Grindavíkurbær
Bæjarráð - Fundur 1613
24.06.2022 - Slóð
**1613. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 21. júní 2022 og hófst hann kl. 16:00.** **Fundinn sátu:** Hjálmar Hallgrímsson formaður, Helga Dís Jakobsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sævar Þór Birgisson varamaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi.
**Einnig sat fundinn**: Fannar Jónasson bæjarstjóri. **Fundargerð ritaði**: Fannar Jónasson bæjarstjóri.
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka á dagskrá mál með afbrigðum sem 6. mál: 2201007 - Fjárfesting 2022 - Stúka og tafla í nýjan íþróttasal. Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
**1. Félagsaðstaða eldri borgara - hönnun og undirbúningur - 2102060**
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Staðan á hönnun og útboði vegna félagsaðstöðu eldri borgara við Víðihlíð lögð fram.
**2. Framkvæmdir við æfingasvæði við golfvöll - 2206078 **
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Framkvæmdir við æfingasvæði við golfvöll teknar til umræðu. Til að ljúka verkefninu og að sá í svæðið þarf aukið fjármagn sem áætlað er að nemi 5 milljónum króna. Bæjarráð samþykkir viðauka að fjárhæð 5.000.000 kr. sem verði fjármagnaður með lækkun á fjárfestingarverkefni nr. 32-110206, Ásabraut 2, klæðning að utan.
**3. Viðgerð á stíg frá Grindavík vestur að golfvelli 2022 - 2205207**
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Verðtilboð frá verktaka í viðgerðir á hjóla- og göngustíg að golfvelli lagt fram. Bæjarráð samþykkir að hefja verkið og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
**4. Fráveita Grindavíkurbæjar - dælulögn frá Seljabót - 2201039**
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Tillaga að útfærslu til að bregðast við flóði á Miðgarði lögð fram til umræðu.
**5. Gerðavellir 17-19, malarsvæði á lóð - 2206079**
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Óskað er heimildar bæjarráðs til að setja kantstein við lóðarmörk Gerðavalla 17-19 við Hólavelli og tyrfa svæðið fyrir innan. Bæjarráð samþykkir erindið.
**6. Fjárfesting 2022 - Stúka og tafla í nýjan íþróttasal - 2201007**
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagt er til að hafa sæti fyrir áhorfendur í allri stúkunni í nýja íþróttasalnum. Það felur í sér aukinn kostnað.
**7. Uppfærð viðbragðsáætlun vegna eldgoss við Grindavík - 2206080**
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Uppfærð viðbragðsáætlun vegna eldgoss við Grindavík frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra lögð fram til upplýsinga.
**8. Endurskoðun á systkinaafslætti - 2206070**
Meirihlutinn tekur undir mikilvægi þess að endurskoða systkinaafslátt enda er kveðið á um slíkt í meirihlutasamningi B, D og U þar sem tekið er fram að markmiðið er að lækka gjöld til foreldra og aðlaga afslætti. Meirihlutinn er nú þegar með málið í vinnslu í samráði við sviðsstjóra og mun leggja málið fyrir þegar upplýsingar á faglegum grundvelli liggja fyrir.
**9. Niðurgreiðsla til foreldrar barna yngri en 18 mánaða sem nýta sér þjónustu dagforeldra - 2206069**
Málinu frestað og óskað eftir því að sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs mæti á næsta fund bæjarráðs.
**10. Landskerfi bókasafna - Aðalfundur 2022 - 2206064**
Lagt fram fundarboð aðalfundar Landskerfa bókasafna miðvikudaginn 29. júní 2022. Bæjarráð samþykkir samhljóða að Andrea Ævarsdóttir verði fulltrúi Grindavíkurbæjar á fundinum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)
Bæjarstjórn / 11. maí 2022
[Fundur 528](/v/25760)
Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022
[Fundur 115](/v/25756)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25736)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25735)
Bæjarráð / 4. maí 2022
[Fundur 1610](/v/25730)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2022
[Fundur 101](/v/25727)
Hafnarstjórn / 2. maí 2022
[Fundur 482](/v/25716)
Bæjarstjórn / 27. apríl 2022
[Fundur 527](/v/25704)
Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022
[Fundur 100](/v/25688)
Bæjarráð / 20. apríl 2022
[Fundur 1609](/v/25687)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 118](/v/25672)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 117](/v/25671)
Bæjarráð / 6. apríl 2022
[Fundur 1608](/v/25656)
Bæjarráð / 31. mars 2022
[Fundur 1605](/v/25642)
Bæjarstjórn / 30. mars 2022
[Fundur 526](/v/25639)
Bæjarráð / 23. mars 2022
[Fundur 1607](/v/25620)