Grindavíkurbær
Bæjarráð - Fundur 1627
**1627. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 8. nóvember 2022 og hófst hann kl. 15:00.** **Fundinn sátu:** Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi. **Einnig sátu fundinn:** Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. **Dagskrá:** **1. Skólar ehf - Yfirferð rekstrar og efnahags - 2211001**
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Guðmundur Pétursson stjórnarformaður mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann framtíðarsýn Skóla ehf.
**2. Slökkvilið Grindavíkur - Beiðni um viðauka - 2210084**
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og launafulltrúi sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram beiðni um viðauka á launaliði hjá slökkviliði Grindavíkur vegna ársins 2022 að fjárhæð 7.475.000 kr. og lagt til að hann verði fjármagnaður með lækkun á liðnum 21611-1119.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.
**3. Tækifærisleyfi - Tímabundið áfengisleyfi - Kvikan - 2211010**
Sótt er um tímabundið áfengisleyfi vegna fyrirhugaðs dansleik í Kvikunni þann 25.11.2022.
Bæjarráð mælir með veitingu leyfisins.
**4. Tækifærisleyfi - Tímabundið áfengisleyfi - Gjáin - 2211011**
Sótt er um tækifærisleyfi vegna fyrirhugaðs Herrakvölds á vegum körfuknattleiksdeildar Grindavíkur þann 18.11.2022 í Gjánni.
Bæjarráð mælir með veitingu leyfisins.
**5. Ósk um styrk á móti greiðslu fasteignagjalda - 2209051**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Minja- og sögufélag Grindavíkur eignaðist nýlega fasteignina Kreppu og óskar eftir styrk á móti greiðslu fasteignagjalda. Frístunda- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að veita félaginu styrk á móti greiðslu fasteignagjalda á árinu 2023 með þeim fyrirvara að unnið verði að uppbyggingu hússins á því ári í samræmi við framlögð gögn.
Bæjarráð samþykkir að veita félaginu styrk á móti fasteignagjöldum á árinu 2023 með sama fyrirvara og hjá frístunda- og menningarnefnd.
**6. Gjaldskrá slökkviliðs Grindavíkur - 2210063**
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram uppfærð þjónustugjaldská Slökkviliðs Grindavíkur fyrir árið 2023.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
**7. Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega á fasteignagjöldum - Tekjuviðmið 2023 - 2211016**
Bæjarráð leggur til að tekjuviðmið hækki um 8% fyrir árið 2023 og vísar því til bæjarstjórnar til samþykktar.
**8. Endurskoðun á skipuriti Grindavíkurbæjar - 2206049**
Bæjarfulltrúarnir Birgitta H. Káradóttir, Birgitta R. Friðfinnsdóttir og Gunnar M. Gunnarsson sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Einnig komu inn á fundinn sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, kl. 16:15 - 16:55.
Stjórnsýsluhópur vinnur málið áfram og sendir tillögur til KPMG.
**9. Fjárhagsáætlun 2023-2026 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2208066**
Bæjarfulltrúarnir Birgitta H. Káradóttir, Birgitta R. Friðfinnsdóttir og Gunnar M. Gunnarsson sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs kom inn á fundinn undir rekstri málaflokka 02 og 04.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kom inn á fundinn undir umræðum um fjárfestingar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10
Bæjarráð / 10. nóvember 2022
[Fundur 1627](/v/26080)
Skipulagsnefnd / 8. nóvember 2022
[Fundur 108](/v/26076)
Frístunda- og menningarnefnd / 3. nóvember 2022
[Fundur 120](/v/26069)
Bæjarráð / 2. nóvember 2022
[Fundur 1626](/v/26066)
Fræðslunefnd / 27. október 2022
[Fundur 124](/v/26057)
Bæjarstjórn / 26. október 2022
[Fundur 532](/v/26054)
Bæjarráð / 19. október 2022
[Fundur 1625](/v/26039)
Hafnarstjórn / 13. október 2022
[Fundur 485](/v/26034)
Bæjarráð / 12. október 2022
[Fundur 1624](/v/26029)
Bæjarráð / 11. október 2022
[Fundur 1623](/v/26028)
Skipulagsnefnd / 11. október 2022
[Fundur 107](/v/26026)
Skipulagsnefnd / 6. október 2022
[Fundur 106](/v/26022)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. október 2022
[Fundur 119](/v/26021)
Bæjarstjórn / 3. október 2022
[Fundur 531](/v/26007)
Fræðslunefnd / 3. október 2022
[Fundur 123](/v/26006)
Bæjarráð / 3. október 2022
[Fundur 1622](/v/26005)
Bæjarráð / 14. september 2022
[Fundur 1621](/v/25980)
Hafnarstjórn / 13. september 2022
[Fundur 484](/v/25975)
Fræðslunefnd / 13. september 2022
[Fundur 122](/v/25974)
Frístunda- og menningarnefnd / 8. september 2022
[Fundur 118](/v/25963)
Bæjarráð / 7. september 2022
[Fundur1620](/v/25962)
Skipulagsnefnd / 6. september 2022
[Fundur 105](/v/25959)
Fræðslunefnd / 5. september 2022
[Fundur 121](/v/25957)
Bæjarstjórn / 31. ágúst 2022
[Fundur 530](/v/25951)
Frístunda- og menningarnefnd / 29. ágúst 2022
[Fundur 117](/v/25948)
Skipulagsnefnd / 29. ágúst 2022
[Fundur 104](/v/25946)