Seltjarnarnesbær
316. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness
Austurströnd 2
170 Seltjarnarnes
postur [hjá] seltjarnarnes.is
**Sími**
595 9100
Fax: 595 9101
**Afgreiðslutími**
- Mánudaga-fimmtudaga 8-16
- Föstudaga 8-13
Neyðarsími bæjarins og veitna utan skrifstofutíma
822 9150
Stjórnsýsla
Hér er að finna fundargerðir umhverfisnefndar frá þessu ári, raðað í tímaröð. Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki: "Leitað eftir árum"
Umhverfisnefnd
**316. fundur umhverfisnefndar haldinn í fundarsal umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar, þriðjudaginn 25. oktober, 2022 kl. 08:15**
**Nefndarmenn:** Grétar Dór Sigurðsson formaður, Hannes Tryggvi Hafstein varaformaður, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Stefán Bergmann aðalmaður, Magnea Gylfadóttir aðalmaður
**Starfsmenn:** Ingimar Ingimarsson, garðyrkjustjóri
**Fundargerð ritaði:** Ingimar Ingimarsson, garðyrkjustjóri
**Dagskrá:**
**1. 2022090076 - Blómengi við Suðurströnd**
Lögð fram endurbætt útgáfa af blómengi við Suðurströnd.
*Farið yfir. Nefndin tekur vel í tillögu garðyrkjustjóra*.
**2. 2022090089 - Samþykkt um kattahald á Seltjarnarnesi, athugasemdir og ábendingar**
Starfsmaður nefndarinnar fór yfir minnisblað varðandi samþykktir um kattahald á Seltjarnarnesi.
Umhverfisnefnd leggur áherslu á að núgildandi samþykkt um kattahald sé framfylgt einkum hvað varðar skráningu. Eftirlit og upplýsingagjöf í kringum varptíma verði efld.
**3. 2021080052 - Fyrirspurn um útilistaverk við Hrólfsskálavör 2**
Krstján Örn Kjartansson og Elísabet Brynhildardóttir kynntu verkefnið Umhverfisnefnd þakkar kynninguna.
*Nefndin frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.*
**4. 2022100175-Sjósundsskýli við Kotagranda - endurnýjun 2022**
Margrét Leifsdóttir kynnti hugmynd sína um sjósundsskýli
Umhverfisnefnd þakkar kynninguna.
*Nefndin óskar eftir frekari upplýsingum um útfærslu og kostnað.*
**5. 2022100174 - Laufið-græn íslensk upplýsingamiðlun**
Bjarki Pétursson kynnti verkefnið Umhverfisnefnd þakkar kynninguna.
**6. 2022100173 - Grjóthrúga við göngustíg á Snoppu**
Sviðstjóri skipulags -og umhverfissviðs fór yfir málið.
*Umhverfisnefnd leggur áherslu á að grjóthrúgan verði færð gegn staðfestingu vegagerðarinnar um að efnið sé nýtilegt í sjóvarnargarð, ella verði efninu fargað. Nefndin leggur einnig áherslu á að mál sem snúa að flokkun og nýtingu jarðefna hljóti formlega afgreiðslu fagnefnda. Nefndin tekur fram að sérstaklega verði að gæta að hverfisvernduðu svæði á Vestursvæði Seltjarnarness sem víðtæk sátt hefur ríkt um í áratugi meðal bæjarbúa að vernda.*
**Önnur mál.**
Næsti fundur fyrirhugaður þriðjudaginn 10. janúar.
Fundi slitið 11:08
Þetta vefsvæði
[byggir á Eplica](http://www.eplica.is/)