Borgarbyggð
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 46. fundur
= Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Gjaldskrá Skipulags- og byggingardeildar 2022 ===
2111243
Afgreiðsla 231. fundar sveitarstjórnar Borgarbyggðar:
"Sigurður Guðmundsson leggur fram eftirfarandi bókun: "Gjaldskrá sipulagsfulltrúa byggir á 20 gr. Skipulagslaga nr. 20/2010 þar segir fyrir um innheimtu framkvæmdaleyfisgjalds ?Gjaldið má ekki nema hærri upphæð en nemur kostnaði við undirbúning og útgáfu leyfisins og eftirlitið, svo sem vegna nauðsynlegrar aðkeyptrar þjónustu. ? og gjald vegna skipulagsáætlana ?Gjaldið skal ekki nema hærri upphæð en nemur kostnaði við skipulagsgerðina og kynningu og auglýsingu skipulagsáætlunar?. Röksemd sem fylgir gjaldskránni miðar við ákveðna tíma vegna hvers verkefnis og síðan er auglýsingarkostnaður innheimtur samkvæmt reikningi. Miðað er við að tímagjald starfsmanns sé 14.500,- Ekki liggur fyrir neinar upplýsingar um hver er raun kostnaður á klst starfsmanns sem á að vinna verkið og eins vantar gögn sem styðja tímafjölda sem miðað er við í gjaldskránni. Ef skoðuð er gjaldskrá nágrannasveitarfélagsins Akraness þá er vinna við skipulög rukkuð samkvæmt reikningi en sett gjald á auglýsingar sem sagt alveg öfugt miðað við þá gjaldskrá sem núna liggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Gjaldskrá byggingarfulltrúa fer eftir 51 og 53 gr. Laga um mannvirki nr. 160/2010. Í 51 gr kemur fram að ?Upphæð gjalds skal taka mið af kostnaði við þjónustu og einstök verkefni og skal byggð á rekstraráætlun þar sem rökstudd eru þau atriði sem ákvörðun gjalds byggist á. Gjaldið má ekki vera hærra en sá kostnaður?. Ekki fylgir með gjaldskrá byggingarfulltrúa rekstraráætlun með rökstuðningi fyrir gjaldið. Ef gjaldskráin er skoðuð þá breytast nánast allir liðir hennar samkvæmt breytingu á byggingavísitölunni eins og kveðið er á í gildandi gjaldskrá nema að það eru gerðar breytingar á stöðuleyfum. Engin gögn fylgja um hvaða raunkostnaður er við veitingu stöðuleyfis. Tímagjald byggingafulltrúa er 16.500 en tímagjald skipulagfulltrúa er 14.500 sem hlýtur að vekja upp spurningar hvort rétt sé allavega í ljósi þess að sveitarfélagið er með jafnlaunavottun. Einnig vil ég vekja athygli á því að gjaldskráin gerir ráð fyrir að byggingarleyfisgjald sé miðað við rúmmál húss en t.d. Akranes innheimti byggingarleyfisgjald samkvæmt fermetrum. Þessi munur leiðir til þess að það munar 100% á byggingarleyfisgjaldi á 1000 fermetra iðnaðarhús með 5 metra vegghæð. Meirihluti sveitarstjórnar var tíðrætt um og lofað í aðdraganda kosninga að stuðla að uppbyggingu, þessar gjaldskrár gera ekki mikið í því að styðja við þau markmið meirihlutans. Í ljósi þessa sem rakið er hér að ofan þá er ekki tryggt að þessar gjaldskrár standist skoðun og þau lög sem þær eiga að byggja á. Því leggur minnihluti Sveitarstjórnar Borgarbyggðar til að gjaldskrárnar verði sendar aftur til skipulags- og byggingarnefndar til yfirferðar og gerð krafa um að þær byggist á raunverulegum gögnum ásamt því að horft verði til samkeppnishæfni sveitarfélagsins samanborið við nágranna sveitarfélögin og um það fjallað í nefndinni." Forseti sveitarstjórnar ber upp tillögu Sigurðar Guðmundssonar um að vísa málinu aftur til frekari yfirferðar hjá skipulags- og byggingarnefnd: Samþykkt samhljóða. Til máls tóku SG, DS, SG, DS."
"Sigurður Guðmundsson leggur fram eftirfarandi bókun: "Gjaldskrá sipulagsfulltrúa byggir á 20 gr. Skipulagslaga nr. 20/2010 þar segir fyrir um innheimtu framkvæmdaleyfisgjalds ?Gjaldið má ekki nema hærri upphæð en nemur kostnaði við undirbúning og útgáfu leyfisins og eftirlitið, svo sem vegna nauðsynlegrar aðkeyptrar þjónustu. ? og gjald vegna skipulagsáætlana ?Gjaldið skal ekki nema hærri upphæð en nemur kostnaði við skipulagsgerðina og kynningu og auglýsingu skipulagsáætlunar?. Röksemd sem fylgir gjaldskránni miðar við ákveðna tíma vegna hvers verkefnis og síðan er auglýsingarkostnaður innheimtur samkvæmt reikningi. Miðað er við að tímagjald starfsmanns sé 14.500,- Ekki liggur fyrir neinar upplýsingar um hver er raun kostnaður á klst starfsmanns sem á að vinna verkið og eins vantar gögn sem styðja tímafjölda sem miðað er við í gjaldskránni. Ef skoðuð er gjaldskrá nágrannasveitarfélagsins Akraness þá er vinna við skipulög rukkuð samkvæmt reikningi en sett gjald á auglýsingar sem sagt alveg öfugt miðað við þá gjaldskrá sem núna liggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Gjaldskrá byggingarfulltrúa fer eftir 51 og 53 gr. Laga um mannvirki nr. 160/2010. Í 51 gr kemur fram að ?Upphæð gjalds skal taka mið af kostnaði við þjónustu og einstök verkefni og skal byggð á rekstraráætlun þar sem rökstudd eru þau atriði sem ákvörðun gjalds byggist á. Gjaldið má ekki vera hærra en sá kostnaður?. Ekki fylgir með gjaldskrá byggingarfulltrúa rekstraráætlun með rökstuðningi fyrir gjaldið. Ef gjaldskráin er skoðuð þá breytast nánast allir liðir hennar samkvæmt breytingu á byggingavísitölunni eins og kveðið er á í gildandi gjaldskrá nema að það eru gerðar breytingar á stöðuleyfum. Engin gögn fylgja um hvaða raunkostnaður er við veitingu stöðuleyfis. Tímagjald byggingafulltrúa er 16.500 en tímagjald skipulagfulltrúa er 14.500 sem hlýtur að vekja upp spurningar hvort rétt sé allavega í ljósi þess að sveitarfélagið er með jafnlaunavottun. Einnig vil ég vekja athygli á því að gjaldskráin gerir ráð fyrir að byggingarleyfisgjald sé miðað við rúmmál húss en t.d. Akranes innheimti byggingarleyfisgjald samkvæmt fermetrum. Þessi munur leiðir til þess að það munar 100% á byggingarleyfisgjaldi á 1000 fermetra iðnaðarhús með 5 metra vegghæð. Meirihluti sveitarstjórnar var tíðrætt um og lofað í aðdraganda kosninga að stuðla að uppbyggingu, þessar gjaldskrár gera ekki mikið í því að styðja við þau markmið meirihlutans. Í ljósi þessa sem rakið er hér að ofan þá er ekki tryggt að þessar gjaldskrár standist skoðun og þau lög sem þær eiga að byggja á. Því leggur minnihluti Sveitarstjórnar Borgarbyggðar til að gjaldskrárnar verði sendar aftur til skipulags- og byggingarnefndar til yfirferðar og gerð krafa um að þær byggist á raunverulegum gögnum ásamt því að horft verði til samkeppnishæfni sveitarfélagsins samanborið við nágranna sveitarfélögin og um það fjallað í nefndinni." Forseti sveitarstjórnar ber upp tillögu Sigurðar Guðmundssonar um að vísa málinu aftur til frekari yfirferðar hjá skipulags- og byggingarnefnd: Samþykkt samhljóða. Til máls tóku SG, DS, SG, DS."
Skipulags- og byggingarnefnd hefur farið yfir efni og grundvöll gjaldskrár skipulagsfulltrúa og telur að nægjanlega hafi verið gerð grein fyrir fjárhæðum einstakra liða í gjaldskrá. Nefndin vísar gjaldskrá skipulagsfulltrúa óbreyttri til sveitarstjórnar til samþykktar.
=== 2.Norðtunga L134742 - Stofnun lóða - Skógarbót - Gömluhús - Nafnabreyting - Norðtungukot ===
2203114
Á 37. fundi skipulags- og byggingarnefndar og 225. fundi sveitarstjórnar var samþykkt að stofna lóðina Gömluhús L234246 úr landi Norðtungu L134742. Við stofnun lóðarinnar kom í ljós að önnur landareign innan svæðisins ber sama heiti. Eigandi óskar því eftir að L234246 fái heitið Norðtungukot.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila breytingu á nafni landareignar L234246 úr Gömluhús í Norðtungukot.
=== 3.Sjónarhóll - umsókn um breytingu á landheiti - F2112108, ===
2210202
Landeigandi sækir um nafnabreytingu á landinu Sjónarhóll L201985. Óskað er eftir að breyta heitinu í Blikavatn sem er eitt af örmerkjum á svæðinu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila nafnabreytingu á landinu Sjónarhóll L216109. Mun landið heita Blikavatn sem er eitt af örmerkjum á svæðinu.
=== 4.Signýjarstaðir 134512_Refsstaðir - Umsókn um stofnun lóðar ===
2210209
Óskað er eftir stofnun nýrrar lóðar, Refsstaðir, úr landinu Signýjarstaðir L134512. Um er að ræða 316 ha land. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Landbúnaðarland.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðarinnar Refsstaðir, stærð 316 ha úr landinu Signýjarstaða L134512. Lóðin verður nýtt sem Landbúnaðarland.
Orri Jónsson vék af fundi undir þessum lið.
=== 5.Berg L179730 - umsókn um stofnun lóðar - Melaleiti ===
2109036
Óskað er eftir stofnun nýrrar lóðar, Melaleiti, úr landinu Berg L179730. Um er að ræða 9166 fm land. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn sumarbústaðaland
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðarinnar Melaleiti, stærð 9166 fm úr landinu Berg L179730. Lóðin verður nýtt sem sumarbústaðaland.
=== 6.Munaðarnesland Hólar - umsókn um stofnun lóða - 194365 ===
2210248
Óskað er eftir stofnun nýrra lóða, Hólar 3 og Hólar 5, úr landinu Munaðarnesland Hólar L194365. Hólar 3 verða 11524 fm og Hólar 5 verða 9677 fm. Lóðirnar verða settar í notkunarflokkinn sumarbústaðarland.
Einnig er óskað eftir nafnabreytingu á lóðinni Munaðarnesland Hólar L194365 í Hólar 1.
Einnig er óskað eftir nafnabreytingu á lóðinni Munaðarnesland Hólar L194365 í Hólar 1.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðanna Hólar 3 og Hólar 5, úr landinu Munaðarnesland Hólar L194365. Hólar 3 verða 11524 fm og Hólar 5 verða 9677 fm. Lóðirnar verða settar í notkunarflokkinn sumarbústaðarland.
Einnig leggur nefndin til við sveitarstjórn að heimila nafnabreytingu á lóðinni Munaðarnesland Hólar L194365 í Hólar 1.
Einnig leggur nefndin til við sveitarstjórn að heimila nafnabreytingu á lóðinni Munaðarnesland Hólar L194365 í Hólar 1.
=== 7.Engjaás 2-8 - Staðfesting lóðamarka og umsókn um stækkun lóðar ===
2210236
Óskað er samruna lóðanna Engjaás 2, 4, 6 og 8 (lnr. 178455, 186500, 186501 og 135761) í eina lóð Engjaás 2-8 (lnr. 135761) sem væri þá 87469 fm að stærð. Einnig er óskað eftir því að stofna 35246 fm lóð, Engjaás 10, úr Kárastaðalandi (lnr. 210317) og muni hún renna saman við Engjaás 2-8. Engjaás 2-8 væri þá 122715 fm að stærð eftir samrunann.
Lóðin verður sett í notkunarflokkinn iðnaðar og athafnalóð.
Lóðin verður sett í notkunarflokkinn iðnaðar og athafnalóð.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila samruna lóðanna Engjaás 2, 4, 6 og 8 í eina Engjaás 2-8 (lnr. 135761) sem verður þá 87469 fm að stærð. Lóðin verður nýtt sem iðnaðar og athafnalóð. Nefndin kallar eftir frekari gögnum til að geta tekið afstöðu um stækkun lóðar.
=== 8.Galtarholt 2 - umsókn um aðalskipulagsbreytingu - L135042 ===
2210247
Lögð er fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022 í landi Galtarholts 2 í Borgarbyggð, dags. 21.10.2022 og gátlista Skipulagsstofnunar vegna óverulegra breytinga á aðalskipulagi.
Fyrirhugað er að minnka frístundarbyggð F32 um 1,3 ha og breyta í landbúnaðarland. F32 yrði þá 274,9 ha að stærð eftir breytingu.
Fyrirhugað er að minnka frístundarbyggð F32 um 1,3 ha og breyta í landbúnaðarland. F32 yrði þá 274,9 ha að stærð eftir breytingu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar sem felst í minnkun á frístundasvæði Galtarholts II (F32) um 1,3 ha. Breytingin er gerð samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaðan skal auglýst og breytingin send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
=== 9.Húsafell 1 og Bæjargil - deiliskipulagstillaga ===
2109082
Nýtt deiliskipulag fyrir Húsafell 1 og Bæjargil hefur verið auglýst samkvæmt 41.gr. skiplagslaga nr. 123/2010. Kynningartími var frá 15.09.2022-28.10.2022 og óskað eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila. Engar athugasemdir bárust.
Lagður er fram uppdráttur og greinargerð dags. 23.8.2022 br. 3.11.2022 þar sem brugðist hefur verið við þeim umsögnum sem bárust á kynningartíma.
Tillaga að breytingu Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022 hefur verið gerð fyrir þetta svæði og var hún tekin fyrir í skipulags- og byggingarnefnd á fundi nr. 38 þann 6. maí 2022. Þar gerði nefndin engar athugasemdir við tillöguna og lagði til að ferlinu yrði haldið áfram þegar lögbundnum auglýsingatíma deiliskipulagstillögu væri lokið. Verði aðalskipulagsbreytingu þá vísað til sveitarstjórnar samhliða deiliskipulagstillögu fyrir svæðið í samræmi við samkomulag málsaðila og sveitarfélagsins frá 12. ágúst 2021.
Lagður er fram uppdráttur og greinargerð dags. 23.8.2022 br. 3.11.2022 þar sem brugðist hefur verið við þeim umsögnum sem bárust á kynningartíma.
Tillaga að breytingu Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022 hefur verið gerð fyrir þetta svæði og var hún tekin fyrir í skipulags- og byggingarnefnd á fundi nr. 38 þann 6. maí 2022. Þar gerði nefndin engar athugasemdir við tillöguna og lagði til að ferlinu yrði haldið áfram þegar lögbundnum auglýsingatíma deiliskipulagstillögu væri lokið. Verði aðalskipulagsbreytingu þá vísað til sveitarstjórnar samhliða deiliskipulagstillögu fyrir svæðið í samræmi við samkomulag málsaðila og sveitarfélagsins frá 12. ágúst 2021.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010, að teknu tilliti til athugasemda skipulagsfulltrúa sem fram komu á fundinum. Breytingar voru gerðar á tillögunni með tilliti til umsagna sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum. Aðalskipulagsbreyting verður lögð fram fyrir sveitarstjórn samhliða samþykkt deiliskipulagsins.
=== 10.Vallarás - Breyting á deiliskipulagi ===
2109181
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi, Athafnarsvæðið Vallarás, hefur verið auglýst samkvæmt 41.gr. skiplagslaga nr. 123/2010.
Gerð er breyting á deiliskipulagi fyrir athafnasvæði undir hreinlegan iðnað norðan Sólbakka frá 2001 og deiliskipulagið Vallarás 5-18, að lóð 6 undanskilinni frá 2005. Breytt deiliskipulag heitir Athafnasvæðið Vallarás. Með gildistöku breytingarinnar er fellt úr gildi deiliskipulagið Vallaráss 5-18 og skilmálar deiliskipulagsins norðan Sólbakka.
Kynningartími tillögunnar var frá 15.09.2022-28.10.2022 og óskað eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila. Engar athugasemdir hagsmunaaðila bárust á kynningartíma.
Lagður er fram uppdráttur og greinargerð þar sem brugðist hefur verið við þeim umsögnum sem bárust á kynningartíma.
Gerð er breyting á deiliskipulagi fyrir athafnasvæði undir hreinlegan iðnað norðan Sólbakka frá 2001 og deiliskipulagið Vallarás 5-18, að lóð 6 undanskilinni frá 2005. Breytt deiliskipulag heitir Athafnasvæðið Vallarás. Með gildistöku breytingarinnar er fellt úr gildi deiliskipulagið Vallaráss 5-18 og skilmálar deiliskipulagsins norðan Sólbakka.
Kynningartími tillögunnar var frá 15.09.2022-28.10.2022 og óskað eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila. Engar athugasemdir hagsmunaaðila bárust á kynningartíma.
Lagður er fram uppdráttur og greinargerð þar sem brugðist hefur verið við þeim umsögnum sem bárust á kynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.
=== 11.Signýjarstaðir sumarhús - Breyting á deiliskipulagi - ===
2210088
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Signýjarstaði. Breytingin tekur til breytinga á deiliskipulagi sumarbústaðasvæðis á Signýjarstöðum frá árinu 1998 sem staðfest var 2003 með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Árið 2010 var gerð breyting á deiliskipulaginu sem fór alla leið að undanskildu því að breytingin var ekki auglýst í B-deild og öðlaðist því ekki gildi.
Tillagan samræmist gildandi aðalskipulagi.
Árið 2010 var gerð breyting á deiliskipulaginu sem fór alla leið að undanskildu því að breytingin var ekki auglýst í B-deild og öðlaðist því ekki gildi.
Tillagan samræmist gildandi aðalskipulagi.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynnt verði óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sumarbústaðaeigendum í götunum Ystumóar, Hrísmóar, Miðmóar og Fremstumóar, að teknu tilliti til athugasemda skipulagsfulltrúa.
=== 12.Galtarholt II - Umsókn um deiliskipulagsbreytingu ===
2210293
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar Galtarholti 2 í Borgarbyggð frá árinu 2004 m.s.br. Breytingin tekur til fjölgun frístundahúsa og þéttingu byggðar á hluta frístundasvæðis, eða á um 60 ha af 276,5 ha. Aðkoma er um Laxholtsveg (5307) sem tengist við þjóðveginn. Lóðunum Stapaás 2, 4 og 6 er breytt úr íbúðarlóðum í frístundalóðir og fjórar nýjar íbúðalóðir verða skilgreindar við nýjan veg sem mun heita Fitjaás. Íbúðalóðum er fjölgað um eina, frístundalóðum er samtals fjölgað um tíu. Gert er ráð fyrir geymsluhúsnæði á efnistökusvæði, golfbílavegum o.fl. Hesthúsalóð er tekin út ásamt einu leiksvæði. Aðalskipulagsbreyting er gerð samhliða.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja til auglýsingar framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar Galtarholti 2 í Borgarbyggð frá árinu 2004 m.s.br. Lagður var fram uppdráttur dags. 28.10.2022. Aðalskipulagsbreyting er gerð samhliða. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 13.Brákarbraut 18-20 18R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ===
2209021
Á 230. fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar þann 8. september 2022 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi vegna breyttrar notkunar og breytinga á 1. hæð Brákarbrautar 18-20 (lnr. 135555). Grenndarkynnt var fyrir eigendum Brákarbrautar 18-20 bréflega. Kynningartíminn var frá 16. september til og með 17. október 2022. Ein athugasemd barst á kynningartíma og er hún lögð fram.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum.
=== 14.Borgarbraut 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ===
2208019
Á 230. fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar þann 8. september 2022 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi vegna breyttar notkunar og breytinga á húsið Borgarbrautar 14 (lnr. 135463). Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta bréflega. Kynningartíminn var frá 12. september til og með 12. október 2022. Tvær athugasemdir bárust á kynningartíma og eru þær lagðar fram.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum.
=== 15.Innra-Fell - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ===
2208128
Á 231. fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar þann 12. október 2022 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi á Innra-Felli L220891. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Kynningartíminn var frá 13. október til og með 11. nóvember 2022. Allir hagsmunaaðilar hafa nú lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn að þeir geri ekki athugasemdir við hina leyfisskyldu framkvæmd.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. 3. mgr. sömu greinar er skipulagsnefnd heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar.
=== 16.Grímarsstaðir 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ===
2207174
Á 231. fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar þann 12. október 2022 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi á Grímarsstöðum 5 L224425. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Kynningartíminn var frá 13. október til og með 11. nóvember 2022. Allir hagsmunaaðilar hafa nú lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn að þeir geri ekki athugasemdir við hina leyfisskyldu framkvæmd.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. 3. mgr. sömu greinar er skipulagsnefnd heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar.
=== 17.Ásvegur 12 L174790 - Umsókn um byggingarleyfi ===
2210173
Lögð er inn umsókn um byggingarleyfi fyrir 146,1 fm íbúðarhúsi á lóðinni Ásvegur 12 L174790 á Hvanneyri. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir lóðarhöfum á Ásvegi 5, 7 og 10.
Orri Jónsson og Friðrik Aspelund viku af fundi.
=== 18.Umsókn um framkvæmdaleyfi - ljósastaurar við göngustíga ===
2211008
Lögð fram umsókn Íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrennis, dags. 1.11.2022 um framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á fimm ljósastaurum við göngustíga á opnu svæði á Hvanneyri. Ljósastaurarnir munu standa 4m upp fyrir yfirborð. Ljósin eru með miðnæturdimmingu sem dregur úr styrk lýsingar yfir há-nótt. Svæðið er í eigu Landbúnaðarháskóla Íslands og ekki er deiliskipulag á svæðinu.
Lagður er fram skýringaruppdráttur dags. 1.11.2022 og samþykki fh. landeiganda á framkvæmd dags. 27.10.2022.
Lagður er fram skýringaruppdráttur dags. 1.11.2022 og samþykki fh. landeiganda á framkvæmd dags. 27.10.2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða framkvæmd fyrir lóðarhöfum að Túngötu 26(Svíri), 27(Andabær) og 28(Álfhóll).
=== 19.Raðhólar L211822 - Fyrirspurn um framkvæmd ===
2207058
Lögð er fram fyrispurn landeiganda Raðhóla L211822 hvort fyrirhuguð framkvæmd á skurði í landinu sé framkvæmdaleyfisskyld.
Á svæðinu er deiliskipulag frá árinu 2008, Frístundabyggð við Raðhóla í landi Arnarstapa, en ekki er fjallað um slíkar framkvæmdir í greinargerðinni.
Samkvæmt 4. mgr. 13. gr. skipulagslaga um framkvæmdaleyfi skal sveitarstjórn fjalla um og taka afstöðu til þess hvort framkvæmd er í samræmi við skipulagsáætlanir og ganga úr skugga um að gætt hafi verið ákvæða laga um náttúruvernd og annarra laga og reglugerða sem við eiga. Sveitarstjórn er heimilt að binda framkvæmd skilyrðum sem sett eru í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir sveitarfélagsins.
Á svæðinu er deiliskipulag frá árinu 2008, Frístundabyggð við Raðhóla í landi Arnarstapa, en ekki er fjallað um slíkar framkvæmdir í greinargerðinni.
Samkvæmt 4. mgr. 13. gr. skipulagslaga um framkvæmdaleyfi skal sveitarstjórn fjalla um og taka afstöðu til þess hvort framkvæmd er í samræmi við skipulagsáætlanir og ganga úr skugga um að gætt hafi verið ákvæða laga um náttúruvernd og annarra laga og reglugerða sem við eiga. Sveitarstjórn er heimilt að binda framkvæmd skilyrðum sem sett eru í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir sveitarfélagsins.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að fyrirhugðu framkvæmd sé framkvæmdaleyfisskyld skv. 5. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.
Skipulags- og byggingarnefnd vil einnig minna á að fyrir öllum framkvæmdum sem hafa áhrif á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku þarf framkvæmdaleyfi, s.s. vegna vegagerðar, framræslu lands eða efnistöku úr landi.
Skipulags- og byggingarnefnd vil einnig minna á að fyrir öllum framkvæmdum sem hafa áhrif á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku þarf framkvæmdaleyfi, s.s. vegna vegagerðar, framræslu lands eða efnistöku úr landi.
=== 20.Hótel Varmaland - Fyrirspurn um skipulag ===
2209115
Lögð er fram fyrirspurn fh. Hótel Varmalands og Varmalands ehf um stækkun á lóð hótelsins, Varmaland hótel (lnr. 223543).
Fyrirhuguð stækkun er í austurátt en skv. deiliskipulagi íbúðabyggðar að Varmalandi frá árinu 2005 m.s.br. er þar gert ráð fyrir tveimur íbúðarlóðum, Birkihlíð 2 og 4. Við fyrirhugaða stækkun hótelsins myndu þessar tvær lóðir falla út.
Fyrirhuguð stækkun er í austurátt en skv. deiliskipulagi íbúðabyggðar að Varmalandi frá árinu 2005 m.s.br. er þar gert ráð fyrir tveimur íbúðarlóðum, Birkihlíð 2 og 4. Við fyrirhugaða stækkun hótelsins myndu þessar tvær lóðir falla út.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir nánari útlistun á fyrirhugaðri byggingu og skipulagi á umræddum reit en tekur fram að óski málsaðili eftir umræddum tveimur lóðum þurfi að greiða fyrir þær samkvæmt gjaldskrá.
=== 21.Dílatangi í Borgarnesi, tillaga að deiliskipulagi ===
2003217
Þann 13. september 2022 var Skipulagsstofnun send til yfirferðar deiliskipulag fyrir Dílatanga í Borgarnesi sbr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Stofnunin skilaði áliti sínu þann 21. október 2022 þar sem hún taldi sig ekki geta tekið afstöðu til efnis og/eða forms deiliskipulagsins vegna nokkurra atriða sbr. 3. ml. 1. mgr. 42. gr. laganna.
Frestað til aukafundar skipulags- og byggingarnefndar.
=== 22.Tilkynningarskyld framkvæmd mælimastur - Sigmundarstaðir L134748 ===
2209087
Á 231. fundi sveitarstjórnar var áveðið að vísa umsókn um leyfi fyrir uppsetningu á mælimastri í landi Sigmundarstaða til eins árs aftur til frekari umræðu í skipulags- og byggingarnefnd á þeim grundvelli að vafi léki á heimild í aðalskipulagi fyrir samþykki á reisingu rannsóknarmasturs.
Miðað er við að mælingar standi yfir í allt að 12 mánuði og að því loknu verður mastrið fjarlægt. Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af svæðinu. Framlögð eru ýmis tæknigögn frá framleiðendum mastursins og greinargerð frá VSÓ Ráðgjöf.
Miðað er við að mælingar standi yfir í allt að 12 mánuði og að því loknu verður mastrið fjarlægt. Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af svæðinu. Framlögð eru ýmis tæknigögn frá framleiðendum mastursins og greinargerð frá VSÓ Ráðgjöf.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að um tilkynningarskylda framkvæmd sé að ræða sbr. gr. 2.3.6. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br. sem segir að framkvæmd skuli vera í samræmi við skipulag og önnur ákvæði reglugerðarinnar eins og við á hverju sinni.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að ekki sé unnt að heimila framlagða umsókn þar sem ekki er fjallað um rannsóknarmöstur í Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 og auk þess er ekki deiliskipulag af svæðinu eins og áskilið er í grein 2.3.6 í byggingarreglugerð og felur byggingarfulltrúa að synja umsókninni. Í heildarendurskoðun aðalskipulags verður tekin afstaða til slíkra mannvirkja, en taka ber fram að málsaðila er frjálst að gera tillögu að breytingu á aðalskipulagi og leggja fram deiliskipulag um svæðið samhliða því. Vakin er athygli á því að málsaðilar hafa kærurétt varðandi synjun byggingarfulltrúa til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá því að aðila máls var tilkynnt um stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að ekki sé unnt að heimila framlagða umsókn þar sem ekki er fjallað um rannsóknarmöstur í Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 og auk þess er ekki deiliskipulag af svæðinu eins og áskilið er í grein 2.3.6 í byggingarreglugerð og felur byggingarfulltrúa að synja umsókninni. Í heildarendurskoðun aðalskipulags verður tekin afstaða til slíkra mannvirkja, en taka ber fram að málsaðila er frjálst að gera tillögu að breytingu á aðalskipulagi og leggja fram deiliskipulag um svæðið samhliða því. Vakin er athygli á því að málsaðilar hafa kærurétt varðandi synjun byggingarfulltrúa til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá því að aðila máls var tilkynnt um stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011.
Orri Jónsson vék af fundi undir þessum lið.
=== 23.Endurskoðun ASK 2010-2022 ===
2002119
Lögð eru fram fyrir skipulags- og byggingarnefnd útboðsgögn vegna heildarendurskoðunar aðalskipulags í Borgarbyggð til samþykktar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlögð útboðsgögn og felur skipulagsfulltrúa að ganga til útboðs samkvæmt framlögðum gögnum í samvinnu við Ríkiskaup. Gert er ráð fyrir að vinna verktaka við aðalskipulag geti hafist við upphaf næsta árs.
=== 24.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 202 ===
2210012F
Lögð er fram fundargerð 202. fundar byggingarfulltrúa.
- 24.1 2209101
[Umsókn um stöðuleyfi gámur - Ferjubakki 3 L135031](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslur-byggingarfulltrua/18825#2209101)Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 202 Samþykkt
- 24.2 2209104
[Umsókn um stöðuleyfi gámur - Ferjubakki 2 L135029](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslur-byggingarfulltrua/18825#2209104)Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 202 Samþykkt
- 24.3 2209107
[Umsókn um stöðuleyfi gámur - Melgerði L134339](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslur-byggingarfulltrua/18825#2209107)Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 202 Samþykkt
- 24.4 2209110
[Umsókn um stöðuleyfi gámur - Laugavellir 134429](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslur-byggingarfulltrua/18825#2209110)Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 202 Samþykkt
- 24.5 2209120
[Umsókn um stöðuleyfi gámur - Lækjarbugur 3 L207336](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslur-byggingarfulltrua/18825#2209120)Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 202 Samþykkt
- 24.6 2209122
[Umsókn um stöðuleyfi gámur - Lækjarbrekka 3 L177786](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslur-byggingarfulltrua/18825#2209122)Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 202 Samþykkt
- 24.7 2209187
[Umsókn um stöðuleyfi gámur - Stangarholt L135083](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslur-byggingarfulltrua/18825#2209187)Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 202 Samþykkt
- 24.8 2209192
[Umsókn um stöðuleyfi gámar - Eskiholtssneið L229353](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslur-byggingarfulltrua/18825#2209192)Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 202 Samþykkt
- 24.9 2209223
[Umsókn um stöðuleyfi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslur-byggingarfulltrua/18825#2209223)Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 202 Samþykkt
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 202 Erindið er samþykkt. Byggingarfulltrúi hefur móttekið umsókn um tilkynningarskylda framkvæmd sbr. gr. 2.3.5. í byggingarreglugerð 112/2012.
- 24.11 2210092
[Umsókn um stöðuleyfi hús - Innra-Fell L220891](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslur-byggingarfulltrua/18825#2210092)Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 202 Samþykkt.
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 202 Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum
- 24.13 2203036
[Sólbakki 31 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslur-byggingarfulltrua/18825#2203036)Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 202 Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 202 Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum
- 24.15 2106011
[Umsókn um stöðuleyfi - Brákarbraut 20](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslur-byggingarfulltrua/18825#2106011)Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 202 Erindið er samþykkt.Stöðuleyfishafa er bent á að tryggja vel allann frágang m.t.t fokhættu.
Fundi slitið - kl. 10:35.