Húnaþing vestra
Byggðarráð - 1155. Fundur
Magnús Magnússon formaður setti fund.
**Afgreiðslur:**
-
** ** **Fjárhagsáætlun 2023 ásamt 3ja ára áætlun fyrir árin 2024-2026. **Farið yfir stöðu vinnu við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2023 ásamt 3ja ára áætlun.
-
** ** **Viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2022 nr. 5. **Framkvæmdaráð leggur fram eftirfarandi tillögu að viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun ársins 2022 að upphæð kr. 45.493.000:
**0010 – Jöfnunarsjóður sveitarfélaga**
Hærri framlög ársins 2022 kr. -12.000.000
**0218 – Húsaleigubætur**
Greiðsla húsaleigubóta kr. 750.000
**0244 – Dagvist aldraðra **
Laun og launatengd gjöld kr. - 1.797.000
Aðkeypt þjónusta kr. 3.950.000
**04211 – Grunnskólinn**
Aðrar tekjur kr. -1.500.000
Minniháttar tæki kr. 1.150.000
Skólaakstur kr. 7.000.000
Aðkeypt þjónusta kr. -1.000.000
**0430 – Skólabúðirnar Reykjum**
Þátttaka í sameiginlegum kostnaði kr. 3.600.000
**0721 Slökkvilið**
Laun og launatengd gjöld kr. 14.300.000
**8110 – Skólabúðirnar að Reykjum **
Húsaleiga kr. -3.500.000
Aðrar tekjur kr. -3.600.000
Viðhald kr. 33.400.000
Önnur aðkeypt þjónusta kr. 2.500.000
**2140 – Skrifstofa **
Laun og launatengd gjöld kr. 12.600.000
**2190 – Ófyrirséð**
Ófyrirséð kr. -10.360.000
*Aukinni neikvæðri rekstrarafkomu verður mætt með lækkun handbærs fjár. *
** **
**Greinargerð:**
Nýjar áætlanir Jöfnunarsjóðs gera ráð fyrir hærri framlögum en í upphaflegri fjárhagsáætlun.
Aukinn kostnaður vegna húsaleigubóta er tilkominn vegna aukins fjölda styrkþega haustið 2022.
Breyttu fyrirkomulagi á akstri í dagvistun aldraðra fylgir kostnaðarauki.
Skólaakstur verður dýrari en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir, m.a. vegna hækkunar á verðbólgu og leiðréttingu á akstursleiðum. Vegna bilunar á tæki verður að hækka framlag til tækjakaupa grunnskólans, en á móti er hægt að hækka aðrar tekjur sem og lækka aðkeypta þjónustu.
Nýir kjarasamningar Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna leiddu til töluvert meiri hækkunar á launum en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun ársins 2022.
Á árinu var nauðsynlegt að ráðast í umfangsmikið viðhald á Reykjaeignum og kaup á annarri aðkeyptri þjónustu. Nýjum húsaleigusamningi fylgja auknar tekjur.
Aukinn launakostnaður skrifstofu er m.a. vegna biðlaunaréttar fráfarandi sveitarstjóra.
Samhliða viðauka nr. 5 lækkar liðurinn 2190 – ófyrirséð um kr. 10.360.000.
Viðaukinn mun leiða til aukningar á neikvæðri rekstrarafkomu um kr. 45.493.000.
Aukið byggðarráð samþykkir tillöguna samhljóða og vísar viðaukanum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
** **
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:40.