Húnaþing vestra
Skipulags- og umhverfisráð - 350.fundur
|
|
**Kjörseyri, stofnun vegsvæðis. **
|
|
Vegagerðin óskar eftir því að stofnað verður vegsvæði úr landi Kjörseyrar 1 lnr. 142200, samkvæmt uppdrætti gerðum af Mannvit dags. 12. mars 2022. Stofnað vegsvæði fær heitið Kjörseyri 1 vegsvæði.
|
|
*Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar undir vegsvæði sem fær heitið Kjörseyri 1 vegsvæði.*
|
||
|
|
|
**Valdarás, umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir hitaveitu. **
|
|
Húnaþing vestra sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu
hitaveitu í Fitjárdal samkvæmt uppdráttum gerðum af Káraborg ehf dagsettum þann 19.10.2022.
|
|
*Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdarleyfi fyrir lagningu hitaveitu í Fitjárdal.*
|
||
|
|
|
**Víðigerði, umsókn um byggingarleyfi.**
|
|
K.L.H ehf sækir um byggingarleyfi svo að hægt verði að breyta matshluta 060101 sem skráður er í dag geymsla í íbúðarhúsnæði.
|
|
*Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.*
|
||
|
|
|
**Syðri-Þverá, umsókn um rekstrarleyfi. **
|
|
Jóhannes Óskar Sigurbjörnsson, sækir um rekstrarleyfi á Syðri-Þverá lnr. 144566 fyrir gististað í flokki II-C minni gistiheimili.
|
|
*Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitastjórn að samþykkja rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II-C á Syðri-Þverá.*