Borgarbyggð
Sveitarstjórn Borgarbyggðar - 232. fundur
= Sveitarstjórn Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Skýrsla sveitarstjóra ===
2102062
Sveitarstjóri flytur skýrslu sveitarstjóra.
=== 2.Fjárhagsáætlun 2023 ===
2206062
Afgreiðsla frá 612. fundi byggðarráðs: "Drögum að fjárhagsáætlun er vísað til frekari vinnslu í byggðarráði og til fyrri umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar."
Afgreiðsla frá 613. fundi byggðarráðs: "Drög að fjárfestingaráætlun sýna fjárfestingaráform upp á 1,1 ma.kr. á árinu 2023 og um 5,6 ma.kr. á næstu fjórum árum. Að stærstum hluta er um að ræða fjárfestingu í íþróttamannvirkjum, skólum og í gatnagerð. Fyrirsjáanlegt er að fjárfestingar í átt að slíkri fjárhæð er háð sterku sjóðstreymi frá rekstri, skýrri forgangsröðun í fjárbindingu og að ytri aðstæður séu hagfelldar. Núverandi aðstæður á fjármagnsmarkaði eru t.d. þess eðlis að stór lántaka er líklega ekki hagfelld. Byggðarráð vísar áframhaldandi vinnu við drög að fjárfestingaráætlun til fyrri umræðu í sveitarstjórn en mikilvægt er að næstu skref vinnunnar feli í sér áframhaldandi mat á skuldsetningu og skulda- og rekstrarhlutföllum, svo sem í samhengi við markmiðasetningu í "Brúnni til framtíðar". Samþykkt með meirihluta atkvæða. LBÁ sat hjá við afgreiðslu á þessum lið."
Afgreiðsla frá 613. fundi byggðarráðs: "Drög að fjárfestingaráætlun sýna fjárfestingaráform upp á 1,1 ma.kr. á árinu 2023 og um 5,6 ma.kr. á næstu fjórum árum. Að stærstum hluta er um að ræða fjárfestingu í íþróttamannvirkjum, skólum og í gatnagerð. Fyrirsjáanlegt er að fjárfestingar í átt að slíkri fjárhæð er háð sterku sjóðstreymi frá rekstri, skýrri forgangsröðun í fjárbindingu og að ytri aðstæður séu hagfelldar. Núverandi aðstæður á fjármagnsmarkaði eru t.d. þess eðlis að stór lántaka er líklega ekki hagfelld. Byggðarráð vísar áframhaldandi vinnu við drög að fjárfestingaráætlun til fyrri umræðu í sveitarstjórn en mikilvægt er að næstu skref vinnunnar feli í sér áframhaldandi mat á skuldsetningu og skulda- og rekstrarhlutföllum, svo sem í samhengi við markmiðasetningu í "Brúnni til framtíðar". Samþykkt með meirihluta atkvæða. LBÁ sat hjá við afgreiðslu á þessum lið."
=== 3.Viðauki við fjárhagsáætlun 2022 ===
2203010
Afgreiðsla frá 612. fundi byggðarráðs: "Lagt fram minnisblað vegna tillögu að viðauka VI við fjárhagsáætlun ársins 2022. Í minnisblaðinu eru sýnd áhrif þess að Faxaflóahafnir koma inn í samstæðureikning sveitarfélagsins en við það hækka tekjur um 178,6 m.kr. og gjöld um 125,6 m.kr. Þá hefur þessi breyting þau áhrif að afskriftir hækka um 31,8 m.kr. Í minnisblaðinu er einnig gert ráð fyrir hækkun á fjármagnskostnaði A-hluta um 127,7 m.kr. og B-hluta um 62,2 m.kr. vegna aukinnar verðbólgu. Þá er gert ráð fyrir að dregið verði úr framkvæmdum og fjárfestingum á árinu um 229,5 m.kr. og að lántökur verði 500 m.kr. minni en áætlað var í upphafi árs. Af þessum sökum verður handbært fé rúmlega 50 m.kr. minna í árslok en gert var ráð fyrir. Byggðarráð samþykkir að vísa tillögunni til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Lögð fram tillaga að viðauka VI við fjárhagsáætlun ársins 2022. Í tillögunni koma fram áhrif þess að Faxaflóahafnir koma inn í samstæðureikning sveitarfélagsins en við það hækka tekjur um 178,6 m.kr. og gjöld um 125,6 m.kr. Þá hefur þessi breyting þau áhrif að afskriftir hækka um 31,8 m.kr. Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir hækkun á fjármagnskostnaði A-hluta um 127,7 m.kr. og B-hluta um 62,2 m.kr. vegna aukinnar verðbólgu. Þá er gert ráð fyrir að dregið verði úr framkvæmdum og fjárfestingum á árinu um 229,5 m.kr. og að lántökur verði 500 m.kr. minni en áætlað var í upphafi árs. Af þessum sökum verður handbært fé rúmlega 50 m.kr. minna í árslok en gert var ráð fyrir.
Samþykkt með meirihluta atkvæða, hjá situr LBÁ.
Samþykkt með meirihluta atkvæða, hjá situr LBÁ.
=== 4.Kynning frá Menntaskóla Borgarfjarðar, Skólaþróunarverkefni MB - Menntun fyrir störf framtíðar ===
2203124
Afgreiðsla frá 611. fundi byggðarráðs: "Framlögð drög að samstarfssamningi við Menntaskóla Borgarfjarðar um Kviku. Byggðarráð tekur undir bókun 212. fundar fræðslunefndar og telur að samstarfið muni gagnast stofnunum Borgarbyggðar vel. Byggðarráð felur sveitarstjóra að fullvinna og undirrita samkomulagið, sem byggist á framlögðum drögum, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samstarfssamning við Menntaskóla Borgarfjarðar um Kviku og felur sveitarstjóra að undirrita hann.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 5.Áformuð hlutafjáraukning Ljósleiðarans ===
2210251
Afgreiðsla frá 612. fundi byggðarráðs: "Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir tillögu um hlutafjáraukningu Ljósleiðarans og telur hana til þess fallna að auka virði eigin fjár Ljósleiðarans."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu um hlutafjáraukningu Ljósleiðarans.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 6.Fráveituviðauki 2022 ===
2207006
Afgreiðsla 613. fundar byggðarráðs: "Sveitarstjóra er falið að undirrita drög að viðauka við samning um fráveitu með fyrirvara um samþykkt sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka við samning við Orkuveitu Reykjavíkur og fráveitu og felur sveitarstjóra að undirrita hann f.h. sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 7.Ljósleiðari í Borgarbyggð - framkvæmdir ===
2001118
Afgreiðsla frá 613. fundi byggðarráðs: "Sveitarstjóra er falið að fullvinna og undirrita framlögð drög að samstarfssamningi með fyrirvara um samþykkt sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samnning milli Borgarbyggðar og Ljósleiðarans og felur sveitarstjóra að undirrita hann.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 8.Flatahverfi- gatnagerð- útboðsgögn, verðfyrirspurn ===
2201142
Afgreiðsla frá 613. fundi byggðarráðs; "Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við B. Björnsson ehf. á grundvelli fyrirliggandi tilboðs og undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir að gengið verði til samninga við B. Björnsson ehf. á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs, með fyrirvara um að hann uppfylli hæfi verktaka skv. útboðslýsingu.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 9.Gjaldskrá Skipulags- og byggingardeildar 2022 ===
2111243
Afgreiðsla 46. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd hefur farið yfir efni og grundvöll gjaldskrár skipulagsfulltrúa og telur að nægjanlega hafi verið gerð grein fyrir fjárhæðum einstakra liða í gjaldskrá. Nefndin vísar gjaldskrá skipulagsfulltrúa óbreyttri til sveitarstjórnar til samþykktar."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá skipulagsfulltrúa.
Samþykkt með meirihluta atkvæða, SG greiðir atkvæði á móti tillögunni.
Til máls tóku SG, DS, GLE, LBÁ.
Samþykkt með meirihluta atkvæða, SG greiðir atkvæði á móti tillögunni.
Til máls tóku SG, DS, GLE, LBÁ.
=== 10.Húsafell, tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022_ verslunar- og þjónustusvæði. ===
2005037
Lögð er fram breytingartillaga fyrir sveitarstjórn til samþykktar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin tekur til verslunar og þjónustusvæðis sunnan þjóðvegar í Húsafelli í stað landbúnaðarlands. Kynningartími tillögu var frá 21. febrúar til og með 6. apríl 2022. Athugasemdir bárust frá 6 aðilum. Lagður er fram skipulagsuppdráttur og greinagerð frá hönnuði dags. 3. febrúar 2022, umagnir lögbundinna umsagnaraðila, athugasemdir hagsmunaaðila og svör við þeim.
Afgreiðsla 46. fundar skipulags- og byggingarnefndar:
"Skipulags- og byggingarnefnd gerir engar athugasemdir við framlagða tillögu að aðalskipulagsbreytingu. Nefndin leggur til að ferlinu verði haldið áfram þegar lögbundnum auglýsingatíma deiliskipulagstillögunnar er lokið. Aðalskipulagsbreytingunni verður því vísað til sveitarstjórnar samhliða deiliskipulagstillögu fyrir svæðið í samræmi við samkomulag málsaðila og sveitarfélagsins frá 12. ágúst 2021."
Samkvæmt áliti Skipulagsstofnunar dags. 4.11.2021 varðandi áframhaldandi málsmeðferð aðalskipulagsbreytingar var mælst til þess að deiliskipulagstillaga yrði auglýst samhliða. Þar sem tafðist að ná sáttum um deiliskipulagstillögu var aðalskipulagsbreytingin auglýst á undan en ákveðið að afgreiða áætlanirnar samhliða sbr. ofangreinda bókun skipulags- og byggingarnefndar. Deiliskipulagstillagan fór í auglýsingu um leið og samkomulag um uppdrátt og greinargerð tillögunnar náðist.
Afgreiðsla 46. fundar skipulags- og byggingarnefndar:
"Skipulags- og byggingarnefnd gerir engar athugasemdir við framlagða tillögu að aðalskipulagsbreytingu. Nefndin leggur til að ferlinu verði haldið áfram þegar lögbundnum auglýsingatíma deiliskipulagstillögunnar er lokið. Aðalskipulagsbreytingunni verður því vísað til sveitarstjórnar samhliða deiliskipulagstillögu fyrir svæðið í samræmi við samkomulag málsaðila og sveitarfélagsins frá 12. ágúst 2021."
Samkvæmt áliti Skipulagsstofnunar dags. 4.11.2021 varðandi áframhaldandi málsmeðferð aðalskipulagsbreytingar var mælst til þess að deiliskipulagstillaga yrði auglýst samhliða. Þar sem tafðist að ná sáttum um deiliskipulagstillögu var aðalskipulagsbreytingin auglýst á undan en ákveðið að afgreiða áætlanirnar samhliða sbr. ofangreinda bókun skipulags- og byggingarnefndar. Deiliskipulagstillagan fór í auglýsingu um leið og samkomulag um uppdrátt og greinargerð tillögunnar náðist.
Samkvæmt áliti Skipulagsstofnunar dags. 4.11.2021 varðandi áframhaldandi málsmeðferð aðalskipulagsbreytingar var mælst til þess að deiliskipulagstillaga yrði auglýst samhliða. Þar sem tafðist að ná sáttum um deiliskipulagstillögu var aðalskipulagsbreytingin auglýst á undan en ákveðið að afgreiða áætlanirnar samhliða sbr. ofangreinda bókun skipulags- og byggingarnefndar. Deiliskipulagstillagan fór í auglýsingu um leið og samkomulag um uppdrátt og greinargerð tillögunnar náðist.
Sveitarstjórn samþykkir framlagða breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan felst í breytingum á landnotkun svæðis í landi Húsafells 1 og Bæjargils úr landbúnaði í verslun- og þjónustusvæði.
Samþykkt með meirihluta atkvæða. Hjá situr TDH.
Sveitarstjórn samþykkir framlagða breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan felst í breytingum á landnotkun svæðis í landi Húsafells 1 og Bæjargils úr landbúnaði í verslun- og þjónustusvæði.
Samþykkt með meirihluta atkvæða. Hjá situr TDH.
=== 11.Húsafell 1 og Bæjargil - deiliskipulagstillaga ===
2109082
Afgreiðsla 46. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010, að teknu tilliti til athugasemda skipulagsfulltrúa sem fram komu á fundinum. Breytingar voru gerðar á tillögunni með tilliti til umsagna sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum. Aðalskipulagsbreyting verður lögð fram fyrir sveitarstjórn samhliða samþykkt deiliskipulagsins."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi við Húsafell 1 og Bæjargil skv. 42. gr. skipulagslaga. Breytingar voru gerðar á tillögunni með tilliti til umsagna sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 12.Galtarholt 2 - umsókn um aðalskipulagsbreytingu - L135042 ===
2210247
Afgreiðsla 46. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar sem felst í minnkun á frístundasvæði Galtarholts II (F32) um 1,3 ha. Breytingin er gerð samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaðan skal auglýst og breytingin send Skipulagsstofnun til staðfestingar."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar við Galtarholt 2, L135042 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Niðurstaðan skal auglýst og breytingin send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 13.Vallarás - Breyting á deiliskipulagi ===
2109181
Afgreiðsla 46. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum."
Sveitarstjórn samþykkir framlagð tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Vallarás skv. 42. gr. skipulagslaga með þeim breytingum sem gerðar voru á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 14.Signýjarstaðir sumarhús - Breyting á deiliskipulagi - ===
2210088
Afgreiðsla 46. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynnt verði óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sumarbústaðaeigendum í götunum Ystumóar, Hrísmóar, Miðmóar og Fremstumóar, að teknu tilliti til athugasemda skipulagsfulltrúa."
Sveitarstjórn samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi við Signýjarstaði skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga fyrir sumarbúsaðaeigendum í götunum Ystumóar, Hrísmóar, Miðmóar og Fremstumóar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
Lilja Björg Ágústsdóttir víkur af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.
=== 15.Norðtunga L134742 - Stofnun lóða - Skógarbót - Gömluhús - Nafnabreyting - Norðtungukot ===
2203114
Afgreiðsla 46. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila breytingu á nafni landareignar L234246 úr Gömluhús í Norðtungukot."
Sveitarstjórn samþykkir breytingu á nafni landareignar við Norðtungu L234246 úr Gömluhús í Norðtungukot.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 16.Sjónarhóll - umsókn um breytingu á landheiti - F2112108, ===
2210202
Afgreiðsla 46. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila nafnabreytingu á landinu Sjónarhóll L216109. Mun landið heita Blikavatn sem er eitt af örmerkjum á svæðinu."
Sveitarstjórn samþykkir nafnabreytingu á landinu Sjónarhóli L216109 í Blikavatn.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 17.Signýjarstaðir 134512_Refsstaðir - Umsókn um stofnun lóðar ===
2210209
Afgreiðsla 46. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðarinnar Refsstaðir, stærð 316 ha úr landinu Signýjarstaða L134512. Lóðin verður nýtt sem Landbúnaðarland."
Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóðarinnar Refsstaðir, 316 ha. úr landi Signýjarstaða L134512.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
Lilja Björg Ágústsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
=== 18.Berg L179730 - umsókn um stofnun lóðar - Melaleiti ===
2109036
Afgreiðsla 46. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðarinnar Melaleiti, stærð 9166 fm úr landinu Berg L179730. Lóðin verður nýtt sem sumarbústaðaland."
Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóðarinnar Melaleiti, stærð 9166 fm. úr landinu Berg L173730.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 19.Munaðarnesland Hólar - umsókn um stofnun lóða - 194365 ===
2210248
Afgreiðsla 46. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðanna Hólar 3 og Hólar 5, úr landinu Munaðarnesland Hólar L194365. Hólar 3 verða 11524 fm og Hólar 5 verða 9677 fm. Lóðirnar verða settar í notkunarflokkinn sumarbústaðarland.
Einnig leggur nefndin til við sveitarstjórn að heimila nafnabreytingu á lóðinni Munaðarnesland Hólar L194365 í Hólar 1."
Einnig leggur nefndin til við sveitarstjórn að heimila nafnabreytingu á lóðinni Munaðarnesland Hólar L194365 í Hólar 1."
Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóðanna Hólar 3 og Hólar 5, úr landinu Munaðarnesland Hólar L194365, Hólar 3 verða 11524 fm. og Hólar 5verða 9.677 fm.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn nafnabreytingu á lóðinni Munaðarnesland Hólar L194365 í Hólar 1.
Samþykkt samhljóða.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn nafnabreytingu á lóðinni Munaðarnesland Hólar L194365 í Hólar 1.
Samþykkt samhljóða.
=== 20.Engjaás 2-8 - Staðfesting lóðamarka og umsókn um stækkun lóðar ===
2210236
Afgreiðsla 46. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila samruna lóðanna Engjaás 2, 4, 6 og 8 í eina Engjaás 2-8 (lnr. 135761) sem verður þá 87469 fm að stærð. Lóðin verður nýtt sem iðnaðar og athafnalóð. Nefndin kallar eftir frekari gögnum til að geta tekið afstöðu um stækkun lóðar."
Sveitarstjórn samþykkir samruna lóðanna Engjaás 2,4,6 og 8 í eina lóð, Engjaás 2-8 sem verður á landnúmeri 135761m santaks 87.469 fm.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku LBÁ, DS.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku LBÁ, DS.
=== 21.Brákarbraut 18-20 18R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ===
2209021
Afgreiðsla 46. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum."
Sveitarstjórn heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform að Brákarbraut 18-20 þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 22.Borgarbraut 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ===
2208019
Afgreiðsla 46. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum."
Sveitarstjórn heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform vegna Borgarbrautar 14, þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga.
Samþykkt með meirihluta atkvæða, hjá situr LBÁ.
Samþykkt með meirihluta atkvæða, hjá situr LBÁ.
=== 23.Innra-Fell - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ===
2208128
Afgreiðsla 46. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. 3. mgr. sömu greinar er skipulagsnefnd heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar."
Sveitarstjórn heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform við Innra Fell þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga. Tímabil grenndarkynningar var stytt þar sem staðfesting barst frá hagsmunaaðilum að þeir samþykki áform.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 24.Grímarsstaðir 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ===
2207174
Afgreiðsla 46. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. 3. mgr. sömu greinar er skipulagsnefnd heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar."
Sveitarstjórn heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform við Grímarsstaði 5, þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga. Tímabil grenndarkynningar var stytt þar sem staðfesting barst frá hagsmunaaðilum að þeir samþykki áform.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 25.Ásvegur 12 L174790 - Umsókn um byggingarleyfi ===
2210173
Afgreiðsla 46. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir lóðarhöfum á Ásvegi 5, 7 og 10."
Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi fyrir hagsmunaaðilum skv. 44. gr. skipulagslaga, kynnt verði fyrir lóðarhöfum á Ásvegi 5, 7 og 10.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 26.Umsókn um framkvæmdaleyfi - ljósastaurar við göngustíga ===
2211008
Afgreiðsla 46. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða framkvæmd fyrir lóðarhöfum að Túngötu 26(Svíri), 27(Andabær) og 28(Álfhóll)."
Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða framkvæmd vegna ljósastaura við göngustíg að grunnskólanum á Hvanneyri fyrir lóðarhöfum að Túngötu 26, 27 og 28.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 27.Tilkynningarskyld framkvæmd mælimastur - Sigmundarstaðir L134748 ===
2209087
Afgreiðsla 46. fundar skipulags- og byggingarnefndar:
"Skipulags- og byggingarnefnd telur að um tilkynningarskylda framkvæmd sé að ræða sbr. gr. 2.3.6. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br. sem segir að framkvæmd skuli vera í samræmi við skipulag og önnur ákvæði reglugerðarinnar eins og við á hverju sinni. Skipulags- og byggingarnefnd telur að ekki sé unnt að heimila framlagða umsókn þar sem ekki er fjallað um rannsóknarmöstur í Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 og auk þess er ekki deiliskipulag af svæðinu eins og áskilið er í grein 2.3.6 í byggingarreglugerð og felur byggingarfulltrúa að synja umsókninni. Í heildarendurskoðun aðalskipulags verður tekin afstaða til slíkra mannvirkja, en taka ber fram að málsaðila er frjálst að gera tillögu að breytingu á aðalskipulagi og leggja fram deiliskipulag um svæðið samhliða því. Vakin er athygli á því að málsaðilar hafa kærurétt varðandi synjun byggingarfulltrúa til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá því að aðila máls var tilkynnt um stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011."
"Skipulags- og byggingarnefnd telur að um tilkynningarskylda framkvæmd sé að ræða sbr. gr. 2.3.6. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br. sem segir að framkvæmd skuli vera í samræmi við skipulag og önnur ákvæði reglugerðarinnar eins og við á hverju sinni. Skipulags- og byggingarnefnd telur að ekki sé unnt að heimila framlagða umsókn þar sem ekki er fjallað um rannsóknarmöstur í Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 og auk þess er ekki deiliskipulag af svæðinu eins og áskilið er í grein 2.3.6 í byggingarreglugerð og felur byggingarfulltrúa að synja umsókninni. Í heildarendurskoðun aðalskipulags verður tekin afstaða til slíkra mannvirkja, en taka ber fram að málsaðila er frjálst að gera tillögu að breytingu á aðalskipulagi og leggja fram deiliskipulag um svæðið samhliða því. Vakin er athygli á því að málsaðilar hafa kærurétt varðandi synjun byggingarfulltrúa til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá því að aðila máls var tilkynnt um stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011."
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og byggingarnefndar, forsendur og ályktanir hennar. Sveitarstjórn heimilar byggingarfulltrúa að synja umsókn um mælimastur í landi Sigmundarstaða L134748.
Vakin er athygli á því að málsaðilar hafa kærurétt varðandi synjun byggingarfulltrúa til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá því að aðila máls var tilkynnt um stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011."
Samþykkt samhljóða.
Vakin er athygli á því að málsaðilar hafa kærurétt varðandi synjun byggingarfulltrúa til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá því að aðila máls var tilkynnt um stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011."
Samþykkt samhljóða.
=== 28.Endurskoðun ASK 2010-2022 ===
2002119
Afgreiðsla 46. fundar skipulags- og byggingarnefndar:
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlögð útboðsgögn og felur skipulagsfulltrúa að ganga til útboðs samkvæmt framlögðum gögnum í samvinnu við Ríkiskaup. Gert er ráð fyrir að vinna verktaka við aðalskipulag geti hafist við upphaf næsta árs.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlögð útboðsgögn og felur skipulagsfulltrúa að ganga til útboðs samkvæmt framlögðum gögnum í samvinnu við Ríkiskaup. Gert er ráð fyrir að vinna verktaka við aðalskipulag geti hafist við upphaf næsta árs.
Sveitarstjórn samþykkir framlögð útboðsgögn og felur skipulagsfulltrúa að ganga til útboðs skv. framlögðum gögnum í samvinnu við Ríkiskaup.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 29.Byggðarráð Borgarbyggðar - 611 ===
2210011F
Fundargerðin framlögð.
- 29.1 2208181
[Íbúðarbyggð í dreifbýli](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18827#2208181)Byggðarráð Borgarbyggðar - 611 Byggðarráð þakkar Vífli fyrir góða kynningu. Líkanið virðist geta nýst sveitarfélaginu vel við að leggja mat tekju- og kostnaðaráhrif uppbyggingar íbúðabyggðar. Sveitarstjóra er falið að útfæra þannig að nýtist sem best við fjárhags- og skipulagsvinnu hjá sveitarfélaginu.
- 29.2 2102065
[Lokun starfsemi að Brákarbraut 25-27 - Brákarey](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18827#2102065)Byggðarráð Borgarbyggðar - 611 Kynnt og framlagt en úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að vísa kærunni frá.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 611 Upplýsingar um stöðu máls lagðar fram.
- 29.4 2208225
[Umsókn um styrk vegna aðgengismála](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18827#2208225)Byggðarráð Borgarbyggðar - 611 Byggðarráð felur sveitarstjóra að verða við umsókn Sóknarnefndar Bæjarkirkju um styrk vegna aðgengismála enda svigrúm innan þess framlags sem áætlað hefur verið til kirkjugarða í fjárhagsáætlun 2022.
- 29.5 2210184
[Meðferð eignarhluta í Orkuveitu Reykjavíkur](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18827#2210184)Byggðarráð Borgarbyggðar - 611 Af minnisblaði KPMG að dæma kallar breyting reglugerðarinnar ekki á breytingu á meðferð á eignarhlut Borgarbyggðar í OR í reikningsskilum sveitarfélagsins. Til fundarins kom einnig Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála hjá Borgarbyggð. Kynnt var sviðsmynd af áhrifum eignarhlutar í Faxaflóahöfnum á reikningsskil sveitarfélagsins út frá umræddri reglugerðarbreytingu en Borgarbyggð á 4,1356% eignarhlut. Þar kunna áhrifin að verða umtalsverð t.d. til hækkunar á eigin fé en m.v. ársreikning 2021 eru langtímaskuldir Faxaflóahafnar engar og eigið fé 15,6 ma.kr. Fjárhagslegir hagsmunir Borgarbyggðar í gegnum eignarhluti í OR og Faxaflóahöfnum eru verulegir og útfærsla breyttrar reglugerðar kann að hafa umtalsverð áhrif á reikningsskil Borgarbyggðar. Því leggur byggðarráð ríka áherslu á að Borgarbyggð geti haft áhrif á ákvarðanatöku og vel sé gætt sé að hagsmunum minnihlutaeigenda.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 611 Við Bjarnhóla er móttaka jarðvegsúrgangs sem m.a. fellur til vegna byggingarframkvæmda í sveitarfélaginu. Móttakan fer hins vegar ekki fram með skipulegum hætti og aðkoma og aðstaða er lítt mótuð. Borgarbyggð hefur ekki virkjað gjaldskrá á svæðinu og hefur því hingað til eingöngu borið af því kostnað. Sá kostnaður er kominn að mörkum fjárhagsáætlunar. Byggðarráð beinir því til sveitarstjóra að reyna eftir megni að viðhalda lágmarksþjónustu við Bjarnhóla ef svigrúm er til staðar. Um leið þá styður Byggðarráð að svæðinu sé lokað þegar starfsfólk Borgarbyggðar metur aðstæður óboðlegar svo sem vegna aurbleytu eða ekki er svigrúm til að sinna lágmarksþjónustu. Byggðarráð beinir til því til umhverfis- og landbúnaðarnefndar að útfæra gjaldtöku á svæðinu eins fljótt og auðið er og vísar til vinnu í sveitarstjórn við fjárhagsáætlun 2023 að færa aðstæður á svæðinu til betri vegar.
- 29.7 2210111
[Fjárhagsáætlun fyrir leikskóla 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18827#2210111)Byggðarráð Borgarbyggðar - 611 Byggðarráð þakkar leikskólastjórum kynninguna og fyrir gott starf sem fram fer í leikskólum sveitarfélagsins. Samtalið mun nýtast vel við vinnu við fjárhagsáætlun.
Mikill metnaður er í starfi leikskólanna og kannanir sýna almennt ánægju meðal foreldra. Skólarnir eru ólíkir en eiga það sammerkt að áskoranir liggja aðallega í starfsumhverfinu. Stjórnendur skólanna hvöttu byggðarráð til að hafa það í huga í vinnu við fjárhagsáætlun og voru ýmsar hugmyndir reifaðar.
- 29.8 2209235
[Fjárhagsáætlun skipulags- og byggingardeildar 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18827#2209235)Byggðarráð Borgarbyggðar - 611 Ásamt Flosa mættu til fundarins Hrafnhildur Tryggvadóttir, deildarstjóri umhverfismála, og Guðni Rafn Ásgeirsson, umsjónarmaður fasteigna Borgarbyggðar. Byggðarráð þakkar góða kynningu og gott starf. Samtalið mun nýtast vel við komandi vinnu við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
- 29.9 2203124
[Kynning frá Menntaskóla Borgarfjarðar, Skólaþróunarverkefni MB - Menntun fyrir störf framtíðar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18827#2203124)Byggðarráð Borgarbyggðar - 611 Framlögð drög að samstarfssamningi við Menntaskóla Borgarfjarðar um Kviku. Byggðarráð tekur undir bókun 212. fundar fræðslunefndar og telur að samstarfið muni gagnast stofnunum Borgarbyggðar vel. Byggðarráð felur sveitarstjóra að fullvinna og undirrita samkomulagið, sem byggist á framlögðum drögum, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
- 29.10 2205140
[Breyting á stjórn Brákarhlíðar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18827#2205140)Byggðarráð Borgarbyggðar - 611 Byggðarráð þakkar Páli Snævari gott starf og samþykkir að skipa Lilju Björgu Ágústsdóttur í stjórn Brákarhlíðar í hans stað.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 611 Byggðarráð telur mikilvægt að stuðla að uppbyggingu hagkvæms húsnæðis bæði til eignar og leigu í Borgarbyggð. Umsóknarfrestur í síðari úthlutun stofnfjárframlaga HMS á þessu ári rann út 16. október og mikilvægt að koma umsókn í farveg áður en frestur rann út. Ef til fjárhagslegrar skuldbindingar kemur af hálfu sveitarfélagsins verður það skref tekið fyrir hjá byggðarráði og síðan vísað til sveitarstjórnar.
- 29.12 2210175
[Hreðavatnsvegur 5258-01 - tilkynning um niðurfellingu](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18827#2210175)Byggðarráð Borgarbyggðar - 611 Bréf framlagt. Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna hvort búseta eða atvinnustarfsemi er við veginn eða treystir á veginn.
- 29.13 2210174
[Straumfjarðarvegur 5359-01- tilkynning um niðurfellingu](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18827#2210174)Byggðarráð Borgarbyggðar - 611 Bréf framlagt. Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna hvort búseta eða atvinnustarfsemi er við veginn eða treystir á veginn.
- 29.14 2110092
[Strandstígur við Borgarnes](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18827#2110092)Byggðarráð Borgarbyggðar - 611 Kynning á strandstíg frá íþróttamiðstöð að kirkjugarði. Í hönnunargögnum er gert ráð fyrir tveimur timburbrúm en stígur að öðru leyti að megninu til úr ecoraster-grindum líkt og núverandi stígar. Byggðarráð vísar frekari áformum til vinnu við fjárfestingaráætlun.
- 29.15 2209071
[Starfsmannamál í leikskólum haust 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18827#2209071)Byggðarráð Borgarbyggðar - 611 Byggðarráð styður tillögu sviðsstjóra fjölskyldusviðs um tímabundna skerðingu á opnunartíma. Byggðarráð leggur áherslu á að ákvörðunin skal vera tímabundin. Hún felur engan veginn í sér styttingu á vinnuskyldu starfsfólks. Hér er eingöngu tímabundið verið að koma til móts við mjög þunga stöðu í mönnun leikskólans. Byggðarráð vonar að þessi ráðstöfun geti létt álagi af starfsfólki Hnoðrabóls og veitt þeim svigrúm til að viðhalda góðu faglegu starfi. Byggðarráð minnir á að kynning og útfærsla verði í góðu samstarfi við börn, foreldra og aðra aðstandendur og hægt verði að bregðast hratt við og draga úr eða hætta tímabundinni styttingu þegar mönnun færist til betri vegar.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 611 Byggðarráð vísar ákvörðun um næstu skref til frekari vinnu og umræðu í sveitarstjórn um fjárhagsáætlun. Í fjárfestingaráætlun fyrir næstu ár sem nú er unnið að mun fara fram faglegt mat á áhrifum af áformaðri fjárfestingu í nýrri viðbyggingu GBF á Kleppjárnsreykjum, sem og áhrifum annarra fyrirhugaðra fjárfestinga á komandi árum, á rekstur, sjóðstreymi og efnahag.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 611 Byggðarráð óskar eftir því að frekari greining fari fram á hagsmunum Borgarbyggðar sem minnihlutaeiganda í Faxaflóahöfnum og fer fram á við sveitarstjóra vinna að slíkri greiningu.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 611 Framlögð áskorun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands þar sem skorað er á sveitarstjórnir að vinna að skipulagsáætlunum í takt við stefnu stjórnvalda um skógrækt á landsvísu og eru sveitarfélög hvött til að koma sér upp skilvirkum verkferlum.
- 29.19 2201097
[Umsagnarmál f. Alþingi 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18827#2201097)Byggðarráð Borgarbyggðar - 611 Umsagnarmál framlagt
- 29.20 2201097
[Umsagnarmál f. Alþingi 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18827#2201097)Byggðarráð Borgarbyggðar - 611 Umsagnarmál framlagt
- 29.21 2203069
[Fundagerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18827#2203069)Byggðarráð Borgarbyggðar - 611 Fundargerð framlögð
- 29.22 2202060
[Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18827#2202060)Byggðarráð Borgarbyggðar - 611 Fundargerð framlögð
- 29.23 2210003F
[Byggingarnefnd viðbyggingar við Gbf. á Kleppjárnsreykjum - 7](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18827#2210003F)Byggðarráð Borgarbyggðar - 611 Lögð fram fundargerð 7. fundar byggingarnefndar viðbyggingar við GBF á Kleppjárnsreykjum.
=== 30.Byggðarráð Borgarbyggðar - 612 ===
2210015F
Fundargerðin framlögð.
- 30.1 2203010
[Viðauki við fjárhagsáætlun 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18829#2203010)Byggðarráð Borgarbyggðar - 612 Lagt fram minnisblað vegna tillögu að viðauka VI við fjárhagsáætlun ársins 2022. Í minnisblaðinu eru sýnd áhrif þess að Faxaflóahafnir koma inn í samstæðureikning sveitarfélagsins en við það hækka tekjur um 178,6 m.kr. og gjöld um 125,6 m.kr. Þá hefur þessi breyting þau áhrif að afskriftir hækka um 31,8 m.kr. Í minnisblaðinu er einnig gert ráð fyrir hækkun á fjármagnskostnaði A-hluta um 127,7 m.kr. og B-hluta um 62,2 m.kr. vegna aukinnar verðbólgu. Þá er gert ráð fyrir að dregið verði úr framkvæmdum og fjárfestingum á árinu um 229,5 m.kr. og að lántökur verði 500 m.kr. minni en áætlað var í upphafi árs. Af þessum sökum verður handbært fé rúmlega 50 m.kr. minna í árslok en gert var ráð fyrir.
Byggðarráð samþykkir að vísa tillögunni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
- 30.2 2206062
[Fjárhagsáætlun 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18829#2206062)Byggðarráð Borgarbyggðar - 612 Drögum að fjárhagsáætlun er vísað til frekari vinnslu í byggðarráði og til fyrri umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 612 Byggðarráð þakkar skólastjórum grunnskóla Borgarbyggðar fyrir upplýsandi kynningu á því góða starfi sem fram fer í skólunum. Hjá skólastjórum komu t.d. fram ábendingar um frekari uppbyggingu á tölvukosti, mikilvægi þess að betrumbæta skólalóðir ofl. Launakostnaður er langstærsti kostnaðarliður skólanna og ljóst að breytingar á kjarasamningum hafa yfirgnæfandi áhrif á rekstrarkostnað.
Eva Margrét Jónudóttir lauk fundarsetu að loknum þessum dagskrárlið.
- 30.4 2210231
[Fjárhagsáætlun 2023 og gjaldskrá HeV](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18829#2210231)Byggðarráð Borgarbyggðar - 612 Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun HVE til frekari vinnu við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar en í áætlun HVE er miðað við að kostnaðarhlutdeild Borgarbyggðar verði um 4,5 m.kr. árið 2023 sem er í samræmi við framlögð drög að fjárhagsáætlun Borgarbyggðar.
- 30.5 2210251
[Áformuð hlutafjáraukning Ljósleiðarans](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18829#2210251)Byggðarráð Borgarbyggðar - 612 Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir tillögu um hlutafjáraukningu Ljósleiðarans og telur hana til þess fallna að auka virði eigin fjár Ljósleiðarans.
- 30.6 2210215
[Ágóðahlutagreiðsla 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18829#2210215)Byggðarráð Borgarbyggðar - 612 Bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands framlagt. Útgreiðsla EBÍ árið 2022 er 50 m.kr. en hlutdeild Borgarbyggðar í Sameignarsjóði EBÍ er 1,591%.
- 30.7 2110088
[Íþróttahús - Frumhönnun](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18829#2110088)Byggðarráð Borgarbyggðar - 612 Byggðarráð vísar ákvörðun um næstu skref til frekari vinnu og umræðu í sveitarstjórn um fjárhagsáætlun. Í fjárfestingaráætlun fyrir næstu ár, sem nú er unnið að, mun fara fram faglegt mat á áhrifum af áhrifum áformaðra fjárfestinga á rekstur, sjóðstreymi og efnahag.
Eiríkur Ólafsson lauk fundarseta að loknum þessum dagskrárlið.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 612 Lagt fram til kynningar
- 30.9 2202151
[Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fundargerðir 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18829#2202151)Byggðarráð Borgarbyggðar - 612 Fundargerð fundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands lögð fram
- 30.10 2202060
[Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18829#2202060)Byggðarráð Borgarbyggðar - 612 Fundargerð fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram
=== 31.Byggðarráð Borgarbyggðar - 613 ===
2210021F
Fundargerðin framlögð.
- 31.1 2210262
[Úttekt á tölvuöryggiskerfi Borgarbyggðar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18833#2210262)Byggðarráð Borgarbyggðar - 613 Tillaga Þekkingar gengur út á fá grófa mynd af stöðu tækniinnviða, greina stöðu notenda- og rekstrarkerfa, stöðu öryggismála og leyfismála. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að því verkefni að greina stöðu mála og vinna að úrbótum þar sem þörf krefur.
- 31.2 2210306
[Fyrirkomulag ræstinga hjá stofnunum Borgarbyggðar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18833#2210306)Byggðarráð Borgarbyggðar - 613 Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja mat á stöðu ræstinga á starfsstöðvum sveitarfélagsins og í framhaldinu leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi ef ástæða þykir. Hér er mikilvægt að horfa t.d. til gæða, sveigjanleika og fyrirsjáanleika í mönnun, hagkvæmni, áhrifa á starfsemi viðkomandi stofnana og áhrifa á starfsfólk. Mikilvægt er að þetta mat sé unnið í samráði við forstöðumenn stofnana. Nauðsynlegt er að ofangreint mat geti nýst í yfirstandandi vinnu við fjárhagsáætlun.
- 31.3 2208184
[Samskiptasáttmáli fyrir sveitarstjórn](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18833#2208184)Byggðarráð Borgarbyggðar - 613 Drög að samskiptasáttmála framlögð. Byggðarráð telur þau mynda góðan grunn og felur sveitarstjóra að fullvinna drögin og kynna fyrir byggðarráði fyrir lok nóvember.
- 31.4 2102065
[Lokun starfsemi að Brákarbraut 25-27 - Brákarey](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18833#2102065)Byggðarráð Borgarbyggðar - 613 Framlagðir útreikningar Fornbílafjelagsins á tjóni þess vegna riftunar á leigusamningi Borgarbyggðar við félagið eru samtals upp á um 112 m.kr. sem félagið segir grundvöll að samningaviðræðum um bætur. Ljóst er að ófyrirsjáanlegur kostnaður fyrir sveitarfélagið sem yrði í námunda við slíka fjárhæð myndi hafa veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins og svigrúm til fjárfestinga í nauðsynlegum innviðum. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram gagnvart stjórn Fornbílafjelagsins.
- 31.5 2207006
[Fráveituviðauki 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18833#2207006)Byggðarráð Borgarbyggðar - 613 Sveitarstjóra er falið að undirrita drög að viðauka við samning um fráveitu með fyrirvara um samþykkt sveitarstjórnar.
- 31.6 2001118
[Ljósleiðari í Borgarbyggð - framkvæmdir](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18833#2001118)Byggðarráð Borgarbyggðar - 613 Sveitarstjóra er falið að fullvinna og undirrita framlögð drög að samstarfssamningi með fyrirvara um samþykkt sveitarstjórnar.
- 31.7 2201142
[Flatahverfi- gatnagerð- útboðsgögn, verðfyrirspurn](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18833#2201142)Byggðarráð Borgarbyggðar - 613 Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við B. Björnsson ehf. á grundvelli fyrirliggandi tilboðs og undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
- 31.8 2210191
[Agenda 2030- Nordregio ráðstefna 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18833#2210191)Byggðarráð Borgarbyggðar - 613 Byggðarráð hvetur til þess að áframhaldandi kynning á heimsmarkmiðum SÞ, og hvernig þau nýtast í starfsemi sveitarfélagsins, fari fram og vísar til sveitarstjóra að útfæra.
- 31.9 2210285
[Fjárhagsáætlun félagsþjónustu 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18833#2210285)Byggðarráð Borgarbyggðar - 613 Byggðarráð þakkar góða kynningu á fjárhagsáætlun félagsþjónustu Borgarbyggðar. Ljóst er að mönnun heldur áfram að vera áskorun í starfsemi félagsþjónustunnar sem endurspeglast í breytingu á áætlun milli ára. Í áætlun forstöðumanna er gert ráð fyrir fjölgun stöðugilda í búsetuþjónustu og þar með hækkun launakostnaðar. Á móti myndi hins vegar létta á álagi og þörf fyrir yfirvinnu starfsfólks og stuðningur við skjólstæðinga eykst. Á sama tíma er ljóst að þjónustukröfur hafa aukist. Minni breytingar eru í áætlun um þróun annarra kostnaðarliða. Rætt var um uppgjör við ríkið vegna kostnaðar við móttöku flóttamanna en sveitarfélagið gerir ráð fyrir að það uppgjör sé á lokametrunum.
- 31.10 2210117
[Fjárhagsáætlun fyrir íþróttamiðstöð 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18833#2210117)Byggðarráð Borgarbyggðar - 613 Byggðarráð þakkar góða kynningu á fjárhagsáætlun íþróttamannvirkja í Borgarbyggð. Stærstu breytingar á áætlun felast í fjölgun starfsmanna á vakt, ekki síst vegna aukinnar starfsemi fram á kvöld og um helgar. Rætt var um nýtingu sundlauga og annarra mannvirkja og rætt var um að laga þyrfti mönnun vel að nýtingu í öllum íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 613 Byggðarráð þakkar góða kynningu á fjárhagsáætlun Tónlistarskóla Borgafjarðar. Hækkun á áætluðum kostnaði milli ára tengist launaþróun, stjórnendakvóta og áætlun framhald á uppbyggingu listfræðslu. Miðað er við að framhald verði á hóflegri uppbyggingu búnaðar, aukningu sýnileika starfsins og listþátttöku kynslóða.
- 31.11 2206062
[Fjárhagsáætlun 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18833#2206062)Byggðarráð Borgarbyggðar - 613 Drög að fjárfestingaráætlun sýna fjárfestingaráform upp á 1,1 ma.kr. á árinu 2023 og um 5,6 ma.kr. á næstu fjórum árum. Að stærstum hluta er um að ræða fjárfestingu í íþróttamannvirkjum, skólum og í gatnagerð. Fyrirsjáanlegt er að fjárfestingar í átt að slíkri fjárhæð er háð sterku sjóðstreymi frá rekstri, skýrri forgangsröðun í fjárbindingu og að ytri aðstæður séu hagfelldar. Núverandi aðstæður á fjármagnsmarkaði eru t.d. þess eðlis að stór lántaka er líklega ekki hagfelld. Byggðarráð vísar áframhaldandi vinnu við drög að fjárfestingaráætlun til fyrri umræðu í sveitarstjórn en mikilvægt er að næstu skref vinnunnar feli í sér áframhaldandi mat á skuldsetningu og skulda- og rekstrarhlutföllum, svo sem í samhengi við markmiðasetningu í „Brúnni til framtíðar“.
Samþykkt með meirihluta atkvæða. LBÁ sat hjá við afgreiðslu á þessum lið.
- 31.12 2110088
[Íþróttahús - Frumhönnun](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18833#2110088)Byggðarráð Borgarbyggðar - 613 Byggðarráð samþykkir ósk byggingarnefndar um að halda áfram með þarfagreininingu og frumhönnun parkethúss.
- 31.13 2110088
[Íþróttahús - Frumhönnun](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18833#2110088)Byggðarráð Borgarbyggðar - 613 Byggðarráð samþykkir ósk byggingarnefndar um að halda áfram með frumhönnun á þeirri lausn sem nú liggur fyrir.
- 31.14 2205062
[Holtavörðuheiðarlína 1,Matsáætlun,ósk um umsögn.](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18833#2205062)Byggðarráð Borgarbyggðar - 613 Byggðarráð tilnefnir Drífu Gústafsdóttur og Loga Sigurðsson í verkefnaráð Holtavörðuheiðarlínu 1. Sem varamenn skipar byggðarráð Davíð Sigurðsson og Þóru M. Júlíusdóttur.
- 31.15 2209211
[Hafnasambandsþing 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18833#2209211)Byggðarráð Borgarbyggðar - 613 Ályktanir Hafnasambandsþings framlagðar
- 31.16 2201097
[Umsagnarmál f. Alþingi 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18833#2201097)Byggðarráð Borgarbyggðar - 613 Lagt fram
- 31.17 2201097
[Umsagnarmál f. Alþingi 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18833#2201097)Byggðarráð Borgarbyggðar - 613 Lagt fram
=== 32.Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 212 ===
2210007F
Fundargerðin framlögð.
Til máls tóku EÓT, TDH, LBÁ, EÓT, SBG, LBÁ, EÓT.
Til máls tóku EÓT, TDH, LBÁ, EÓT, SBG, LBÁ, EÓT.
- 32.1 2203124
[Kynning frá Menntaskóla Borgarfjarðar, Skólaþróunarverkefni MB - Menntun fyrir störf framtíðar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18826#2203124)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 212 Mikill vilji er hjá stofnunum að nýta sér Kviku og nú liggja fyrir drög á samningi á milli Borgarbyggðar og Menntaskóla Borgarfjaðar. Fræðslunefnd styður verkefnið og telur að það geti gagnast stofnunum Borgarbyggðar mikið.
- Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 212 Rakin var vinna við fjárhagsáætlunargerð. Sviðsstjóri fór yfir umfang málaflokksins og kynnti aðferðir og forsendur við fjárhagsáætlunarvinnuna. Áformað er að sviðsstjóri komi á ný inn á fund nefndarinnar þegar fjárhagsáætlunarvinna er komin lengra á veg.
- 32.3 2210113
[Gjaldskrár á fjölskyldusviði 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18826#2210113)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 212 Afgreiðslu liðarins frestað til næsta fundar.
- 32.4 2209024
[Baráttudagur gegn einelti 8.nóvember 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18826#2209024)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 212 Thelma Dögg Harðardóttir kynnti hugmyndir um dagskrárliði og áherslur. Nefndin var sammála um að brýn ástæða sé til að nýta daginn til að efla umræðu um málaflokkinn. Rætt var um hlutverk og samspil skóla og annarra stofnana samfélagsins. Lögð áhersla á að reynt yrði að efla þátttöku foreldra og stuðla að vakningu þeirra á meðal. Fræðslunefnd felur forvarnarteymi Borgarbyggðar að útfæra.
- 32.5 2111009
[Skólastarfið í Tónlistaskóla Borgarfjarðar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18826#2111009)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 212 Sigfríði þakkað fyrir kynningu á metnaðarfullum hugmyndum og starfi.
- 32.6 2209209
[Forvarnarteymi Borgarbyggðar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18826#2209209)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 212 Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir verkefnastjóri tómstundamála kom til fundarins. Hún fór yfir minnisblað sem lagt var fyrir velferðarnefnd um nýstofnað forvarnarteymi Borgarbyggðar. Teymið heldur utan um forvarnarmál, barnvænt samfélag og heilsueflandi samfélag. Mun teymið starfa með bæði velferðarnend og fræðslunefnd. Eftir á að skipa í stýrihóp sem starfar með teyminu. Sigríður fór yfir hvað er framundan í forvarnarmálum.
- 32.7 2210112
[Fjárhagsáætlun fyrir tómstundir 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18826#2210112)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 212 Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir sat fundinn og kynnti tómstundaverkefni á vegum sveitarfélagsins og m.a. farið yfir starfsemi Óðals og rædd hugmynd að mönnun fyrir fjárhagsáætlunarvinnu 2023. Fræðslunefnd óskar eftir nánari upplýsingum um verkefni nýs forstöðumanns Óðals og hvað felst í áformaðri viðbótarmönnun.
- 32.8 2208246
[Skólasóknarreglur 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18826#2208246)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 212 Lagðar fram til kynningar nýjar skólasóknarreglur fyrir grunnskóla Borgarbyggðar
- 32.9 2209071
[Starfsmannamál í leikskólum haust 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18826#2209071)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 212 Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs um mönnunarvanda hjá Hnoðrabóli. Ljóst er að grípa þarf til aðgerða. Nefndin samþykkir tillögu sviðstjóra um fyrirkomulag tímabundinnar skerðingar á opnunartíma. Gert er ráð fyrir að tillagan verði kynnt foreldrum og taki gildi í kjölfarið. Leitt er að grípa þurfi til þeirra ráðstafana að skerða tímabundið opnunartíma leikskólans. Fræðslunefnd vonar að hægt verði að draga þessar aðgerðir til baka sem fyrst.
- 32.10 2210115
[Innleiðing á farsæld - leikskólar í Borgarbyggð](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18826#2210115)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 212 Fræðslunefnd styður ósk sviðsstjóra fjölskyldusviðs um að bæta við hálfum skipulagsdegi hjá leikskólunum í Borgarbyggð. Mikilvægt er að innleiðing farsældarlaganna gangi vel og styður fræðslunefnd að leikskólar fái rými til þess að sinna innleiðingunni. Fræðslunefnd bendir þó á að starfsdagar eiga bæaði að nýtast til að sinna reglulegum og nýjum málefnum sem upp koma og kalla á fræðslu hjá starfsfólki leikskóla.
- 32.11 2210114
[Breyting á skóladagatali - Ugluklettur](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18826#2210114)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 212 Fræðslunefnd samþykkir að færa til einn skipulagsdag hjá Uglukletti þannig að starfsdagur sem átti að vera 2. janúar 2023 verður 18. apríl 2023.
=== 33.Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 213 ===
2210016F
Fundargerðin framlögð.
Til máls tók EÓT, LBÁ, EÓT, SBG.
Til máls tók EÓT, LBÁ, EÓT, SBG.
- Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 213 Drög að fjárhagsáætlun skólanna framlögð og helstu áskoranir í tengslum við hana ræddar. Ljóst að starfsmannamál vega þungt á komandi ári og aðlögun að styttingu vinnuvikunnar heldur áfram að vera áskorun. Skólarnir eru ólíkir en nefndin er sammála um að alls staðar einkennist gott starf af miklum metnaði. Framtíðarfyrirkomulag leikskólastarfs var rætt og fram kom áhugi meðal bæði nefndarmanna og leikskólastjóra að huga að því að leggja aukna áherslu á framtíðarsýn í leikskólamálum.
- Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 213 Drög að fjárhagsáætlun skólanna framlögð og helstu áskoranir í tengslum við hana ræddar. Nefndin sammála um að í grunnskólum Borgarbyggðar er unnið gott starf. M.a. var rætt var um svigrúm til að auka fjölbreytta fræðslu, svo sem á sviði lífsleikni og til að auka samkennd og vellíðan barna. Rætt var um hvernig efla mætti foreldrastarf og hvernig auka mætti samstarf skóla og á milli skólastiga.
- 33.3 2210280
[Umræða um innkaupastefnu mötuneyta skóla](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18831#2210280)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 213 Ekki er til staðar formleg innkaupastefna hjá mötuneytum skólanna. Hins vegar er fylgt innkaupastefnu Borgarbyggðar og rammasamningum. Ríkur vilji til að versla við framleiðendur í Borgarbyggð. Bent var á vel heppnuð innkaup af einstaka framleiðendum í héraði. Ýmsar hugmyndir ræddar til að draga úr matarsóun, en nefndin er sammála um þá meginlínu að hollusta sé lykilatriði. Lagt er til að sveitarfélagið kanni að hve miklu leyti auka megi innkaup mötuneyta á matvælum úr héraði. Óskað er eftir minnisblaði frá sveitarstjóra um þetta mál.
- 33.4 2210201
[Tilkynningarhnappur fyrir fjölskyldusviðið](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18831#2210201)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 213 Fræðslunefnd telur ástæðu til að útbúa hnapp til tilkynningar um einelti inn á heimasíðu grunnskóla Borgarbyggðar. Leggur nefndin til að sveitarfélagið skoði nánar hvernig útfæra megi slíkan hnapp svo sem m.t.t. nýrra farsældarlaga, persónuverndar ofl. Nefndin er sammála um að útfærsla verði unnin í nánu samráði við grunnskólana.
- 33.5 2210281
[Eineltisáætlanir í Borgarbyggð](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18831#2210281)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 213 Thelma Harðardóttir kynnti dæmi um lista af stórum og smáum hugmyndum að bættu samfélagi í Borgarbyggð, ekki síst til að efla virkni foreldra. Þessi listi yrði opinber og ávalt í gangi. Dæmi um verkefni eru “Bestun Borgarbyggðar" og “Það þarf heilt þorp til að ala upp barn".
- Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 213 Fræðslunefnd styður tillögu um að sett verði af stað nefnd sem fari að kanna möguleikann á stækkun við Ugluklett. Varðandi lausnir til skemmri tíma telur nefndin sig ekki hafa nógu góðar upplýsingar til að leggja mat á þeim valkostum sem koma fram í minnisblaðinu. Fræðslunefnd óskar eftir frekari gögnum fyrir næsta eða þarnæsta fund.
- 33.7 2210117
[Fjárhagsáætlun fyrir íþróttamiðstöð 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18831#2210117)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 213 Fræðslunefnd þakkar góða kynningu og gott starf í íþróttamannvirkjum Borgarbyggðar. Fræðslunefnd telur fulla ástæðu til að skoða hvernig laga megi opnunartíma sundlauga betur að nýtingu. Tekið var undir með forstöðumanni íþróttamannvirkja að mikilvægt sé að tryggja að vaktir í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi sé mannaðar þannig að hægt sé að sinna með fullnægjandi hætti gæslu í búningsklefum.
=== 34.Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 214 ===
2211003F
Fundargerðin framlögð.
Til máls tóku EÓT, SÓ, EMJ, LBÁ, EÓT, SBG.
Til máls tóku EÓT, SÓ, EMJ, LBÁ, EÓT, SBG.
- Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 214 Fræðslunefnd þakkar góða kynningu á fjárhagsáætlun Tónlistarskóla Borgafjarðar og á því metnaðarfulla starfi sem fram fer í skólanum. Í áætlun er gert ráð fyrir nokkurri hækkun á kostnaði sem er aðallega til komin af launaþróun, stjórnendakvóta og áframhaldandi uppbyggingu listfræðslu. Gert er ráð fyrir að áfram verði aukið við búnað skólans, lögð verði aukin áhersla á sýnileika starfsins, samstarf við aðra skóla í Borgarbyggð og að skólinn leiki stórt hlutverk í að aðgengi allra aldurshópa að listum og listnámi verði aukið.
- 34.2 2101082
[Skólastefna Borgarbyggðar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18837#2101082)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 214 Ingvar lagði til að stofnaður yrði starfshópur sem myndi velja punkta úr skólastefnunni til að vinna út frá og samræma aðgerðaáætlun byggða á þeim punktum. Dæmi um samsetningu slíks starfshóps væri tveir fulltrúar úr fræðslunefnd, fulltrúar tveggja skólastiga og fulltrúa frá sveitarfélaginu. Stjórnendum skóla var falið að tilnefna tvo fulltrúa og fræðslunefnd tók að sér að skipa tvo fulltrúa fyrir næsta fund fræðslunefndar. Sveitarstjóra falið að skipa fulltrúa sveitarfélagsins.
- 34.3 2211019
[Starfsumhverfi leikskóla - jól 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18837#2211019)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 214 Fræðslunefnd hefur skilning á því að starfsumhverfi í leikskólum er þrengra heldur en í grunnskólum m.t.t. sumar- og jólaleyfa. Sá munur er nú orðinn enn meira áberandi með samræmingu leyfisbréfa kennara. Í minnisblaði leikskólastjóra eru lagðar til leiðir til samræmingar t.d. með lokun leikskóla milli jóla og nýárs. Fræðslunefnd er ekki hlynnt því að Borgarbyggð velji að fara þá leið í kringum hátíðir 2022. Starfsumhverfi í leikskólum er sameiginlegt viðfangsefni íslenskra sveitarfélaga og starfsmanna leikskóla á þeirra vegum. Fræðslunefnd bendir á að Borgarbyggð vill vera samstíga öðrum sveitarfélögum þegar kemur að kjaramálum leikskólakennara og telur að samræming milli skólastiga verði helst unnin á sameiginlegum vettvangi sveitarfélaga og stéttarfélaga starfsmanna þeirra. Til að koma til móts við hugmyndir leikskólastjóra að bættu starfsumhverfi vill fræðslunefnd að skoðaður verði möguleikinn á því að lækka eða fella niður leikskóla- og fæðisgjöld þeirra sem kjósa að senda börn sín ekki í leikskóla milli jóla og nýárs og vísar þeirri útfærslu til sveitarstjóra.
- Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 214 Framlagðar frekari upplýsingar um stöðu biðlista. Fræðslunefnd telur æskilegt að ráðast í uppsetningu sem fyrst á færanlegum kennslustofum við leikskóla í Borgarnesi. Fræðslunefnd óskar eftir því við sveitarstjóra að kynna útfærslu á næsta fundi fræðslunefndar.
- 34.5 2210089
[17. júní 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18837#2210089)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 214 Fræðslunefnd telur að haga verði opnunartíma sundlauga í samræmi við líklega nýtingu og kostnað. Fræðslunefnd hefur áhyggjur af því að nýting á 17. júní réttlæti ekki kostnað. Fræðslunefnd hvetur sveitarstjóra til að skoða nánar.
- 34.6 2209225
[Ályktun UMSB um jafnt tækifæri til íþróttaiðkunar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18837#2209225)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 214 Fræðslunefnd er sammála bókun 131. fundar velferðarnefndar sem hljóðar svona: „Nefndin telur rétt að velferðarnefnd og fræðslunefnd sameinist um að halda fund með forsvarsmönnum deilda og félaga sem halda úti æfingum fyrir börn og unglinga til að fá sýn á hvaða lausn er möguleg til að öll börn sem vilja geti tekið þátt í skipulögðu íþróttastarfi.“
- 34.7 2210244
[Frumvarp til laga um skólaþjónustu](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18837#2210244)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 214 Erindi framlagt
- 34.8 2211048
[Beiðni um styrk - jólaútvarp 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18837#2211048)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 214 Fræðslunefnd hvetur sveitarstjóra til þess að kanna hvort svigrúm sé innan fjárhagsáætlunar til að mæta styrkbeiðni Nemendafélagsins. Í framhaldinu er lagt til að nemendafélagið leggi fram uppgjör til sveitarfélagsins vegna rekstrar útvarpsstöðvarinnar.
=== 35.Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 38 ===
2210006F
Fundargerðin framlögð.
Til máls tóku SÓ og TDH.
Til máls tóku SÓ og TDH.
- 35.1 2201042
[Dýravelferðarmál](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18828#2201042)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 38 Byggðarráð Borgarbyggðar fjallaði um dýravelferðarmál á 607. fundi sínum þann 1. september 2022 og Umhverfis - og landbúnaðarnefnd hélt aukafund þann 8. september 2022 til að ræða sama mál.
Á fundi nefndarinnar fóru fulltrúar MAST yfir þá verkferla sem stofnunin fylgir í dýravelferðarmálum. Í bókun nefndarinnar kom fram að nefndin telur ferlið eins og það er hjá MAST í dag vera of þungt í vöfum og telur mikilvægt að verkferlar séu skoðaðir.
Nú eru liðnar sex vikur frá því nefndin fjallaði síðast um málið og á þeim tíma hafa reglulega birst í fjölmiðlum fréttir af umræddu máli og jafnvel myndir af hrossum sem eru illa haldin og talið tvísýnt að þau lifi af veturinn. Fram hefur komið að málið er í ferli hjá MAST sem m.a. gerði kröfu um að hrossunum yrði hleypt út og að þau yrðu fóðruð með heyi samhliða.
Samkvæmt fréttum dags. 19. október voru 13 hross felld vegna óviðunandi holdastigs þeirra. Öðrum hrossum var skilað til umráðamanns en vísbendingar eru um að enn sé nokkur fjöldi hrossa í viðkvæmu ástandi og skulu njóta sérstakrar umhirðu sbr. tilkynningu á vef Matvælastofnunar dags. 19. október 2022.
Nefndin ítrekar að ferlar sem MAST vinnur eftir, virðast gefa mikið svigrúm fyrir búfjáreigendur og telur nefndin að ekki sé gengið nægjanlega hart fram í að framfylgja þeim fyrirmælum sem búfjáreigendum eru gefin í málum sem þessum.
Það er augljóst að umfjöllun um slæma meðferð á skepnum er til þess fallin að varpa neikvæðu ljósi á íslenskan landbúnað og sveitarfélagið Borgarbyggð. Þá getur umfjöllun sem þessi valdið talsverðum fjárhagslegum skaða og skaðað ímynd lands og þjóðar.
Almenningur hefur verulegar áhyggjur af afdrifum þeirra dýra sem búa við slíkar aðstæður, auk þess sem verulegrar reiði gætir í garð þeirrar eftirlitsstofnunar sem sinnir þessum málum.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar skorar á Matvælaráðuneytið, Bændasamtök Íslands og Landssamband hestamannafélaga að beita sér í þessu máli og öðrum málum er varða dýravelferð.
Nefnin felur deildarstjóra Umhverfis-og framkvæmdamála að senda bókun nefndarinnar á eftirfarandi aðila: Matvælaráðuneytið, Matvælastofnun, Bændasamtök Íslands, Landssamband hestamannafélaga og til þingmanna NV-kjördæmis.
- 35.2 2111023
[Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18828#2111023)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 38 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd felur deildarstjóra umhverfis-og framkvæmdamála að leita til Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um ráðgjöf og samræmingu við útfærslu úrgangsmála á Vesturlandi.
- 35.3 2210091
[Refa- og minkaeyðing 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18828#2210091)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 38 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd telur mikilvægt að halda áfram refaveiði í sveitarfélaginu og mikilvægt er að halda tófu í skefjum vegna fuglalífs og landbúnaðar.
Deildarstjóra Umhverfis-og framkvæmdadeildar falið að skila inn áætlun í samræmi við umræður á fundinum.
- 35.4 2110092
[Strandstígur við Borgarnes](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18828#2110092)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 38 Lagt fram til kynningar.
- 35.5 2206062
[Fjárhagsáætlun 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18828#2206062)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 38 Lögð fram til umræðu.
- Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 38 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd mun vinna tillögu að gjaldskrá í Bjarnhólum samhliða annarri gjaldskrárgerð.
- 35.7 2206070
[Umhverfisviðurkenningar 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18828#2206070)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 38 Viðurkenningar verða veittar á nóvemberfundi nefndarinnar.
- 35.8 2209240
[Snjómokstur í dreifbýli - verðfyrirspurn](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18828#2209240)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 38 Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur deild umhverfis- og framkvæmdamála að vinna áfram og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar.
- Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 38 Lagt fram.
=== 36.Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 131 ===
2210020F
Fundargerðin framlögð.
Til máls tók GLE.
Til máls tók GLE.
- 36.2 2210135
[Búsetuþjónustan](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18832#2210135)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 131 Nefndin leggur til að bætt verði við 3 stöðugildum í Búsetuþjónustuna skv. niðurstöðu framlagðrar úttektar. Þannig verði hægt að mæta þörfum þjónustuþega fyrir þann stuðning sem þeir eiga rétt á skv. lögum, þannig verði dregið úr álagi á starfsfólk og hættu á veikindum vegna álags og þannig verði hægt að draga úr launakostnaði vegna ófyrirséðrar yfirvinnu starfsmanna.
Áfram verið unnið að endurskoðun starfseminnar og er starfsmanni félagsþjónustunnar í fötlunarmálum og forstðumanni búsetuþjónustunnar falið að vinna starfsáætlun um umbótarverkefni og að bera ábyrgð á að fylgja henni eftir.
- Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 131 Nefndin samþykkir samvinnu sveitarfélaganna Hvalfjarðarsveitar og Borgarbyggðar og leggur til að sótt verði um undanþágu til mennta- og barnamálaráðuneytis frá 6000 manna íbúafjölda. Nefndin telur að þessi sveitarfélög uppfylli skilyrði sem sett eru fyrir undanþágu. Málinu vísað afgreiðslu í sveitarstjórn.
- 36.4 2210285
[Fjárhagsáætlun félagsþjónustu 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18832#2210285)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 131 Farið yfir drög að fjárhagsáætlun félagsþjónustu og helstu áskoranir ræddar.
- 36.5 2209225
[Ályktun UMSB um jafnt tækifæri til íþróttaiðkunar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18832#2209225)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 131 Nefndin telur rétt að velferðarnefnd og fræðslunefnd sameinist um að halda fund með forsvarsmönnum deilda og félaga sem halda úti æfingum fyrir börn og unglinga til að fá sýn á hvaða lausn er möguleg til að öll börn sem vilja geti tekið þátt í skipulögðu íþróttastarfi.
- 36.6 2209252
[Samþætting þjónustu við aldraða](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18832#2209252)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 131 Nefndin telur ljóst að það séu mikil tækifæri í samþættingu á þjónustu við eldra fólk og leggur til að unnið verði áfram að verkefninu í samvinnu við heilbrigðisstofnun Vesturlands Brákarhlíð og SSV. Félagsmálastjóra falið að ræða við aðila um sameiginlegan fund.
=== 37.Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 46 ===
2210018F
Fundargerðin framlögð.
Til máls tók DS.
Til máls tók DS.
- 37.1 2111243
[Gjaldskrá Skipulags- og byggingardeildar 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18834#2111243)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 46 Skipulags- og byggingarnefnd hefur farið yfir efni og grundvöll gjaldskrár skipulagsfulltrúa og telur að nægjanlega hafi verið gerð grein fyrir fjárhæðum einstakra liða í gjaldskrá. Nefndin vísar gjaldskrá skipulagsfulltrúa óbreyttri til sveitarstjórnar til samþykktar.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 46 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila breytingu á nafni landareignar L234246 úr Gömluhús í Norðtungukot.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 46 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila nafnabreytingu á landinu Sjónarhóll L216109. Mun landið heita Blikavatn sem er eitt af örmerkjum á svæðinu.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 46 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðarinnar Refsstaðir, stærð 316 ha úr landinu Signýjarstaða L134512. Lóðin verður nýtt sem Landbúnaðarland.
- 37.5 2109036
[Berg L179730 - umsókn um stofnun lóðar - Melaleiti](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18834#2109036)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 46 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðarinnar Melaleiti, stærð 9166 fm úr landinu Berg L179730. Lóðin verður nýtt sem sumarbústaðaland.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 46 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðanna Hólar 3 og Hólar 5, úr landinu Munaðarnesland Hólar L194365. Hólar 3 verða 11524 fm og Hólar 5 verða 9677 fm. Lóðirnar verða settar í notkunarflokkinn sumarbústaðarland.
Einnig leggur nefndin til við sveitarstjórn að heimila nafnabreytingu á lóðinni Munaðarnesland Hólar L194365 í Hólar 1.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 46 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila samruna lóðanna Engjaás 2, 4, 6 og 8 í eina Engjaás 2-8 (lnr. 135761) sem verður þá 87469 fm að stærð. Lóðin verður nýtt sem iðnaðar og athafnalóð. Nefndin kallar eftir frekari gögnum til að geta tekið afstöðu um stækkun lóðar.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 46 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar sem felst í minnkun á frístundasvæði Galtarholts II (F32) um 1,3 ha. Breytingin er gerð samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaðan skal auglýst og breytingin send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
- 37.9 2109082
[Húsafell 1 og Bæjargil - deiliskipulagstillaga](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18834#2109082)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 46 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010, að teknu tilliti til athugasemda skipulagsfulltrúa sem fram komu á fundinum. Breytingar voru gerðar á tillögunni með tilliti til umsagna sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum. Aðalskipulagsbreyting verður lögð fram fyrir sveitarstjórn samhliða samþykkt deiliskipulagsins.
- 37.10 2109181
[Vallarás - Breyting á deiliskipulagi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18834#2109181)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 46 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.
- 37.11 2210088
[Signýjarstaðir sumarhús - Breyting á deiliskipulagi -](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18834#2210088)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 46 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynnt verði óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sumarbústaðaeigendum í götunum Ystumóar, Hrísmóar, Miðmóar og Fremstumóar, að teknu tilliti til athugasemda skipulagsfulltrúa.
- 37.12 2210293
[Galtarholt II - Umsókn um deiliskipulagsbreytingu](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18834#2210293)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 46 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja til auglýsingar framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar Galtarholti 2 í Borgarbyggð frá árinu 2004 m.s.br. Lagður var fram uppdráttur dags. 28.10.2022. Aðalskipulagsbreyting er gerð samhliða. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 46 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 46 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum.
- 37.15 2208128
[Innra-Fell - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18834#2208128)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 46 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. 3. mgr. sömu greinar er skipulagsnefnd heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 46 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. 3. mgr. sömu greinar er skipulagsnefnd heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar.
- 37.17 2210173
[Ásvegur 12 L174790 - Umsókn um byggingarleyfi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18834#2210173)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 46 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir lóðarhöfum á Ásvegi 5, 7 og 10.
- 37.18 2211008
[Umsókn um framkvæmdaleyfi - ljósastaurar við göngustíga](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18834#2211008)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 46 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða framkvæmd fyrir lóðarhöfum að Túngötu 26(Svíri), 27(Andabær) og 28(Álfhóll).
- 37.19 2207058
[Raðhólar L211822 - Fyrirspurn um framkvæmd](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18834#2207058)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 46 Skipulags- og byggingarnefnd telur að fyrirhugðu framkvæmd sé framkvæmdaleyfisskyld skv. 5. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.
Skipulags- og byggingarnefnd vil einnig minna á að fyrir öllum framkvæmdum sem hafa áhrif á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku þarf framkvæmdaleyfi, s.s. vegna vegagerðar, framræslu lands eða efnistöku úr landi.
- 37.20 2209115
[Hótel Varmaland - Fyrirspurn um skipulag](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18834#2209115)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 46 Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir nánari útlistun á fyrirhugaðri byggingu og skipulagi á umræddum reit en tekur fram að óski málsaðili eftir umræddum tveimur lóðum þurfi að greiða fyrir þær samkvæmt gjaldskrá.
- 37.21 2003217
[Dílatangi í Borgarnesi, tillaga að deiliskipulagi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18834#2003217)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 46 Frestað til aukafundar skipulags- og byggingarnefndar.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 46 Skipulags- og byggingarnefnd telur að um tilkynningarskylda framkvæmd sé að ræða sbr. gr. 2.3.6. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br. sem segir að framkvæmd skuli vera í samræmi við skipulag og önnur ákvæði reglugerðarinnar eins og við á hverju sinni.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að ekki sé unnt að heimila framlagða umsókn þar sem ekki er fjallað um rannsóknarmöstur í Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 og auk þess er ekki deiliskipulag af svæðinu eins og áskilið er í grein 2.3.6 í byggingarreglugerð og felur byggingarfulltrúa að synja umsókninni. Í heildarendurskoðun aðalskipulags verður tekin afstaða til slíkra mannvirkja, en taka ber fram að málsaðila er frjálst að gera tillögu að breytingu á aðalskipulagi og leggja fram deiliskipulag um svæðið samhliða því. Vakin er athygli á því að málsaðilar hafa kærurétt varðandi synjun byggingarfulltrúa til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá því að aðila máls var tilkynnt um stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011.
- 37.23 2002119
[Endurskoðun ASK 2010-2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18834#2002119)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 46 Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlögð útboðsgögn og felur skipulagsfulltrúa að ganga til útboðs samkvæmt framlögðum gögnum í samvinnu við Ríkiskaup. Gert er ráð fyrir að vinna verktaka við aðalskipulag geti hafist við upphaf næsta árs.
- 37.24 2210012F
[Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 202](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18834#2210012F)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 46 Lögð er fram fundargerð 202. fundar byggingarfulltrúa.
=== 38.Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 40 ===
2210009F
Fundargerðin framlögð.
Til máls tóku EMJ, LBÁ, EMJ, EÓT og EMJ.
Til máls tóku EMJ, LBÁ, EMJ, EÓT og EMJ.
- 38.1 2112089
[Skýrsla samskiptastjóra](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18835#2112089)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 40 Nefndin þakkar fyrir yfirferðina á þeim verkefnum sem eru til meðferðar hjá samskiptastjóra.
- 38.2 2105196
[Upplýsingamiðstöðin í Ljómalind](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18835#2105196)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 40 Nefndin samþykkir að veita Ljómalind áframhaldandi fjárhagsstuðning vegna upplýsingamiðstöðvar Borgarbyggðar árið 2023 með fyrirvara um samþykki fjárhagsáætlunar á sveitarstjórnarfundi í desember.
Árið 2023 er síðasta árið sem nefndin ætlar að veita fjárhagsstuðning í þetta verkefni. Nefndin vill skoða aðrar leiðir til þess að koma upplýsingum áleiðis til ferðamanna.
Nefndin þakkar starfsfólki Ljómalindar fyrir gott starf undanfarin ár.
Nefndin felur samskiptastjóra að gera samning við Ljómalind í lok árs þegar fjárhagsáætlunin fyrir árið 2023 hefur verið staðfest.
- Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 40 Framlögð umsókn uppfyllir skilyrði reglna um samstarfssamninga vegna hátíða og því samþykkir nefndin að veita hátíðinni samstarfssamning með fyrirvara um samþykki fjárhagsáætlunar á sveitarstjórnarfundi í desember.
Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd felur samskiptastjóra að gera samning við forsvarsmenn hátíðarinnar í byrjun árs 2023 og í framhaldinu fela byggðarráði að staðfesta hann.
- 38.4 2210183
[Viljayfirlýsing héraðsskjalavarða](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18835#2210183)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 40 Nefndin fagnar þeirri tillögu að koma upp sameiginlegu móttökuveri allra héraðsskjalasafna á Íslandi. Um er að ræða mikið framfaraskref í átt að varðveita rafræn skjöl sveitarfélaga.
Það er hagur allra sveitarfélaga að vinna saman að lausn sem nýtist öllum héraðsskjalasöfnum landsins líkt og kemur fram í viljayfirlýsingunni.
Nefndin ætlar að fylgjast með þróun mála.
- 38.5 2210186
[Safnaráð Íslands](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18835#2210186)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 40 Nefndin þakkar Þóru Björk Ólafsdóttur fyrir góða og mikilvæga yfirferð á starfsemi safnaráðs.
Þórunn Kjartansdóttir forstöðumaður menningarmála sat undir þessum lið.
- 38.6 2209147
[Aðventuhátíð 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18835#2209147)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 40 Ákveðið hefur verið að aðventuhátíðin árið 2022 fari fram með hefðbundnum hætti en þó með fáeinum nýjungum.
Nánari dagskrá verður kynnt þegar nær dregur, en undirbúningur er í fullum gangi.
Þórunn Kjartansdóttir sat undir þessum lið.
- Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 40 Nefndin þakkar Bjarna Þorsteinssyni fyrir komuna á fundinn.
Nefndin telur mikilvægt að fagna þessum merkilega áfanga á komandi ári og samþykkir að setja saman starfshóp sem gegnir því hlutverki að sjá um undirbúning afmælishátíðarinnar með fyrirvara um samþykki byggðarráðs.
Þórunn Kjartansdóttir sat undir þessum lið.
- 38.8 2110086
[Samstarfsaðild Markaðsstofu Vesturlands](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18835#2110086)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 40 Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd samþykkir að endurnýja samstarfssamninginn við Markaðsstofu Vesturlands að upphæð 35.000 kr. plús vsk. fyrir árið 2023.
- 38.9 2202196
[Markaðsmál 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18835#2202196)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 40 Nefndin fagnar því að markaðsherferðin í sumar hafi náð tilsettum árangri. Lögð var áhersla á sýnileika á ljósvakamiðlum landsins ásamt samfélagsmiðlum. Tölfræðin sýnir að myndbönd náðu betri tíðni heldur en myndefni, þá sérstaklega á samfélagsmiðlum.
Nefndin ræddi einnig um markaðsherferðina á næsta ári og ætlar að huga að kynningarefni strax í upphafi næsta árs.
- 38.10 1910025
[Atvinnumál í Borgarbyggð](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18835#1910025)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 40 Nefndin hvetur atvinnurekendur í Borgarbyggð til þess að skrá sig á súpufundinn þann 15. nóvember nk.
Um er að ræða góðan og mikilvægan vettvang til þess að koma saman og eiga samtal um hvernig hægt er að hlúa að fyrirtækjum sem starfa í Borgarbyggð.
Dagskráin kemur út í þessari viku.
- 38.11 2209027F
[Menningarsjóður Borgarbyggðar - 35](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18835#2209027F)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 40 Fundargerð framlögð.
=== 39.Tímasetning sveitarstjórnarfundar í desember ===
2211060
Umræða um tímasetningu sveitarstjórnarfundar í desember.
Forseti sveitarstjórnar leggur fram tillögu um að næsta sveitarstjórnarfundi verði flýtt til 7. desember kl. 16:00.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið - kl. 19:30.
"Sú fjárhagsáætlun sem lögð er fram til fyrri umræðu hér í dag fyrir árið 2023 og fjárheimildir áranna 2024 - 2026, bera því miður með sér dapra framtíðarsýn fyrir okkar ágæta sveitarfélag. Gert er ráð fyrir fjárfestingum upp á rúmlega 5 milljarða á fjórum árum sem er vel, en algjörlega án þess að máta þau loforð við fjárhag sveitarfélagsins eins og ber að gera samkvæmt lögum. Áætlað er að taka nánast allar fjárfestingar að láni, þrátt fyrir að einstaklega óhagkvæmt sé að taka lán nú, þar sem verðbólga er tæplega 10% og erfitt að meta áhrif lausra kjarasamninga á fjárhag sveitarfélagsins næstu ár.
Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga þar sem kveðið er á um viðmiðanir um afkomu og fjárhagsstöðu sveitarfélaga kemur fram skylda sveitarstjórnar til að sjá til þess að rekstri, fjárfestingum og ráðstöfun eigna og sjóða sé þannig hagað á hverjum tíma að sveitarfélagið muni til framtíðar geta sinnt skyldubundnum verkefnum sínum. Þá er skylt sbr. 2. mgr. 64. gr. að fullnægja framangreindum skilyrðum með því að sjá til þess að samanlögð útgjöld til rekstrar samstæðu A- og B- hluta mega ekki vera hærri en samanlagðar tekjur samstæðunnar á hverju þriggja ára tímabili. Þarna er kveðið á um svokallaða jafnvægisreglu sveitarfélaga.
Með lögum nr. 25/2020 var svo bætt við bráðabirgðaákvæði sem kveður á um að við rekstur sveitarfélags þurfi sveitarstjórn ekki að fullnægja framangreindum tveimur skilyrðum sem kveðið er á um í 2. mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga við rekstur sveitarfélags árin 2020, 2021 og 2022, en undanþágan tekur einnig til tímabilsins til ársins 2025. Ef horft er til skýringa við frumvarp frá árinu 2021, um framlengingu á bráðabirgðaákvæði við sveitarstjórnarlög nr. 138/2011 er sérstaklega áréttað í athugasemdum við 2. gr. frumvarpsins þar sem fjallað er um tilurð breytinganna, að gert sé ráð fyrir að á árinu 2026 þurfi rekstur sveitarfélaga að vera þannig að hann fullnægi skilyrðum jafnvægisreglunnar.
Samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir Borgarbyggð skilar samstæða A og B hluta Borgarbyggðar neikvæðri rekstrarniðurstöðu á árunum 2022, 2023, 2024, 2025 og 2026 þ.e öll árin sem áætlunin tekur til. Það gerir samtals tæplega 800 milljónir yfir allt tímabilið. Þar með er ljóst að ef undanþáguheimildin frá jafnvægisreglu væri ekki í gildi þá má færa fyrir því rök að brotið væri á jafnvægireglunni, að minnsta kosti fara mörg rauð flögg á loft.
Ef aðeins er horft til þess tímabils sem tekur til áranna 2024, 2025 og 2026, sem eru þau ár þar sem áætlað er að jafnvægisreglan taki aftur gildi þá er rekstrarhallinn á A og B hluta tæplega 600 milljónir. Þá verður skuldahlutfall sveitarfélagsins komið upp í 155% við lok tímabilsins en eðli máls samkvæmt má gera ráð fyrir að reksturinn sé orðinn frekar þungur þegar staðan er með þeim hætti.
Þá vekur það furðu að ekki sé verið að reyna að haga þeirri áætlun sem lögð er fram hér í dag, með þeim hætti að hún uppfylli þessi lögbundnu viðmið. Sérstaklega í ljósi samskipta sveitarfélagsins við eftirlitsnefnd sveitarfélaga í júní á þessu ári. En með bréfi dags. 22. júní sl. tilkynnti Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga fulltrúum Borgarbyggðar að sveitarfélagið uppfylli ekki lágmarksviðmið varðandi rekstrarniðurstöðu 2021 og að framlegðin sé undir lágmarksviðmiðum m.v. skuldaviðmið.
Sérstaklega var bent á í bréfinu að árið 2026 þyrfti sveitarfélagið að uppfylla skilyrði laganna þrátt fyrir þá undanþáguheimild um frávik sem eru í gildi nú. Vekur það athygli að ekkert virðist vera horft til athugasemda frá eftirlitsnefndinni í fjárhagsáætlun Framsóknarmanna í því skyni að bregðast við athugasemdum eftirlitsnefndarinnar. Það er bara aukið í, bæði í rekstrarútgjöldum, fjárfestingu og síðast en ekki síst lántöku.
Því til frekari rökstuðnings þarf ekki annað en að horfa til greinargerðar með þeirri fjárhagsáætlun sem lögð er fram hér í dag til fyrri umræðu en hún er sett fram með alls konar fyrirvörum. Þar kemur fram að allar fjárfestingar sem ráðast á í, á að fjármagna með lánsfé. Á árinu 2023 á að fjárfesta fyrir 1.106 milljónir króna en taka lán fyrir 1.170 milljónir króna eða um 70 milljónum krónum meira en fjárfestingar ársins kveða á um. Ef farið er í alla þá lántöku sem til þarf miðað við fjárfestingaráætlun í heild má gera ráð fyrir að skuldahlutfallið verði um 155% árið 2026 og afborgarnir lána, sem nú eru um 342 milljónir króna munu fara upp í 603 milljónir króna.
Ákvarðanafælni Framsóknarmanna er slík að þau eru frekar tilbúin að virða að vettugi ábendingar frá eftirlitsnefnd og viðmiðunarreglur laga, en að setjast niður og fara í þá vinnu sem þarf þ.e. forgangsraða verkefnum og gera raunhæfa fjárhagsáætlun. Það er erfitt að horfast í augu við þá staðreynd að þau loforð sem gefin voru í aðdraganda kosninga hafa hreinlega verið allt of mörg, alltof of umfangsmikil og langt frá því að vera raunhæf.
Ljóst er að nauðsynlegt að fara í mikla vinnu við fjárhagsáætlun á milli umræðna. Undirrituð skora á Framsóknarflokkinn að axla ábyrgð á stöðunni og tryggja sjálfbærni í rekstri burt séð frá þeim undanþágum sem eru veittar tímabundið í lögunum.
Nú þarf að sýna ráðdeild í rekstri, forgangsraða verkefnum með áherslu á lögbundið hlutverk sveitarfélagsins og í takti við reglur laganna. Styrk staða sveitarsjóðs er forsenda uppbyggingar, bæði á innviðum og samfélagsins alls. Það er ekkert að því að biðja um hjálp ef verkefnið er framsóknarmönnum ofviða en í því skyni og bjóða fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn fram krafta sína í þá vinnu."
Forseti ber upp tillögu um álagningu útsvars:
Sveitarstjórn Borgarbyggðar leggur til að álagning útsvars í Borgarbyggð á árinu 2023 verði 14,52% af tekjum.
Samþykkt samhljóða.
Forseti ber upp svohljóðandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2023 - 2026 til síðari umræðu.
Samþykkt með meirihluta atkvæða, hjá sitja LBÁ, SG, BB og TDH.
Til máls tóku: SBG, SG, TDH, DS, LBÁ, GLE, LBÁ, SG.