Kaldrananeshreppur
Sveitarstjórnarfundur 13. nóvember 2022
==
==
[ Sveitarstjórnarfundur 13. nóvember 2022](/stjornsyslan/fundargereir/507-sveitarstjornarfundur-13-november-2022)
- Details
- Mánudagur, 14 nóvember 2022 14:45
Sunnudaginn 13. nóvember 2022 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 6. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Ísabella Benediktsdóttir, Hildur Aradóttir, Franklín B. Ævarsson og Sunna Einarsdóttir.
Oddviti setti fund kl. 20:00.
Hildur Aradóttir ritar fundargerð á tölvu.
Oddviti leitar afbrigða og tekur fyrir kauptilboð í Aðalbraut 8.
**Dagskrá 6. fundar:**
- Fundargerð 5. sveitarstjórnarfundar 19.10.2022
- Fundargerðir nefnda
- Aðrir fundir
- Deiliskipulagsbreyting Ásmundarness
- Framkvæmdir 2023
- Hitaveita í Bjarnarfirði
- Tilboð Ásgarðs upp á sérfræðiþjónustu við framkvæmd skólastarfs
- Umsókn um byggingarleyfi
- Beiðni um þátttöku sveitarfélaga við þróun aðlögunaraðgerða vegna loftlagsbreytinga
- Beiðni Strandapóstsins
- Styrktarbeiðni Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð
- Kauptilboð í Aðalbraut 8
**Fundargerð:**
Fundargerð 5. sveitarstjórnarfundar 19.10.2022.Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerðir nefnda Engar fundargerðir lágu fyrir.
Aðrir fundir
- Samband íslenskra sveitarfélaga, 914. fundur stjórnar, 12.10.2022.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
- Stjórnarfundur Sorpsamlags Strandasýslu, 24.10.2022.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
Deiliskipulagsbreyting ÁsmundarnessKaldrananeshreppi barst bréf frá Skipulagsstofnun varðandi deiliskipulagsbreytingu Ásmundarness í Bjarnarfirði. Skipulagsstofnun fer yfir nokkra punkta sem huga þarf að áður en sveitarstjórn getur birt auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins.
Bréf frá Skipulagsstofnun lagt fram.
Sveitarstjórn hefur borist lagfært deiliskipulag og sveitarstjórn staðfestir breytingar á deiliskipulagi og felur Skipulagsfulltrúa að senda samþykkt deiliskipulag til Skipulagsstofnunnar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Borið upp og samþykkt.
Framkvæmdir 2023Sveitarstjórn ræðir þær framkvæmdir sem huga þarf að á árinu 2023.
Þær framkvæmdir sem ræddar voru:
- Ný borhola Hitaveitu Drangsness
- Viðhald Grunnskólans á Drangsnesi
- Viðhald Gvendarlaugar hins góða
- Viðhald Sundlaugarinnar á Drangsnesi
- Viðhald við heitu pottana á Drangsnesi
- Nýbyggingar fasteigna í hreppnum
- Nýbygging Björgunarmiðstöðvar
- Framkvæmdir vegna viðhalds á höfnum
- Innviði sumarbústaðahverfis Klúku
- Opnun leikskólans Krakkaborgar og rekstur
Framkvæmdir ræddar og vísað til vinnu vegna fjárhagsáætlunar 2023.
Borið upp og samþykkt.
Hitaveita í BjarnarfirðiÁ 5. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var 19. október sl. var samþykkt að taka tilboðum frá Ísrör ehf. í kaldavatns- og heitavatnsrör sem part af veitukerfi Klúkulóða í Bjarnarfirði.
Sveitarstjórn vill kanna áhuga fasteignareigenda í Bjarnarfirði hvort vilji sé að fá hitaveitu í fasteignir sínar frá borholu í Klúku.
Hitaveita í Bjarnarfirði lögð fram til kynningar.
Þjónustufulltrúa falið að senda umræddum fasteignareigendum í Bjarnarfirði bréf þess efnis.
Borið upp og samþykkt samhljóða.
Tilboð Ásgarðs upp á sérfræðiþjónustu við framkvæmd skólastarfsÁsgarður býður upp á sérfræðiþjónustu við framkvæmd skólastarfs í grunnskólum þar sem meginviðfangsefnið og yfirskrift er gjarnan að framkvæma þá stefnu stjórnvalda sem birtist í aðalnámskrá grunnskóla.
Í samkomulagi Ásgarð og Kaldrananeshrepps væri unnið eftir þeim áherslum að sýn og stefna sveitarfélagsins sé skýr, Fræðslunefnd fái stuðning við að styðja við skólamál, að fjármagns sé vel nýtt og að skólastarf uppfylli skilyrði skólastefnu sveitarfélagsins.
Tilboð lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn ákveður að fá fund með skólastjóra Grunnskóla Drangsness til að ræða fræðslumál sveitarfélagsins.
Þjónustufulltrúa falið að finna fundartíma sem hentar og boða til fundar ásamt fræðslunefnd.
Borið upp og samþykkt samhljóða.
Umsókn um byggingarleyfiÓskað er eftir byggingarleyfi í landi Hellu fyrir íbúðar og geymsluhúsnæði.
Sveitarstjórn tekur vel í beiðnina.
Sveitarstjórn vísar beiðni til Byggingar-, skipulags- og umhverfisnefndar ásamt byggingarfulltrúa.
Borið upp og samþykkt samhljóða.
Beiðni um þátttöku sveitarfélaga við þróun aðlögunaraðgerða vegna loftlagsbreytingaSérstök aðgerð hefur verið skilgreind í núgildandi Byggðaáætlun 2022-2023 og snýr hún að því að móta heildstæða nálgun íslenskra sveitarfélaga að aðlögun að loftlagsbreytingum. Aðgerðin er á ábyrgð Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins og er framkvæmd í samstarfi við Byggðastofnun, Skipulagsstofnun, Skrifstofu loftlagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands.
Á grundvelli aðgerðarinnar er óskað eftir þátttöku nokkurra sveitarfélaga við að móta aðferðarfræði fyrir sveitarfélög til þess að bregðast við afleiðingum loftlagsbreytinga.
Beiðni lögð fyrir.
Sveitarstjórn ákveður að taka ekki þátt í verkefninu að svo stöddu.
Borið upp og samþykkt samhljóða.
Beiðni StrandapóstsinsHreppnum barst fyrirspurn frá ritnefnd Strandapóstsins þar sem athugað er hvort áhugi værir fyrir því að kaupa heilsíðuauglýsingu í Strandapóstinum, sem kemur út í vor. Heilsíða kostar 26.000 kr.-
Beiðni lögð fyrir.
Sveitarstjórn ákveður að taka tilboðinu og felur Kristínu Einarsdóttur að sjá um auglýsinguna sem segir frá þjónustu í sveitarfélaginu.
Styrktarbeiðni Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðLjósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð sendir hreppnum styrktarbeiðni og vill kanna áhuga sveitarfélagsins hvort það sjá sér fært um að styðja við útgáfu Ljósablaðsins 2022.
Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Hægt er að velja um þrjá styrki en þeir eru vefborði með hlekk að upphæð 50.000kr.-, merki fyrirtækisins að upphæð 25.000kr.- og kveðja með hlekk að upphæð 10.000kr.-
Styrktarbeiðni lögð fyrir.
Sveitarstjórn ákveður að samþykkja ekki styrktarbeiðni Ljóssins.
Borið upp og samþykkt.
Kauptilboð í Aðalbraut 8Kaldrananeshreppi barst kauptilboð í Aðalbraut 8 á Drangsnesi. Tilboðið hljóðar upp á 7.000.000kr.-
Kauptilboð lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn ákveður að taka tilboðinu ekki að svo stöddu og ætlar að skoða áhrif þess ef eignin yrði seld upp á áform um leikskólarekstur.
Borið upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið klukkan 21:30