Kópavogsbær
Skipulagsráð - 131. fundur
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. september 2022 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 16. september 2022 þar sem umsókn Kristjáns Georgs Leifssonar f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs meið tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í breytingunni felst að bílgeymsla á norðausturhluta lóðarinnar stækkar um 13,5 m til suðurs og hækkar um 0,9 metra.
Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,30 í 0,32 við breytinguna. Samþykki lóðarhafa Skjólbrautar 6, Borgarholtsbrautar 5 og 7 liggur fyrir.
Uppdrættir í mælikvarða 1:100 dags. 14. ágúst 2022.
Samþykkt var með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Skjólbrautar 5, 6, 7, 10, Borgarholtsbrautar 5, 7 og 9.
Kynningartíma lauk 28. október 2022, engar athugasemdir bárust.