Hveragerðisbær
Bæjarstjórn
= Bæjarstjórn =
Dagskrá
=== 1.Fundargerð bæjarráðs frá 15. september 2022 ===
2209003F
Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
=== 2.Fundargerð bæjarráðs frá 3. nóvember 2022 ===
2210003F
Liðir afgreiddir sérstaklega 6, 7, 8, 9, og 10.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sandra Sigurðardóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sandra Sigurðardóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Liður 6 "Minnisblað frá byggingarfulltrúa - gatnagerð í Kambalandi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að fara í verkið og vísar kostnaðinum til gerðar fjárhagsáætlunar.
Liður 7 "Minnisblað frá byggingarfulltrúa - gatnagerð í Lindarbrún" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að fara í verkið og vísar kostnaðinum til gerðar fjárhagsáætlunar.
Liður 8 "Minnisblað frá byggingarfulltrúa - gatnagerð við Varmá" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að fara í verkið og vísar kostnaðinum til gerðar fjárhagsáætlunar.
Liður 9 "Lóðaumsóknir - Hólmabrún 15" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir lóðaúthlutunina.
Liður 10 "Skrá yfir þá starfsmenn Hvergerðisbæjar sem eru undanskildir verkfallsheimild" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir listann.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
Liður 7 "Minnisblað frá byggingarfulltrúa - gatnagerð í Lindarbrún" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að fara í verkið og vísar kostnaðinum til gerðar fjárhagsáætlunar.
Liður 8 "Minnisblað frá byggingarfulltrúa - gatnagerð við Varmá" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að fara í verkið og vísar kostnaðinum til gerðar fjárhagsáætlunar.
Liður 9 "Lóðaumsóknir - Hólmabrún 15" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir lóðaúthlutunina.
Liður 10 "Skrá yfir þá starfsmenn Hvergerðisbæjar sem eru undanskildir verkfallsheimild" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir listann.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
=== 3.Fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar frá 1. nóvember 2022 ===
2210004F
Liðir afgreiddir sérstaklega 2 og 3.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Liður 2 "Langahraun 21-23 - fyrirspurn um fjölgun íbúða" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn hafnar erindinu í samræmi við niðurstöðu umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. október 2022.
Liður 3 "Heiðmörk 68d - fyrirspurn um byggingu bílskúrs" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn heimilar fyrirspyrjanda að leggja inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi til byggingar bílskúrs á lóð Heiðmerkur 68 d.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
Liður 3 "Heiðmörk 68d - fyrirspurn um byggingu bílskúrs" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn heimilar fyrirspyrjanda að leggja inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi til byggingar bílskúrs á lóð Heiðmerkur 68 d.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
=== 4.Fundargerð umhverfisnefndar frá 9. nóvember 2022 ===
2211002F
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Sigmar Karlsson.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa fundargerðinni til gerðar fjárhagsáætlunar.
=== 5.Erindisbréf atvinnumálanefndar ===
2211028
Lagt fram erindisbréf fyrir atvinnumálanefnd Hveragerðisbæjar.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Sandra Sigurðardóttir.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Sandra Sigurðardóttir.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir erindisbréf atvinnumálanefndar. Minnihlutinn sat hjá.
=== 6.Kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál ===
2211026
Lögð fram kæra frá úrskurðanefnd upplýsingamála frá 4. nóvember 2022 vegna synjunar Hveragerðisbæjar á beiðni um aðgang að gögnum.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Meirihluti bæjarstjórar samþykkir að fela bæjarstjóra að senda umbeðnar upplýsingar í samráði við lögfræðing bæjarins. Minnihlutinn sat hjá.
=== 7.Þjónustusamningur við Hestamannafélagið Ljúf 2023-2025 ===
2211011
Lagður fram þjónustusamningur við Hestamannafélagið Ljúf fyrir árin 2023-2025.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Samningurinn samþykktur samhljóða.
=== 8.Samningur við Hjálparsveit skáta Hveragerði - Hreinsun og eftirlit í Reykjadal ===
2211012
Lagður fram samningur við Hjálparsveit skáta í Hveragerði vegna hreinsunar og eftirlits í Reykjadal.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Friðrik Sigurðsson og Geir Sveinsson.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Friðrik Sigurðsson og Geir Sveinsson.
Samningurinn samþykktur samhljóða.
=== 9.Akstur skólabarna frá Skólaseli - Skólamörk 2020-2023 og viðauki ===
2211024
Lagður fram samningur við Landferðir vegna akstur skólabarna til vorsins 2023 og viðauki.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Samningurinn samþykktur samhljóða.
=== 10.Jafnréttisáætlun 2023-2027 fyrri umræða ===
2211025
Jafnréttisáætlun 2023-2027 lögð fram til fyrri umræðu.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Samþykkt að vísa til síðari umræðu.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 17:34.
Getum við bætt efni síðunnar?
Kl. 17:02 var gert fundarhlé.
Kl. 17:07 hélt fundur áfram.
Í upphafi fundar lagði bæjarstjórn fram eftirfarandi bókun.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar gagnrýnir harðlega hugmyndir sveitarstjóra Ölfuss sem birtust í Morgunblaðinu um að skoða eigi orkunýtingu í Reykjadal. Allar rannsóknir hafa sýnt fram á það að áhrif vegna hugsanlegra orkunýtingar á svæðinu hefðu veruleg áhrif á Hveragerði sem er næsti þéttbýlisstaður við Reykjadal. Bæjarstjórn telur afar óábyrgt af sveitarstjóra Ölfuss að tala um að skoða eigi orkunýtingu á svæðinu þar sem mikil óvissa ríkir um áhrif á loft, vatnslindir og náttúru og hvetur til að náttúran verði látin njóta vafans.
Reykjadalurinn og svæðið í kring hefur síðustu ár verið í friðlýsingarferli sem því miður var stöðvað af sveitarfélaginu Ölfusi fyrir um ári síðan. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur ætíð verið á móti orkunýtingu á svæðinu eða allt frá því að hugmyndir um Bitruvirkjun voru uppi á borðinu.
Ljóst er að allar framkvæmdir á svæðinu myndu draga úr gildi þess sem útivistarsvæðis fyrir þá sem vilja njóta óspilltrar náttúru. Svæðið, sem er á náttúruminjaskrá, er einn vinsælasti áfangastaður erlendra sem innlendra ferðamanna og hafa vinsældir þess aukist stöðugt undanfarin ár.