tonna hámarkslífmassa af laxfiskum. Fyrir fundi liggur umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar og greinargerð matsskyldufyrirspurnar framkvæmdaaðila dags. 10. október 2022 auk fylgiskjala.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur mikilvægt að vatnsstaða í Svarðarmýrartjörn verði vöktuð í tengslum við vatnstöku úr Gvendarsteinsmýri. Að öðru leiti telur skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum í fyrirliggjandi greinargerð.
Norðurþing er nú að hefja kynningu á tillögu að deiliskipulagi fyrir fiskeldið í Haukamýri. Athugasemdafrestur rennur út um miðjan desember. Framkvæmdir og frekari uppbygging á fiskeldislóðinni eru háð framkvæmdaleyfi og byggingarleyfum frá sveitarfélaginu. Þau leyfi er háð samþykki deiliskipulags.
Norðurþing er nú að hefja kynningu á tillögu að deiliskipulagi fyrir fiskeldið í Haukamýri. Athugasemdafrestur rennur út um miðjan desember. Framkvæmdir og frekari uppbygging á fiskeldislóðinni eru háð framkvæmdaleyfi og byggingarleyfum frá sveitarfélaginu. Þau leyfi er háð samþykki deiliskipulags.
=== 11.Kolviður óskar eftir viðræðum um aukið land undir Kolviðarskóga ===
202110067
Á 127. fundi sveitarstjórnar 27. október 2022, var eftirfarandi bókað:
Til máls tóku: Soffía, Jónas, Benóný, Aldey, Hjálmar, Helena og Hafrún. Jónas leggur fram eftirfarandi tillögu: Jónas Þór Viðarsson gerir þá tillögu að erindið verði sent aftur í skipulags og framkvæmdaráð, ráðið athugi alla þá kosti sem eru í boði fyrir svæðið, hvað önnur sambærileg fyrirtæki eru að bjóða upp á með það fyrir augum að það sé hagstætt fyrir Norðurþing. Einnig að ráðið myndi sér skoðun á hvers konar skóg það vill á þetta svæði eða hvort að önnur svæði henti betur undir skógrækt. Tillaga Jónasar er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Soffía, Jónas, Benóný, Aldey, Hjálmar, Helena og Hafrún. Jónas leggur fram eftirfarandi tillögu: Jónas Þór Viðarsson gerir þá tillögu að erindið verði sent aftur í skipulags og framkvæmdaráð, ráðið athugi alla þá kosti sem eru í boði fyrir svæðið, hvað önnur sambærileg fyrirtæki eru að bjóða upp á með það fyrir augum að það sé hagstætt fyrir Norðurþing. Einnig að ráðið myndi sér skoðun á hvers konar skóg það vill á þetta svæði eða hvort að önnur svæði henti betur undir skógrækt. Tillaga Jónasar er samþykkt samhljóða.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kanna áhuga annara aðila á aðkomu að skógrækt á því svæði sem til umfjöllunar er.
=== 12.Orkuveita Húsavíkur óskar eftir leyfi til að færa skilju vegna sjóbaða ===
202210113
Orkuveita Húsavíkur óskar leyfis til að færa skilju til vesturs frá borholu HU-01 við Ostakarið til að koma í veg fyrir rennslistruflanir til sjóbaða GeoSea. Meðfylgjandi erindi er skematísk mynd af breytingunni.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tilfærslu skiljunnar. Ráðið leggur til að skiljan verði máluð í umhverfislitum.
=== 13.Afgreiðsla Íslandspósts á Kópaskeri ===
202207038
Íslandspóstur hf óskar eftir leyfi til þess að setja upp Póstbox á við húsnæði sveitarfélagsins á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindi Íslandspósts.
Fundi slitið - kl. 16:40.