Borgarbyggð
Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 40. fundur
= Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd =
Dagskrá
=== 1.Skýrsla samskiptastjóra ===
2112089
Samskiptastjóri fer yfir þau mál sem eru á döfinni.
Nefndin þakkar fyrir yfirferðina á þeim verkefnum sem eru til meðferðar hjá samskiptastjóra.
=== 2.Upplýsingamiðstöðin í Ljómalind ===
2105196
Framlagt erindi frá Agnesi Óskarsdóttur fyrir hönd Ljómalindar dags. 4. október 2022 þar sem óskað er eftir áframhaldandi fjárhagsstuðning vegna rekstur upplýsingamiðstöðvar Borgarbyggðar.
Nefndin samþykkir að veita Ljómalind áframhaldandi fjárhagsstuðning vegna upplýsingamiðstöðvar Borgarbyggðar árið 2023 með fyrirvara um samþykki fjárhagsáætlunar á sveitarstjórnarfundi í desember.
Árið 2023 er síðasta árið sem nefndin ætlar að veita fjárhagsstuðning í þetta verkefni. Nefndin vill skoða aðrar leiðir til þess að koma upplýsingum áleiðis til ferðamanna.
Nefndin þakkar starfsfólki Ljómalindar fyrir gott starf undanfarin ár.
Nefndin felur samskiptastjóra að gera samning við Ljómalind í lok árs þegar fjárhagsáætlunin fyrir árið 2023 hefur verið staðfest.
Árið 2023 er síðasta árið sem nefndin ætlar að veita fjárhagsstuðning í þetta verkefni. Nefndin vill skoða aðrar leiðir til þess að koma upplýsingum áleiðis til ferðamanna.
Nefndin þakkar starfsfólki Ljómalindar fyrir gott starf undanfarin ár.
Nefndin felur samskiptastjóra að gera samning við Ljómalind í lok árs þegar fjárhagsáætlunin fyrir árið 2023 hefur verið staðfest.
=== 3.Umsókn um samstarfssamninga vegna hátíða - Föstudagurinn Dimmi ===
2210124
Framlögð umsókn frá forsvarsmönnum hátíðarinnar Föstudagsins Dimma, Evu Hlín Alfreðsdóttur og Heiði Hörn Hjartardóttur dags. 13. október 2022.
Framlögð umsókn uppfyllir skilyrði reglna um samstarfssamninga vegna hátíða og því samþykkir nefndin að veita hátíðinni samstarfssamning með fyrirvara um samþykki fjárhagsáætlunar á sveitarstjórnarfundi í desember.
Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd felur samskiptastjóra að gera samning við forsvarsmenn hátíðarinnar í byrjun árs 2023 og í framhaldinu fela byggðarráði að staðfesta hann.
Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd felur samskiptastjóra að gera samning við forsvarsmenn hátíðarinnar í byrjun árs 2023 og í framhaldinu fela byggðarráði að staðfesta hann.
=== 4.Viljayfirlýsing héraðsskjalavarða ===
2210183
Framlögð viljayfirlýsing héraðsskjalavarða frá haustráðstefnu Félags héraðsskjalavarða dags. 17. október 2022.
Í viljayfirlýsingunni kemur fram að héraðsskjalasöfnin á landinu vilja vinna saman að því verkefni að koma upp sameiginlegu rafrænu móttökuveri allra héraðsskjalasafna á landinu.
Í viljayfirlýsingunni kemur fram að héraðsskjalasöfnin á landinu vilja vinna saman að því verkefni að koma upp sameiginlegu rafrænu móttökuveri allra héraðsskjalasafna á landinu.
Nefndin fagnar þeirri tillögu að koma upp sameiginlegu móttökuveri allra héraðsskjalasafna á Íslandi. Um er að ræða mikið framfaraskref í átt að varðveita rafræn skjöl sveitarfélaga.
Það er hagur allra sveitarfélaga að vinna saman að lausn sem nýtist öllum héraðsskjalasöfnum landsins líkt og kemur fram í viljayfirlýsingunni.
Nefndin ætlar að fylgjast með þróun mála.
Það er hagur allra sveitarfélaga að vinna saman að lausn sem nýtist öllum héraðsskjalasöfnum landsins líkt og kemur fram í viljayfirlýsingunni.
Nefndin ætlar að fylgjast með þróun mála.
=== 5.Safnaráð Íslands ===
2210186
Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri safnaráðs kemur til fundar til að kynna starfsemi safnaráðs.
Meginhlutverk safnaráðs er að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landi, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um stofnskrár og viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir í safnasjóð.
Meginhlutverk safnaráðs er að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landi, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um stofnskrár og viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir í safnasjóð.
Nefndin þakkar Þóru Björk Ólafsdóttur fyrir góða og mikilvæga yfirferð á starfsemi safnaráðs.
Þórunn Kjartansdóttir forstöðumaður menningarmála sat undir þessum lið.
Þórunn Kjartansdóttir forstöðumaður menningarmála sat undir þessum lið.
=== 6.Aðventuhátíð 2022 ===
2209147
Umræður um aðventuhátíðina sem fer að þessu sinni fram 27. nóvember nk.
Ákveðið hefur verið að aðventuhátíðin árið 2022 fari fram með hefðbundnum hætti en þó með fáeinum nýjungum.
Nánari dagskrá verður kynnt þegar nær dregur, en undirbúningur er í fullum gangi.
Þórunn Kjartansdóttir sat undir þessum lið.
Nánari dagskrá verður kynnt þegar nær dregur, en undirbúningur er í fullum gangi.
Þórunn Kjartansdóttir sat undir þessum lið.
=== 7.100 ára afmæli slökkviliðs Borgarbyggðar - erindi frá slökkviliðsstjóra ===
2209061
Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri kemur til fundar.
Nefndin þakkar Bjarna Þorsteinssyni fyrir komuna á fundinn.
Nefndin telur mikilvægt að fagna þessum merkilega áfanga á komandi ári og samþykkir að setja saman starfshóp sem gegnir því hlutverki að sjá um undirbúning afmælishátíðarinnar með fyrirvara um samþykki byggðarráðs.
Þórunn Kjartansdóttir sat undir þessum lið.
Nefndin telur mikilvægt að fagna þessum merkilega áfanga á komandi ári og samþykkir að setja saman starfshóp sem gegnir því hlutverki að sjá um undirbúning afmælishátíðarinnar með fyrirvara um samþykki byggðarráðs.
Þórunn Kjartansdóttir sat undir þessum lið.
=== 8.Samstarfsaðild Markaðsstofu Vesturlands ===
2110086
Framlagt erindi frá Markaðsstofu Vesturlands dags. 14. október 2022 þar sem óskað er eftir endurnýjun á samstarfsaðilasamning við Markaðsstofu Vesturlands fyrir árið 2023 að upphæð 35.000 kr plús vsk.
Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd samþykkir að endurnýja samstarfssamninginn við Markaðsstofu Vesturlands að upphæð 35.000 kr. plús vsk. fyrir árið 2023.
=== 9.Markaðsmál 2022 ===
2202196
Umræður um markaðsherferðina sumarið 2022.
Nefndin fagnar því að markaðsherferðin í sumar hafi náð tilsettum árangri. Lögð var áhersla á sýnileika á ljósvakamiðlum landsins ásamt samfélagsmiðlum. Tölfræðin sýnir að myndbönd náðu betri tíðni heldur en myndefni, þá sérstaklega á samfélagsmiðlum.
Nefndin ræddi einnig um markaðsherferðina á næsta ári og ætlar að huga að kynningarefni strax í upphafi næsta árs.
Nefndin ræddi einnig um markaðsherferðina á næsta ári og ætlar að huga að kynningarefni strax í upphafi næsta árs.
=== 10.Atvinnumál í Borgarbyggð ===
1910025
Fyrirhugað er að halda súpufund þann 15. nóvember nk. í Hjálmakletti frá kl. 11:00 - 12:30.
Tilgangur fundarins er að auka samtal atvinnulífs og sveitarfélagsins.
Nánari dagskrá verður kynnt í vikunni.
Tilgangur fundarins er að auka samtal atvinnulífs og sveitarfélagsins.
Nánari dagskrá verður kynnt í vikunni.
Nefndin hvetur atvinnurekendur í Borgarbyggð til þess að skrá sig á súpufundinn þann 15. nóvember nk.
Um er að ræða góðan og mikilvægan vettvang til þess að koma saman og eiga samtal um hvernig hægt er að hlúa að fyrirtækjum sem starfa í Borgarbyggð.
Dagskráin kemur út í þessari viku.
Um er að ræða góðan og mikilvægan vettvang til þess að koma saman og eiga samtal um hvernig hægt er að hlúa að fyrirtækjum sem starfa í Borgarbyggð.
Dagskráin kemur út í þessari viku.
=== 11.Menningarsjóður Borgarbyggðar - 35 ===
2209027F
Framlögð fundargerð 35. fundar Menningarsjóðs Borgarbyggðar frá 29. september 2022.
Fundargerð framlögð.
- 11.1 2204139
[Umsókn um styrk úr menningarsjóði](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/menningarsjodur-borgarbyggdar/18818#2204139)Menningarsjóður Borgarbyggðar - 35 Umsókn er hafnað þar sem hún uppfyllir ekki úthlutunarreglur Menningarsjóðs Borgarbyggðar, 2.gr.
- 11.2 2209043
[Umsókn um styrk úr menningarsjóði](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/menningarsjodur-borgarbyggdar/18818#2209043)Menningarsjóður Borgarbyggðar - 35 Umsókn er hafnað þar sem hún uppyllir ekki úthlutunarreglur Menningarsjóðs Borgarbyggðar, 2.gr.
Sigurþór Kristjánsson vék af fundi undir þessum fundarlið
- 11.3 2209050
[Umsókn um styrk úr menningarsjóði](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/menningarsjodur-borgarbyggdar/18818#2209050)Menningarsjóður Borgarbyggðar - 35 Umsókn er hafnað þar sem hún uppyllir ekki úthlutunarreglur Menningarsjóðs Borgarbyggðar, 7.gr.
- 11.4 2209181
[Umsókn um styrk úr menningarsjóði](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/menningarsjodur-borgarbyggdar/18818#2209181)Menningarsjóður Borgarbyggðar - 35 Samþykkt að styrkja verkefnið um 200.000 kr.
- 11.5 2209157
[Umsókn um styrk úr menningarsjóði](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/menningarsjodur-borgarbyggdar/18818#2209157)Menningarsjóður Borgarbyggðar - 35 Samþykkt að styrkja verkefnið um 200.000 kr.
- 11.6 2209020
[Umsókn um styrk úr menningarsjóði](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/menningarsjodur-borgarbyggdar/18818#2209020)Menningarsjóður Borgarbyggðar - 35 Samþykkt að styrkja verkefnið um 300.000 kr.
- 11.7 2209154
[Umsókn um styrk úr menningarsjóði](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/menningarsjodur-borgarbyggdar/18818#2209154)Menningarsjóður Borgarbyggðar - 35 Umsókn er hafnað þar sem hún uppfyllir ekki úthlutunarreglur Menningarsjóðs Borgarbyggðar, 6. gr.
- 11.8 2209103
[Umsókn um styrk úr menningarsjóði](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/menningarsjodur-borgarbyggdar/18818#2209103)Menningarsjóður Borgarbyggðar - 35 Samþykkt að samþykkja verkefnið um 300.000 kr.
Sigurþór Kristjánsson vék af fundi undir þessum lið.
- 11.9 2209161
[Umsókn um styrk úr menningarsjóði](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/menningarsjodur-borgarbyggdar/18818#2209161)Menningarsjóður Borgarbyggðar - 35 Samþykkt að styrkja verkefnið um 300.000 kr.
- 11.10 2209172
[Umsókn um styrk úr menningarsjóði](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/menningarsjodur-borgarbyggdar/18818#2209172)Menningarsjóður Borgarbyggðar - 35 Umsókn er hafnað þar sem hún uppfyllir ekki úthlutunarreglur Menningarsjóðs Borgarbyggðar, 6. gr.
- 11.11 2209186
[Umsókn um styrk úr menningarsjóði](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/menningarsjodur-borgarbyggdar/18818#2209186)Menningarsjóður Borgarbyggðar - 35 Umsókn er hafnað þar sem hún uppyllir ekki úthlutunarreglur Menningarsjóðs Borgarbyggðar, 2.gr.
- 11.12 2209188
[Umsókn um styrk úr menningarsjóði](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/menningarsjodur-borgarbyggdar/18818#2209188)Menningarsjóður Borgarbyggðar - 35 Samþykkt að styrkja verkefnið um 200.000 kr.
Guðrún Kristjánsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
- 11.13 2209182
[Umsókn um styrk úr menningarsjóði](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/menningarsjodur-borgarbyggdar/18818#2209182)Menningarsjóður Borgarbyggðar - 35 Samþykkt að veita verkefnið styrk um 300.000 kr.
Jenný Lind Egilsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
- 11.14 2209185
[Umsókn um styrk úr menningarsjóði](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/menningarsjodur-borgarbyggdar/18818#2209185)Menningarsjóður Borgarbyggðar - 35 Samþykkt að styrkja verkefnið um 200.000 kr.
- 11.15 2209201
[Umsókn um styrk úr menningarsjóði](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/menningarsjodur-borgarbyggdar/18818#2209201)Menningarsjóður Borgarbyggðar - 35 Umsókn er hafnað þar sem hún uppfyllir ekki úthlutunarreglur Menningarsjóðs Borgarbyggðar, 7.gr.
Fundi slitið - kl. 11:00.