Húnaþing vestra
Byggðarráð - 1157. Fundur
Magnús Magnússon formaður setti fund.
**Afgreiðslur:**
-
** ** **2210045 Tilnefning fulltrúa í verkefnaráð Holtavörðuheiðarlínu 3. **Lögð fram beiðni frá Landsneti um tilnefningu fulltrúa í verkefnaráð Holtavörðuheiðarlínu 3. Byggðarráð samþykkir að tilnefna Þorleif Karl Eggertsson og Magnús Magnússon í ráðið og Unni Valborgu Hilmarsdóttur til vara.
-
** ** **Ársfundur náttúruverndarnefnda. **Lagt fram til kynningar.
-
** ** **Umsagnarbeiðni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga. Mál í Samráðsgátt stjórnvalda, nr. 208/2022. Umsagnarfrestur er til 14. nóvember 2022. **Lögð fram eftirfarandi tillaga að umsögn:
*Byggðarráð Húnaþings vestra lýsir yfir stuðningi við tillögu þá sem fyrir liggur um flutning verkefna Innheimtustofnunar sveitarfélaga til sýslumannsins á Blönduósi. Þar hefur byggst upp mikil þekking og góð reynsla af innheimtumálum sem nýtist vel í innheimtu meðlagsgreiðslna. Byggðarráð óskar eftir því að hluti þeirra starfa sem kunna að skapast á Norðurlandi vestra við breytinguna verði staðsettur á Hvammstanga. Með því mætti leysa skort á þjónustu sýslumanns í Húnaþingi vestra. Húsnæði er nú þegar fyrir hendi sem nýtt hefur verið fyrir mánaðarlegar heimsóknir fulltrúa sýslumanns og einnig er glæsilegt skrifstofusetur til staðar. *
Byggðarráð samþykkir tillöguna samhljóða og felur sveitarstjóra að senda hana inn í Samráðsgátt stjórnvalda.
**4. Umsögn um þingsályktunartillögu um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 231. mál. **Áður á dagskrá 1155. fundar. Lögð fram eftirfarandi tillaga að umsögn:
*Byggðarráð Húnaþings vestra lýsir yfir stuðningi við tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara. Löngu tímabært er að leggja mat á núverandi kerfi og hvernig það þjónar hagsmunum íbúa landsins sem best þegar hamfarir eiga sér stað.*
Byggðarráð samþykkir tillöguna samhljóða og felur sveitarstjóra að koma henni á framfæri við efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.
**5. Rekstrarstjóri kemur til fundar við ráðið og fer yfir stöðu framkvæmda. **Byggðarráð þakkar Birni Bjarnasyni rekstrarstjóra fyrir greinargóða yfirferð á stöðu framkvæmda í sveitarfélaginu.
**Bætt á dagskrá:**
**6. Ársreikningur Húnasjóðs fyrir árið 2021.**
Byggðarráð samþykkir ársreikning Húnasjóðs fyrir árið 2021 og undirritar ársreikninginn því til staðfestingar.
** **
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:44.