Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 613. fundur
= Byggðarráð Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Úttekt á tölvuöryggiskerfi Borgarbyggðar ===
2210262
Lögð fram tillaga að úttekt á upplýsingatækniumhverfi Borgarbyggðar.
Tillaga Þekkingar gengur út á fá grófa mynd af stöðu tækniinnviða, greina stöðu notenda- og rekstrarkerfa, stöðu öryggismála og leyfismála. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að því verkefni að greina stöðu mála og vinna að úrbótum þar sem þörf krefur.
=== 2.Fyrirkomulag ræstinga hjá stofnunum Borgarbyggðar ===
2210306
Fyrirkomulag ræstinga stendur nú á tímamótum á sumum stofnunum sveitarfélagsins, t.d. vegna þess að starfsfólk hefur látið af störfum, þarfir stofnana breytast og/eða umfang hefur aukist. Sums staðar reynist erfitt og mun reynast erfitt að manna störfin á ný. Þá hafa sérhæfð ræstingafyrirtæki í auknum mæli horft til Borgarbyggðar og hafið starfsemi í sveitarfélaginu. Sveitarstjóri óskar eftir leiðsögn byggðarráðs um hvernig mæta skuli þessari þróun m.t.t. langtímafyrirkomulags ræstinga í einingum sveitarfélagsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja mat á stöðu ræstinga á starfsstöðvum sveitarfélagsins og í framhaldinu leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi ef ástæða þykir. Hér er mikilvægt að horfa t.d. til gæða, sveigjanleika og fyrirsjáanleika í mönnun, hagkvæmni, áhrifa á starfsemi viðkomandi stofnana og áhrifa á starfsfólk. Mikilvægt er að þetta mat sé unnið í samráði við forstöðumenn stofnana. Nauðsynlegt er að ofangreint mat geti nýst í yfirstandandi vinnu við fjárhagsáætlun.
=== 3.Samskiptasáttmáli fyrir sveitarstjórn ===
2208184
Framlögð drög að samskiptasáttmála sveitarstjórnar Borgarbyggðar.
Drög að samskiptasáttmála framlögð. Byggðarráð telur þau mynda góðan grunn og felur sveitarstjóra að fullvinna drögin og kynna fyrir byggðarráði fyrir lok nóvember.
=== 4.Lokun starfsemi að Brákarbraut 25-27 - Brákarey ===
2102065
Framlögð krafa Fornbílafjelags Borgarfjarðar vegna lokunar á húsnæði Fornbílafjelagsins í Brákarey.
Framlagðir útreikningar Fornbílafjelagsins á tjóni þess vegna riftunar á leigusamningi Borgarbyggðar við félagið eru samtals upp á um 112 m.kr. sem félagið segir grundvöll að samningaviðræðum um bætur. Ljóst er að ófyrirsjáanlegur kostnaður fyrir sveitarfélagið sem yrði í námunda við slíka fjárhæð myndi hafa veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins og svigrúm til fjárfestinga í nauðsynlegum innviðum. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram gagnvart stjórn Fornbílafjelagsins.
=== 5.Fráveituviðauki 2022 ===
2207006
Framlögð drög að viðaukasamningi vegna fráveitu milli Borgarbyggðar og Orkuveitu Reykjavíkur. Markmið samningsins er að einfalda samskipti Borgarbyggðar og Orkuveitunnar vegna fráveitu og festa í sessi verklagsreglur sem unnið hefur verið eftir í samskiptum Borgarbyggðar og Orkuveitu Reykjavíkur. Með viðaukanum er ábyrgð á álagningu og innheimtu tengigjalda færð til Orkuveitu Reykjavíkur. Þá liggur fyrir að samkvæmt viðauka eigi að vera sambærileg framkvæmd varðandi innheimtu tengigjalda í Borgarbyggð og gagnvart Reykjavíkurborg.
Sveitarstjóra er falið að undirrita drög að viðauka við samning um fráveitu með fyrirvara um samþykkt sveitarstjórnar.
=== 6.Ljósleiðari í Borgarbyggð - framkvæmdir ===
2001118
Framlögð drög að samstarfssamningi milli Borgarbyggðar og LJósleiðarans vegna uppbyggingar á ljósleiðarakerfi Borgarbyggðar og skipti á ljósleiðaraþráðum.
Sveitarstjóra er falið að fullvinna og undirrita framlögð drög að samstarfssamningi með fyrirvara um samþykkt sveitarstjórnar.
=== 7.Flatahverfi- gatnagerð- útboðsgögn, verðfyrirspurn ===
2201142
Þann 28. október síðastliðinn voru opnuð tilboð vegna verkefnisins "Flatahverfi, gatnagerð og lagnir".
Alls bárust þrjú tilboð í verkið sem voru svohljóðandi:
B.Björnsson ehf. 127.000.000,- kr.
Borgarverk ehf. 127.773.000,- kr
Þróttur ehf. 135.394.963,- kr
Kostnaðaráætlun hönnuða: 110.252.540,- kr.
Alls bárust þrjú tilboð í verkið sem voru svohljóðandi:
B.Björnsson ehf. 127.000.000,- kr.
Borgarverk ehf. 127.773.000,- kr
Þróttur ehf. 135.394.963,- kr
Kostnaðaráætlun hönnuða: 110.252.540,- kr.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við B. Björnsson ehf. á grundvelli fyrirliggandi tilboðs og undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
=== 8.Agenda 2030- Nordregio ráðstefna 2022 ===
2210191
Fulltrúi Borgarbyggðar sat ráðstefnu Nordregio um innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna í norrænum sveitarfélögum þann 12.-14. október. Framlagt minnisblað um ráðstefnuna.
Byggðarráð hvetur til þess að áframhaldandi kynning á heimsmarkmiðum SÞ, og hvernig þau nýtast í starfsemi sveitarfélagsins, fari fram og vísar til sveitarstjóra að útfæra.
=== 9.Fjárhagsáætlun félagsþjónustu 2023 ===
2210285
Kynning á fjárhagsáætlun félagsþjónustu Borgarbyggðar vegna vinnu við fjárhagsáætlun. Til fundarins kemur Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri.
Byggðarráð þakkar góða kynningu á fjárhagsáætlun félagsþjónustu Borgarbyggðar. Ljóst er að mönnun heldur áfram að vera áskorun í starfsemi félagsþjónustunnar sem endurspeglast í breytingu á áætlun milli ára. Í áætlun forstöðumanna er gert ráð fyrir fjölgun stöðugilda í búsetuþjónustu og þar með hækkun launakostnaðar. Á móti myndi hins vegar létta á álagi og þörf fyrir yfirvinnu starfsfólks og stuðningur við skjólstæðinga eykst. Á sama tíma er ljóst að þjónustukröfur hafa aukist. Minni breytingar eru í áætlun um þróun annarra kostnaðarliða. Rætt var um uppgjör við ríkið vegna kostnaðar við móttöku flóttamanna en sveitarfélagið gerir ráð fyrir að það uppgjör sé á lokametrunum.
=== 10.Fjárhagsáætlun fyrir íþróttamiðstöð 2023 ===
2210117
Kynning á fjárhagsáætlun íþróttamannvirkja Borgarbyggðar vegna vinnu við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Til fundarins kemur Ingunn Jóhannesdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja.
Byggðarráð þakkar góða kynningu á fjárhagsáætlun íþróttamannvirkja í Borgarbyggð. Stærstu breytingar á áætlun felast í fjölgun starfsmanna á vakt, ekki síst vegna aukinnar starfsemi fram á kvöld og um helgar. Rætt var um nýtingu sundlauga og annarra mannvirkja og rætt var um að laga þyrfti mönnun vel að nýtingu í öllum íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins.
=== 11.Fjárhagsáætlun fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla 2023 ===
2210111
Kynning á fjárhagsáætlun Tónlistarskóla Borgarfjarðar 2023 vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar Borgarbyggðar. Til fundarins kemur Sigfríður Björnsdóttir skólastjóri tónlistarskólans.
Byggðarráð þakkar góða kynningu á fjárhagsáætlun Tónlistarskóla Borgafjarðar. Hækkun á áætluðum kostnaði milli ára tengist launaþróun, stjórnendakvóta og áætlun framhald á uppbyggingu listfræðslu. Miðað er við að framhald verði á hóflegri uppbyggingu búnaðar, aukningu sýnileika starfsins og listþátttöku kynslóða.
Guðveig Eyglóardóttir vék af fundi eftir afgreiðslu þessa liðar.
=== 12.Fjárhagsáætlun 2023 ===
2206062
Afgreiðsla á 612. fundi byggðarráðs: "Drögum að fjárhagsáætlun er vísað til frekari vinnslu í byggðarráði og til fyrri umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar."
Umræða um framkvæmda- og fjárfestingaráætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2023.
Umræða um framkvæmda- og fjárfestingaráætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2023.
Drög að fjárfestingaráætlun sýna fjárfestingaráform upp á 1,1 ma.kr. á árinu 2023 og um 5,6 ma.kr. á næstu fjórum árum. Að stærstum hluta er um að ræða fjárfestingu í íþróttamannvirkjum, skólum og í gatnagerð. Fyrirsjáanlegt er að fjárfestingar í átt að slíkri fjárhæð er háð sterku sjóðstreymi frá rekstri, skýrri forgangsröðun í fjárbindingu og að ytri aðstæður séu hagfelldar. Núverandi aðstæður á fjármagnsmarkaði eru t.d. þess eðlis að stór lántaka er líklega ekki hagfelld. Byggðarráð vísar áframhaldandi vinnu við drög að fjárfestingaráætlun til fyrri umræðu í sveitarstjórn en mikilvægt er að næstu skref vinnunnar feli í sér áframhaldandi mat á skuldsetningu og skulda- og rekstrarhlutföllum, svo sem í samhengi við markmiðasetningu í „Brúnni til framtíðar“.
Samþykkt með meirihluta atkvæða. LBÁ sat hjá við afgreiðslu á þessum lið.
Samþykkt með meirihluta atkvæða. LBÁ sat hjá við afgreiðslu á þessum lið.
=== 13.Íþróttahús - Frumhönnun ===
2110088
Afgreiðsla 8. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar.
"Til fundarins komu Orri Jónsson og Jóhannes Benediktsson til þess að ræða efni minnisblaðsins. Byggingarnefnd íþróttamannvirkja telur nauðsynlegt að hefja þarfagreiningu og grunnundirbúning fyrir nýtt parkethús í Borgarnesi.
Á 612. fundi byggðarráðs Borgarbyggðar var eftirfarandi bókað:
"Byggðarráð vísar ákvörðun um næstu skref til frekari vinnu og umræðu í sveitarstjórn um fjárhagsáætlun. Í fjárfestingaráætlun fyrir næstu ár, sem nú er unnið að, mun fara fram faglegt mat á áhrifum af áhrifum áformaðra fjárfestinga á rekstur, sjóðstreymi og efnahag."
Byggingarnefnd íþróttamannvirkja óskar eftir heimild byggðarráðs til þess að halda áfram með þarfagreiningu og frumhönnun parkethúss."
"Til fundarins komu Orri Jónsson og Jóhannes Benediktsson til þess að ræða efni minnisblaðsins. Byggingarnefnd íþróttamannvirkja telur nauðsynlegt að hefja þarfagreiningu og grunnundirbúning fyrir nýtt parkethús í Borgarnesi.
Á 612. fundi byggðarráðs Borgarbyggðar var eftirfarandi bókað:
"Byggðarráð vísar ákvörðun um næstu skref til frekari vinnu og umræðu í sveitarstjórn um fjárhagsáætlun. Í fjárfestingaráætlun fyrir næstu ár, sem nú er unnið að, mun fara fram faglegt mat á áhrifum af áhrifum áformaðra fjárfestinga á rekstur, sjóðstreymi og efnahag."
Byggingarnefnd íþróttamannvirkja óskar eftir heimild byggðarráðs til þess að halda áfram með þarfagreiningu og frumhönnun parkethúss."
Byggðarráð samþykkir ósk byggingarnefndar um að halda áfram með þarfagreininingu og frumhönnun parkethúss.
=== 14.Íþróttahús - Frumhönnun ===
2110088
Afgreiðsla 8. fundar byggingarnefndar íþróttamannvirkja í Borgarnesi:
Til fundarins komu Orri Jónsson og Jóhannes Benediktsson frá Eflu verkfræðistofu til þess að fjalla um framlagt minnisblað. Byggingarnefnd telur nauðsynlegt að fullvinna frumhönnun að fjölnota íþróttahúsi svo mögulegt sé að áætla betur kostnað við stauralausn við fjölnota íþróttahús á æfingasvæðinu við Skallagrímsvöll.
Á 612. fundi byggðarráðs Borgarbyggðar var eftirfarandi bókað:
"Byggðarráð vísar ákvörðun um næstu skref til frekari vinnu og umræðu í sveitarstjórn um fjárhagsáætlun. Í fjárfestingaráætlun fyrir næstu ár, sem nú er unnið að, mun fara fram faglegt mat á áhrifum af áhrifum áformaðra fjárfestinga á rekstur, sjóðstreymi og efnahag."
Byggingarnefnd íþróttamannvirkja óskar eftir heimild byggðarráðs til þess að halda áfram frumhönnun þeirrar lausnar sem fyrir liggur um fjölnota íþróttahús á æfingasvæðinu við Skallagrímsvöll, þrátt fyrir að ekki liggi fyrir endanleg afstaða til verkefnisins í fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins.
Til fundarins komu Orri Jónsson og Jóhannes Benediktsson frá Eflu verkfræðistofu til þess að fjalla um framlagt minnisblað. Byggingarnefnd telur nauðsynlegt að fullvinna frumhönnun að fjölnota íþróttahúsi svo mögulegt sé að áætla betur kostnað við stauralausn við fjölnota íþróttahús á æfingasvæðinu við Skallagrímsvöll.
Á 612. fundi byggðarráðs Borgarbyggðar var eftirfarandi bókað:
"Byggðarráð vísar ákvörðun um næstu skref til frekari vinnu og umræðu í sveitarstjórn um fjárhagsáætlun. Í fjárfestingaráætlun fyrir næstu ár, sem nú er unnið að, mun fara fram faglegt mat á áhrifum af áhrifum áformaðra fjárfestinga á rekstur, sjóðstreymi og efnahag."
Byggingarnefnd íþróttamannvirkja óskar eftir heimild byggðarráðs til þess að halda áfram frumhönnun þeirrar lausnar sem fyrir liggur um fjölnota íþróttahús á æfingasvæðinu við Skallagrímsvöll, þrátt fyrir að ekki liggi fyrir endanleg afstaða til verkefnisins í fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir ósk byggingarnefndar um að halda áfram með frumhönnun á þeirri lausn sem nú liggur fyrir.
=== 15.Holtavörðuheiðarlína 1,Matsáætlun,ósk um umsögn. ===
2205062
Skipun tveggja fulltrúa Borgarbyggðar í verkefnaráð Holtavörðuheiðarlínu 1.
Byggðarráð tilnefnir Drífu Gústafsdóttur og Loga Sigurðsson í verkefnaráð Holtavörðuheiðarlínu 1. Sem varamenn skipar byggðarráð Davíð Sigurðsson og Þóru M. Júlíusdóttur.
=== 16.Hafnasambandsþing 2022 ===
2209211
Framlagðar ályktanir frá Hafnasambandsþingi sem haldið var í Snæfellsbæ 27. og 28. október 2022.
Ályktanir Hafnasambandsþings framlagðar
=== 17.Umsagnarmál f. Alþingi 2022 ===
2201097
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 382. mál.
Lagt fram
=== 18.Umsagnarmál f. Alþingi 2022 ===
2201097
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 231. mál. Framlagt.
Lagt fram
Fundi slitið - kl. 12:30.