Mosfellsbær
Menningar- og lýðræðisnefnd - 1
==== 15. nóvember 2022 kl. 16:30, ====
2. hæð Reykjafell
== Fundinn sátu ==
- Hrafnhildur Gísladóttir (HG) formaður
- Helga Möller (HM) aðalmaður
- Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
- Jakob Smári Magnússon (JSM) aðalmaður
- Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) áheyrnarfulltrúi
- Kristján Erling Jónsson (KEJ) áheyrnarfulltrúi
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varamaður
- Auður Halldórsdóttir ritari
== Fundargerð ritaði ==
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026 ==
[202206736](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/malsnumer/202206736#0smxaqyfje60f7k3y-w7bq1)
Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 fyrir menningarmál frá fyrri umræðu bæjarstjórnar.
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 9. nóvember lögð fram og rædd. Auður Halldórsdóttir forstöðumaður bókasafns og menningarmála kynnti.
== 2. Samþykkt fyrir menningar- og lýðræðisnefnd ==
[202211061](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/malsnumer/202211061#0smxaqyfje60f7k3y-w7bq1)
Ný samþykkt fyrir menningar- og lýðræðisnefnd lögð fram.
Ný samþykkt fyrir menningar- og lýðræðisnefnd lögð fram og rædd.
== 3. Tillaga D lista í menningar- og nýsköpunarnefnd um starfsemi Hlégarðs ==
[202211162](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/malsnumer/202211162#0smxaqyfje60f7k3y-w7bq1)
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í menningar- og nýsköpunarnefnd um starfsemi Hlégarðs.
Fulltrúar Samfylkingar og Framsóknar í menningar- og lýðræðisnefnd leggja fram svohljóðandi bókun:
Eins og fram kemur í tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í menningar- og lýðræðisnefnd liggur ekki fyrir hvaða starfsemi húsið á að hýsa og hver á að sjá um rekstur þess. Sú stefnumótun er yfirstandandi og því ekki tímabært að taka afstöðu til fyrirliggjandi tillögu fyrr að þeirri vinnu lokinni.
== 4. Tillaga Vina Mosfellsbæjar um opnun safns í Mosfellsbæ ==
[202211179](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/malsnumer/202211179#0smxaqyfje60f7k3y-w7bq1)
Lögð fram tillaga fulltrúa Vina Mosfellsbæjar í menningar- og lýðræðisnefnd um grundvöll þess að ræða möguleika á opnun safns sem gerir sögu Mosfellsbæjar hátt undir höfði.
Fulltrúar Samfylkingar og Framsóknar í menningar- og lýðræðisnefnd leggja fram svohljóðandi bókun:
Í menningarstefnu Mosfellsbæjar sem samþykkt var árið 2020 er eitt verkefna að skoða möguleikann að koma upp vísi að söfnum sem gerðu skil sögu ullar og hernáms í því sem áður var í Mosfellssveit. Í aðgerðaráætlun sem fylgir stefnunni er lagt til að þessi vinna fari fram í lok gildistíma stefnunnar sem er eftir mitt ár 2024.