Vopnafjarðarhreppur
Hreppsráð - 3
== Fundur nr. 3 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00
AÖS
Axel Örn SveinbjörnssonNefndarmaður
AÓS
Aðalbjörg Ósk SigmundsdóttirNefndarmaður
BA
Bjartur AðalbjörnssonNefndarmaður
SES
Sara Elísabet SvansdóttirSveitarstjóri
Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps þann 4. nóvember 2022 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00.
Lagt fram erindi til umhverfis- og framkvæmdaráðs frá Framsókn og óháðum með tillögu að skipulagsbreytingum í sveitarfélaginu.
**Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi bókun: **Vopnafjarðarlistinn tekur vel í ákveðnar breytingar sem meirihlutinn leggur til á skipulagsmálum sveitarfélagsins en gagnrýnir jafnramt framsetningu þessara breytinga. Tillögurnar eru lagðar fram án lítilla sem engra skýringa eða raka og undir einum lið svo ekki gefst tækifæri til að taka afstöðu til hversu og eins máls fyrir sig.
Uppbygging nýs íbúðahverfis er mikilvægt skref og rétt er að halda sig við núverandi skipulag þar sem gert er ráð fyrir íbúðum utan við Fagrahjalla og utan og ofan við Lónabraut. Kanna þarf hversu margar lóðir hægt er að skipuleggja á því svæði áður en tekin er ákvörðun um skipulag íbúabyggðar annarsstaðar í sveitarfélaginu. Fulltrúa Vopnafjarðarlistans finnst það óábyrgt að setja fram tillögu um íbúabyggð á svæðinu milli Grundar og Fögrubrekku án þess að gerð hafi verið úttekt á öðrum svæðum.
Meirihlutinn leggur til breytingar á hafnarsvæði þar sem hafnarkantur er lengdur vel norður fyrir Ásbryggju og mun samkvæmt teikningu meirihlutans ná út til móts við Sunnuhvol að ofan. Samkvæmt teikningu er það lagt til að Ásgarðurinn verði fjarlægður. Vopnafjarðarlistinn fagnar allri umræðu um framtíð hafnarinnar en gagnrýnir að svo viðamiklar breytingar á höfninni séu lagðar til án þess að farið hafi fram skoðun á því hvaða áhrif breytingin muni hafa á öldugang og sjólag í höfninni – og þá sérstaklega í smábátahöfn. Að hefja þessa skipulagsvinnu án nauðsynlegra athugana er bæði óskynsamlegt og ábyrgðarlaust.
Meirihlutinn leggur til að svæði ofan við urðunarsvæði verði skipulagt sem íþróttasvæði. Þar gerir meirihlutinn ráð fyrir vélhjólaíþróttabraut fyrir börn og annað barnastarf. Vopnafjarðarlistinn telur staðsetninguna vafasama vegna nálægðar við reiðsvæði Glófaxa. Mikill hávaði berst frá vélhjólum sem haft getur slæm áhrif á hesta sem og truflað knapa og gesti reiðsvæðisins. Gott er að skipulagt sé sérstakt svæði fyrir vélhjólaíþróttir en rétt er að gera það í góðu samráði við Glófaxa og að vel athuguðu máli.
Ætlunin er að deiliskipuleggja fleiri lóðir fyrir íbúðarhúsnæði sem tengdar verða við gróin hverfi.
Sjávarútvegurinn er og verður áfram ein helsta atvinnugreinin á Vopnafirði. Því er mikilvægt að hafnarsvæðið sé vel skipulagt og skilvirkt. Lagt er til að vöruflutningar og iðnaður sem tengist sjávarútvegi og hafnarstarfsemi verði fluttur á hafnarsvæðið. Það er einnig í takt við nýja deiliskipulagið á miðbænum.
Mikilvægt er að börn og ungmenni á Vopnafirði geti stundað fjölbreytta afþreyingu í heimabyggð. Með aukinni þátttöku í vélhjólaíþróttum er þörf á svæði þar sem börn og ungmenni geta stundað íþróttina í öruggu en um leið krefjandi umhverfi.
Greinileg þörf er á aukningu gistirýma á Vopnafirði og nauðsynlegt er að auðvelda rekstraraðilum í ferðaþjónustu uppbyggingu á því sviði.
Samþykkt með tveimur atkvæðum. Bjartur Aðalbjörnsson situr hjá.
Minnisblað varðandi stöðu umsókna og lausra íbúða, dagsett 31.október 2022 lagt fram til kynningar.
**Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi bókun: **Vopnafjarðarlistinn gagnrýnir harðlega hve langan tíma tekur að afgreiða umsóknir um leiguíbúðir aldraðra. Það er staðreynd að á biðlista er fólk sem vart getur beðið lengur eftir íbúð og er það ámælisvert að afgreiðsla þessa máls skuli ekki vera í algjörum forgangi. Málið var síðast rætt á fundi hreppsráðs 6. október og hefur lítið sem ekkert gerst í málinu síðan þá.
Minnisblað varðandi samantekt umsagna frá fagráðum Vopnafjarðarhrepps varðandi staðsetningu tjaldsvæðis, dagsett 24. október 2022 lagt fram.
**Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:** Hreppsráð vísar hönnun á tjaldsvæði til fjárhagsáætlunargerðar 2023 og sendir erindið til umhverfis- og framkvæmdaráðs til umræðu og afgreiðslu.
Samþykkt með tveimur atkvæðum. Bjartur Aðalbjörnsson situr hjá.
**Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi bókun: **Fulltrúi Vopnafjarðarlistans telur það ekki forgangsmál að fara í uppbyggingu tjaldsvæðis. Að sjálfsögðu væri gott að geta skipulagt nýtt og glæsilegt tjaldsvæði innan bæjarmarkanna en á meðan fjármunir til framkvæmda eru takmarkaðir telur Vopnafjarðarlistinn að mikilvægt sé að forgangsraða í þágu íbúa sveitarfélagsins. Margar framkvæmdir sitja á hakanum; s.s. framkvæmdir við skólalóð, lagfæringar á götum bæjarins, skólpmál, vatnsveitumál, uppbygging miðbæjar, uppbygging hafnarsvæðis o.fl. ofl. **Axel Örn Sveinbjörnsson leggur fram eftirfarandi bókun: **
Forgangsröðun á fjármagni til fjárfestingar er alltaf mikil áskorun og með þessari framkvæmd kemur sveitarfélagið að því að leggja grunn að uppbyggingu sem þörf er á og markar þá stefnu að við viljum taka á móti enn fleiri ferðamönnum og séum tilbúin til þess. Framsókn og óháðir á Vopnafirði fagna því framfarar skrefi að við séum að fara í undirbúning fyrir uppbyggingu á nýju tjaldsvæði. Tjaldsvæði sem verður mikið prýði fyrir sveitarfélagið og mun hjálpa við að byggja upp aðrar stoðir undir atvinnulífið.
Uppbygging innviða, Aðgerðir vegna fárviðris og önnur innviðauppbygging lagt fram til kynningar undir þessum lið.
Samþykkt samhljóða.
Austurland - Vatnaskil-S20.04_Austurland_kortlagning_smavirkjanakosta.pdf lagt fram til kynningar undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar minnisblað um stöðu vatnsmála á Vopnafirði, dagsett 31.október 2022.
Framlagt aðalfundarboð Héraðsskjalasafns Austfirðinga sem haldinn verður 15. nóvember n.k. kl 17:00 í Safnahúsinu á Egilsstöðum.
Hreppsráð felur Söru Elísabetu Svansdóttur, sveitarstjóra umboð til að mæta á aðalfund. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram samningsdrög við Ljósmyndasafn Austurlands varðandi utanumhald á Myndagrúski á Vopnafirði.
Hreppsráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur sveitarstjóra að afgreiða málið. Samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar minnisblað um íþróttafélög og félagasamtök á Vopnafirði, dagsett 31.október 2022.
Lagt fram minnisblað um ungmennaráð Vopnafjarðarhrepps, dagsett 31.október 2022.
**Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: **Hreppsráð boðar ungmennaráð til fundar. Sveitarstjóra falið að bóka fund með ungmennaráði.
Samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars árið 2023 verði hámarksútsvar, þ.e. 14,52% af útsvarsstofni í Vopnafjarðarhreppi. Tillaga þessi er í samræmi við 24.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Hreppsráð vísar ákvörðun um álagningarhlutfall útsvars til staðfestingar sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
**Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi bókun: **Vopnafjarðarlistinn gagnrýnir það að ekki skuli liggja fyrir hreppsráði drög að fjárhagsáætlun ársins 2023 en í 32. grein samþykkta Vopnafjarðarhrepps segir:
„Hreppsráð semur drög að árlegri starfsáætlun og fjárhagsáætlun sveitarsjóðs og viðaukum við
hana, stofnana hans og fyrirtækja að fengnum tillögum hlutaðeigandi ráða og stjórna og
leggur þau fyrir sveitarstjórn í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga."
Í 35. grein sveitarstjórnarlaga segir jafnframt:
„Byggðarráð hefur eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélagsins og fjármálastjórn þess, semur drög að fjárhagsáætlun og viðaukum við hana og leggur þau fyrir sveitarstjórn."
Í 62. grein sveitarstjórnarlaga segir einnig:
„Byggðarráð eða framkvæmdastjóri, eftir því sem kveðið er á um í samþykkt um stjórn sveitarfélags, leggur tillögu um fjárhagsáætlun skv. 1. mgr. fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember ár hvert."
Fulltrúar Vopnafjarðarlistans hafa engin gögn fengið í hendurnar um undirbúning fjárhagsáætlunar og samkvæmt breytingum sem gerðar hafa ferið á fundardagskrá vetrarins mun fyrri umræða fjárhagsáætlunar ekki fara fram fyrr en 24. nóvember. Vopnafjarðarlistinn telur ámælisvert að hreppsráð skuli ekki sinna hlutverki sínu samvæmt sveitarstjórnarlögum og samþykktum sveitarfélagsins og semja drög að fjárhagsáætlun og leggja fyrir sveitarstjórn innan þess tímaramma sem gildir samkvæmt lögum.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:00.