Húnaþing vestra
Aðrar fundargerðir - 1. Fundur starfshóps um fasteignir, jarðir og lendur Húnaþings vestra
= 1. Fundur starfshóps um fasteignir, jarðir og lendur Húnaþings vestra =
1. Fundur starfshóps um fasteignir, jarðir og lendur Húnaþings vestra öðrum fundargerðum haldinn mánudaginn 31. október 2022 kl. 11:30 Ráðhús.
Fundarmenn
Friðrik Már Sigurðsson, Magnús Magnússon og Magnús Vignir Eðvaldsson.
Starfsmenn
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir
Magnús Magnússon aldursforseti setti fund.
**Afgreiðslur:**
-
** ** **Kosning formanns. **Í samræmi við erindisbréf starfshópsins skal hópurinn kjósa formann á fyrsta fundi. Friðrik Már Sigurðsson er kosinn formaður hópsins og tekur við fundarstjórn sem slíkur.
-
** ** **Erindisbréf. **Farið yfir erindisbréf hópsins, hlutverk hans og starfshætti. Samkvæmt bréfinu skal hópurinn (1) taka saman heildaryfirlit yfir fasteignir, jarðir og lendur i eigu Húnaþings vestra og (2) leggja mat á eigninar, móta tillögu að framtíðarsýn um ráðstöfun þeirra og leggja fyrir sveitarstórn. Starfshópurinn skal starfa frá 15. október 2022 til 15. febrúar 2023. Á þeim tíma er starfshópnum heimilt að halda allt að 4 fundi.
-
** ** **Kosning ritara.** Hópurinn kýs Unni Valborgu Hilmarsdóttur ritara starfshópsins.
Björn Bjarnason rekstrarstjóri kemur til fundar.
**4. Yfirlit yfir fasteignir sveitarfélagsins. **Lagt fram yfirlit yfir fasteignir sveitarfélagsins og fyrsta mat á ástandi þeirra.
**5. Yfirlit yfir jarðir og lendur sveitarfélagsins. **Lagt fram yfirlit yfir jarðir og lendur sveitarfélagsins.
Björn Bjarnason rekstrarstjóri víkur af fundi.
**6. Næstu skref. **Sveitarstjóra falið að afla nánari upplýsinga og senda meðlimum hópsins gögn af fundinum. Næsti fundur áætlaður mánudaginn 28. nóvember 2022.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12:43.