Húnaþing vestra
Fjallskilastjórnir - Fjallskilastjórn Miðfirðinga
= Fjallskilastjórn Miðfirðinga =
Fjallskilastjórn Miðfirðinga fjallskilastjórnar haldinn fimmtudaginn 10. nóvember 2022 kl. 20:00 að Staðarbakka, Miðfirði.
Fundarmenn
Þórarinn Óli Rafnsson formaður, Pétur Hafsteinn Sigurvaldason og Valgerður Kristjánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Valgerður Kristjánsdóttir
Dagskrá:
**1. Unnið að álagningu fjallskila**. Fjallskilaskylt er allt sauðfé, veturgamalt og eldra, og hross. Þó ekki hross allt að 5 á lögbýli enda gangi þau í heimahögum. Lamsverð er ákveðið 15.003,- kr. Ákveðið að hækka verð á einingu um 5%. Þá verður álagning á sauðfé 115 kr og hross 808 kr og landverð er 1,8%. **2. Leiga á hesthúsum og landi hækkar skv. Neysluvísitölu um 5% og er sú sama á alla leigusala.** **3. Almennar umræður um fyrirkomulag á réttum næsta haust.** Einnig rætt um girðingar.
• Hross 2022 eru 1194 og gjaldskyld 941.
• Ær 2022 eru 11.490 voru 11.730 árið áður.
Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 22:30.
Valgerður Kristjánsdóttir fundarritari
Þórarinn Óli Rafnsson
Pétur Hafsteinn Sigurvaldason