Borgarbyggð
Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 131. fundur
= Velferðarnefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Trúnaðarbók 2022 ===
2201037
Lagðar fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi. Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustu starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
=== 2.Búsetuþjónustan ===
2210135
Lagt fram yfirlit yfir skoðun/úttekt á starfi og mönnun í Búsetuþjónustu Borgarbyggðar. Búsetuþjónusta er veitt fólki með fötlun, sem er 18 ára eða eldra, hvort sem það býr í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði, hvort sem er í íbúðakjarnanum við Skúlagötu/Brákarbraut eða annarsstaðar í sveitarfélaginu, þ.e. bæði er um að ræða staðbundna þjónustu og utankjarnaþjónustu. Í búsetuþjónustu felst heimilishjálp, félagsleg liðveisla og frekari liðveisla, þ.e. þjónusta sem gerir fötluðu fólki kleyft að búa sjálfstætt á eigin heimili og stuðlar að fullri aðlögun þess og þátttöku í samfélaginu. Búsetuþjónustan sinnir einnig öðrum verkefnum s.s. útkeyrslu á mat í hádeginu til eldri borgara og öryrkja.
Starfsemi búsetuþjónustunnar hefur verið skoðuð út frá stuðningsþörfum þjónustunotenda, upplýsinga frá öðrum sveitarfélögum og mönnunarlíkaninu Gullinbrú sem gefið var út í aðdraganda að styttingu vinnuvikunnar til að auðvelda að rýna í þörf á stöðugildum út frá stuðningsþörfum notenda.
Starfsemi búsetuþjónustunnar hefur verið skoðuð út frá stuðningsþörfum þjónustunotenda, upplýsinga frá öðrum sveitarfélögum og mönnunarlíkaninu Gullinbrú sem gefið var út í aðdraganda að styttingu vinnuvikunnar til að auðvelda að rýna í þörf á stöðugildum út frá stuðningsþörfum notenda.
=== 3.Breytingar á barnaverndarlögum og uppbyggingu barnaverndarþjónustu sveitafélaga ===
2201148
Samkvæmt breyttum barnaverndarlögum eiga að vera 6000 íbúar á bak við hverja barnaverndarþjónustu en möguleiki að er að fá undanþágu frá því að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
Hvalfjarðarsveit hefur verið aðili að Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala og hefur beðið um samvinnu við Borgarbyggð um barnaverndarþjónustu.
Lagt fram minnisblað vegna umsóknar um undanþágu fyrir sameiginlega Barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar.
Hvalfjarðarsveit hefur verið aðili að Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala og hefur beðið um samvinnu við Borgarbyggð um barnaverndarþjónustu.
Lagt fram minnisblað vegna umsóknar um undanþágu fyrir sameiginlega Barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar.
Nefndin samþykkir samvinnu sveitarfélaganna Hvalfjarðarsveitar og Borgarbyggðar og leggur til að sótt verði um undanþágu til mennta- og barnamálaráðuneytis frá 6000 manna íbúafjölda. Nefndin telur að þessi sveitarfélög uppfylli skilyrði sem sett eru fyrir undanþágu. Málinu vísað afgreiðslu í sveitarstjórn.
=== 4.Fjárhagsáætlun félagsþjónustu 2023 ===
2210285
Drög að fjárhagsáætlun félagsþjónustu lögð fram.
Farið yfir drög að fjárhagsáætlun félagsþjónustu og helstu áskoranir ræddar.
=== 5.Ályktun UMSB um jafnt tækifæri til íþróttaiðkunar ===
2209225
Afgreiðslu erindisins var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Nefndin telur rétt að velferðarnefnd og fræðslunefnd sameinist um að halda fund með forsvarsmönnum deilda og félaga sem halda úti æfingum fyrir börn og unglinga til að fá sýn á hvaða lausn er möguleg til að öll börn sem vilja geti tekið þátt í skipulögðu íþróttastarfi.
=== 6.Samþætting þjónustu við aldraða ===
2209252
Verkefnastjórn um samþættingu á þjónustu við eldra fólk fundaði með fulltrúum sveitarfélagsins í málaflokknum, fulltrúum SSV, Brákarhlíðar og heilbrigðisstofnunar á Vesturlandi í gær.
Nefndin telur ljóst að það séu mikil tækifæri í samþættingu á þjónustu við eldra fólk og leggur til að unnið verði áfram að verkefninu í samvinnu við heilbrigðisstofnun Vesturlands Brákarhlíð og SSV. Félagsmálastjóra falið að ræða við aðila um sameiginlegan fund.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Áfram verið unnið að endurskoðun starfseminnar og er starfsmanni félagsþjónustunnar í fötlunarmálum og forstðumanni búsetuþjónustunnar falið að vinna starfsáætlun um umbótarverkefni og að bera ábyrgð á að fylgja henni eftir.