Borgarbyggð
Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum - 74. fundur
= Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum =
Dagskrá
=== 1.Einkunnir - verkefni 2022 ===
2206203
Farið yfir verkefni sem hafa verið unnin á árinu. Lögð fram gögn frá Skógræktarfélagi Borgarfjarðar. Laufey Hannesdóttir, gjaldkeri Skógræktarfélags Borgarfjarðar sat fundinn undir þessum lið.
=== 2.Umsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2022 ===
2209193
Framlagðar upplýsingar um umsókn sem send var var í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
Lagt fram.
=== 3.Afþreying í Einkunnum ===
2111053
Magnús Björn Jóhannsson er gestur fundarins undir þessum lið. Kynntar voru hugmyndir um mögulega afþreyingu í fólkvanginum.
Umsjónarnefnd telur mikilvægt að auka afþreyingarmöguleika í sveitarfélaginu og að Einkunnir sé ákjósanlegur staður til þess. Nefndin tekur jákvætt í erindið og óskar eftir frekari gögnum, s.s. um mögulega samstarfsaðila og fleira. Þá er starfsmanni nefndarinnar falið að kanna hvort framkomnar hugmyndir geti fallið undir friðlýsingarskilmála fólkvangsins.
=== 4.Verkefnaáætlun 2023-2026 ===
2211005
Fyrstu skref í vinnslu verkefnaáætlunar fyrir Einkunnir árin 2023-2026.
Umsjónarnefnd Einkunna felur starfsmanni að vinna áfram að verkefnaáætlun fólkvangsins í samræmi við umræður á fundinum.
=== 5.Fjárhagsáætlun 2023 ===
2206062
Farið yfir fjárhagsáætlun ársins 2023.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 17:50.
Umsjónarnefnd Einkunna mun á sama tíma skoða mögulegar útfærslur á samstarfi um daglega umsjón og rekstur fólkvangsins.