Hveragerðisbær
Umhverfisnefnd
= Umhverfisnefnd =
Dagskrá
Guðjóna Sigurðardóttir formaður nefndarinnar stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum. Ingibjörg gerði athugasemd við fundarboðið og tryggja þarf fullan aðgang að fundarefnum í gáttinni ásamt því að fundarboð berist á réttum tíma.
=== 1.Fundargerð umhverfisnefndar frá 29. ágúst 2022 ===
2211014
Umhverfisnefnd fór yfir fundargerð síðasta fundar
=== 2.Grassláttur - Uppgjör ===
2211015
Undanfarin 3 ár hefur Hveragerðisbær samið við Golfklúbb Hveragerðisbæjar um grasslátt á svæðum Hveragerðis. Gerð var athugasemd á bæjarstjórnarfundi síðastliðið vor vegna lélegra vinnubragða sumarið 2021 og var að sögn bæjarstjóra lofað að bætt yrði um. Ljóst er að ekki var staðið við það sumarið 2022. Slegið var ítrekað á mörgum svæðum niður í mold og skildir eftir hýjungar þar á milli ásamt því að græn svæði voru ekki hirt, samkvæmt samningi.
Umhverfisnefnd leggur mikinn metnað í að græn svæði innan bæjarins sé vel hirt og leggur því til endurskoðun á möguleikum varðandi slátt, eins og fjárfesting á eigin tækjum eða útboði.
=== 3.Garðyrkjan - Uppgjör ===
2211016
Nú þegar komið er haust er rétti tíminn til að fara yfir starf garðyrkjudeildar það sem komið er af árinu, bæði faglega og fjárhagslega. Garðyrkjufulltrúi fór yfir það helsta í starfi deildarinnar.
Umhverfisnefnd þykir athyglisvert að Hveragerðisbæ gangi illa að ráða til sín starfsfólk en samkvæmt samtölum við nágrannasveitarfélög virðist það ganga vel hjá þeim. Umhverfisnefnd mælist til að þeir fáu starfsmenn sem eru ráðnir verði eingöngu ráðnir í verkefni innan garðyrkjudeildar, en ekki sendir að hluta eða að fullu í önnur verkefni. Eins er það áhyggjuefni að verktakar séu ráðnir til að reita arfa og þykir Umhverfisnefnd það teljast frekar slæm nýting á fjármagni bæjarins. Nefndin hvetur til að bæjarstjórn láti kanna fyrirkomulag vinnuskólans og sumarstarfsmanna og skoða hvernig hægt sé að ná betri nýtingu á þeim störfum.
=== 4.Kynning á aðgerðum í Lystigarðinum ===
2211017
Garðyrkjufulltrúi fór yfir það sem gert hefur verið í Lystigarðinum Fossflöt á árinu og hvað stendur til að gera á næstunni. Sérstaklega var farið yfir samstarf garðyrkjudeildar og Vina Fossflatar.
Umhverfisnefnd hvetur garðyrkjudeild til þess að nýta það frábæra starf sem vinir Lystigarðsins eru. Þar inni eru öflugt fagfólk, sem er virt á sínu sviði, og því mikilvægt að nýta þá þekkingu sér staklega þegar takmarkað fjármagn er til ráðstöfunar. Ásýnd Lystigarðsins skiptir miklu máli og mikilvægt að vera með góð samvinnu við hagsmunaaðila.
=== 5.Gangbrautir - málning ===
2211018
Farið var yfir stöðu á götumálun í bænum þetta árið. Umhverfisfulltrúi fór yfir hvað hefur verið gert og hvernig staða fjárheimilda viðkomandi liðir. ljóst er að mun minna var gert en til stóð.
Umhverfisnefnd telur bagalegt að ekki hafi verið nýtt sú fjárheimildi til var til fyrir málningu á gangbrautum innan bæjarins en þessi vinna hefur mikil áhrif á ásýnd bæjarins og því leggur nefndin til að tryggt verði að það gerist ekki aftur svo að ekki glatist það fjármagn sem haft er til ráðstöfunar.
=== 6.Vetrarþjónustan ===
2211019
Farið var yfir fyrirkomulag og verklag við vetrarþjónustu í í bænum. Gestur á fundinum var Árni Svavarsson bæjarverkstjóri.
Umhverfisnefnd þakkar góða kynningu.
Umhverfisnefnd hvetur til að umhverfisfulltrúinn taki stíginn undir Hamrinum í fóstur þegar það fer að frjósa og snjóa og leita leiða til að færðin verði í lagi fyrir íbúa. Lagður var metnaður í gerð stígsins og lýsingu, en þá er mikilvægt að íbúar geti nýtt sér stíginn á veturna líka.
Umhverfisnefnd hvetur til að umhverfisfulltrúinn taki stíginn undir Hamrinum í fóstur þegar það fer að frjósa og snjóa og leita leiða til að færðin verði í lagi fyrir íbúa. Lagður var metnaður í gerð stígsins og lýsingu, en þá er mikilvægt að íbúar geti nýtt sér stíginn á veturna líka.
=== 7.Skólphreinsistöðin ===
2211020
Umhverfisfulltrúi kynnti starfsemi skolpstöðvar bæjarins fyrir Umhverfisnefnd og þær áskoranir sem standa þar fyrir dyrum.
Umhverfisnefnd þakkar góða kynningu á starfsemi stöðvarinnar og hvetur bæjarstjórn til að fylgja eftir þeim áætlunum sem fram koma í minnisblaði Guðmundar F. Baldurssonar fyrrverandi veitustjóra um skólphreinsun í Hveragerði frá 19.mai 2022.
=== 8.Sorphirða ===
2211021
Eygerður Magnúsardóttir verkefnisstjóri sorphirðu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga verður með kynningu á breytingu á sorphirðu 1.jan 2023
Teitur Gunnarsson frá Mannvit verður með kynningu á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs
Teitur Gunnarsson frá Mannvit verður með kynningu á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs
Eygerður tilkynnti veikindi og mætir á næsta fund. Teitur Gunnarsson var með góða kynningu um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
=== 9.Umhverfis og loftslagsáætlun og sorphirðan ===
2211022
Umhverfisnefnd ræddi stöðuna varðandi umhverfisstefnu, loftslagsstefnu og sorphirðu í Hveragerði en ljóst er að þar eru miklar breytingar í vændum.
Umhverfisstefna Hveragerðisbæjar er frá árinu 2012 og ljóst miðað við innihald hennar að hún er löngu komin til ára sinna og þjónar því ekki hlutverki sínu nægjanlega. Í henni eru ekki tilgreind nein markmið, hvorki mælanleg né önnur. Á síðasta kjörtímabili bókaði Umhverfisnefnd ítrekað um að stefnan yrði endurskoðuð en þeirri vinnu miðar lítið sem ekkert áfram.
Loftslagsstefna hefur ekki verið útfærð fyrir Hveragerðisbæ en í lögum um loftslagsmál nr. 70/2012 segir í 5. gr. c. að sveitarfélög skuli setja sér loftslagsstefnu, en þessi skylda var lögð á sveitarfélögin með lagabreytingu árið 2019. Því verður að teljast bagalegt að Hveragerðisbær skuli ekki enn hafa lagt í slíka vinnu.
Sorphirða innan bæjarfélagsins á að taka breytingum þann 1. janúar 2023 til samræmis við breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003. Breytingar á umræddri löggjöf fela í sér umfangsmiklar breytingar á flokkun og endurvinnslu, hollustuháttum, mengunarvörnum, úrvinnslugjaldi og fleira. Frá setningu þessara laga hefur mikil vinna átt sér stað innan Sambands íslenskra sveitarfélaga er varðar aðstoð, kennslu og upplýsingar til hjálpar sveitarfélögum. Þessi breyting er mjög umfangsmikil og felur í sér tímafreka vinnu til innleiðingar fyrir sveitarfélög. Ljóst er að Hveragerði er ekki í stakk búið í dag til að innleiða þessar nýju breytingar.
Vinna við útfærslur á framangreindum stefnum og málefnum krefst sérþekkingar og aðgangs að vinnuafli sem þekkir til málaflokkanna. Innan stofnana bæjarins virðist þessi þekking ekki til staðar og kallar þessi vinna því á aukin fjárútlát af hálfu Hveragerðisbæjar svo hægt sé að vinna þessi verkefni.
Umhverfisnefnd leggur til að aukin áhersla sé lögð á að Hveragerði sé til fyrirmyndar og í fararbroddi er varðar umhverfismál, enda á allra vitorði að umhverfismál fara mjög vaxandi og verða þau að koma inn í alla ferla bæjarins. Nefndin leggur því til við bæjarstjórn að hún breyti þeirri stefnu sem hefur verið ríkjandi í þessum málaflokki hjá bæjarfélaginu undanfarin ár og leggi allan metnað í að vinna þessi verkefni af fagmennsku og verði til fyrirmyndar fyrir önnur sveitarfélög og láti þannig verkin tala.
Loftslagsstefna hefur ekki verið útfærð fyrir Hveragerðisbæ en í lögum um loftslagsmál nr. 70/2012 segir í 5. gr. c. að sveitarfélög skuli setja sér loftslagsstefnu, en þessi skylda var lögð á sveitarfélögin með lagabreytingu árið 2019. Því verður að teljast bagalegt að Hveragerðisbær skuli ekki enn hafa lagt í slíka vinnu.
Sorphirða innan bæjarfélagsins á að taka breytingum þann 1. janúar 2023 til samræmis við breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003. Breytingar á umræddri löggjöf fela í sér umfangsmiklar breytingar á flokkun og endurvinnslu, hollustuháttum, mengunarvörnum, úrvinnslugjaldi og fleira. Frá setningu þessara laga hefur mikil vinna átt sér stað innan Sambands íslenskra sveitarfélaga er varðar aðstoð, kennslu og upplýsingar til hjálpar sveitarfélögum. Þessi breyting er mjög umfangsmikil og felur í sér tímafreka vinnu til innleiðingar fyrir sveitarfélög. Ljóst er að Hveragerði er ekki í stakk búið í dag til að innleiða þessar nýju breytingar.
Vinna við útfærslur á framangreindum stefnum og málefnum krefst sérþekkingar og aðgangs að vinnuafli sem þekkir til málaflokkanna. Innan stofnana bæjarins virðist þessi þekking ekki til staðar og kallar þessi vinna því á aukin fjárútlát af hálfu Hveragerðisbæjar svo hægt sé að vinna þessi verkefni.
Umhverfisnefnd leggur til að aukin áhersla sé lögð á að Hveragerði sé til fyrirmyndar og í fararbroddi er varðar umhverfismál, enda á allra vitorði að umhverfismál fara mjög vaxandi og verða þau að koma inn í alla ferla bæjarins. Nefndin leggur því til við bæjarstjórn að hún breyti þeirri stefnu sem hefur verið ríkjandi í þessum málaflokki hjá bæjarfélaginu undanfarin ár og leggi allan metnað í að vinna þessi verkefni af fagmennsku og verði til fyrirmyndar fyrir önnur sveitarfélög og láti þannig verkin tala.
=== 10.Bréf frá Umhverfisstofnun vegna endurskoðunar á Áætlun um loftgæði á Íslandi 2017-2029 - Hreint loft til framtíðar. ===
2211030
Samþykkt frá Umhverfisstofnun.
Lagt fram til kynningar og umsagnar. Vísað til næsta fundar.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Getum við bætt efni síðunnar?