Grindavíkurbær
Bæjarstjórn - Fundur 529
08.06.2022 - Slóð
**529. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 7. júní 2022 og hófst hann kl. 15:00.**
**Fundinn sátu:**
Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, aðalmaður, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður. Gunnar Már Gunnarsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Hulda Kristín Smáradóttir, varamaður.
**Einnig sátu fundinn**: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. **Fundargerð ritaði:** Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Aldursforseti bæjarstjórnar, Hjálmar Hallgrímsson, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
**Dagskrá:** **1. Sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022 - niðurstöður - 2205185**
Til máls tók: Hjálmar.
Fundargerðir kjörstjórnar vegna sveitarstjórnarkosninga þann 14. maí síðastliðinn lagðar fram til kynningar. Á kjörskrá voru 2.527 einstaklingar, atkvæði greiddu 1.623, auðir seðlar voru 20 og 2 seðlar voru ógildir. Kjörsókn var 64,23%.
Niðurstöður kosninganna voru eftirfarandi:
B-listi 324 atkvæði, eða 20,24% og 1 mann kjörinn
D-listi 397 atkvæði, eða 24,80% og 2 menn kjörna
M-listi 519 atkvæði, eða 32,42% og 3 menn kjörna
S-listi 149 atkvæði, eða 09,31% og engan mann kjörinn
U-listi 212 atkvæði, eða 13,24% og 1 mann kjörinn
**2. Málefnasamningur B-, D- og U-lista 2022-2026 - 2205248**
Til máls tóku: Hjálmar og Hallfríður.
Málefnasamningur D- B- og U-lista fyrir kjörtímabilið 2022-2026 lagður fram.
Málefnasamningur D-, B- og U-lista kjörtímabilið 2022-2026
Kjörnir fulltrúar Framsóknar (B), Sjálfstæðisflokks (D) og Raddar unga fólksins (U) munu vinna sem ein heild og starfa saman í vinnu sinni fyrir Grindavíkurbæ.
Áhersla verður lögð á að allir kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn séu vel upplýstir um mál sem koma til umfjöllunar og eða afgreiðslu áður en ákvarðanir eru teknar.
Uppbygging framundan
Grindavíkurbær er í örum vexti með uppbyggingu í Hlíðarhverfinu sem verður nýjasta hverfi okkar Grindavíkinga. Rekstur bæjarfélagsins hefur gengið vel og eiginfjárstaða góð, samkvæmt áætlun munu þau metnaðarfullu verkefni sem eru í vinnslu nota þá fjármuni sem bæjarfélagið á.
Það er fyrirséð að þó nokkur fólksfjölgun muni verða samhliða uppbyggingu Hlíðarhverfis og því nauðsynlegt að styðja við uppbyggingu innviða og þjónustustigs í Grindavík í samræmi við íbúafjölda. Þó þarf einnig að tryggja trausta fjármálastjórn og reyna að halda kostnaði á íbúa í lágmarki.
Nýr meirihluti Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og Raddar unga fólksins mun leiða metnaðarfull verkefni á næstu árum í góðu samstarfi við minnihluta og íbúa Grindavíkurbæjar. Grindavík er gott bæjarfélag, saman munum við hugsa til framtíðar og stefna hátt til að gera góðan bæ enn betri.
Forgangsverkefni
Meirihluti, B, D og U eru sammála um að þrýsta þurfi á:
- Afhendingaröryggi rafmagns og hringtengja Grindavíkurbæ.
- Öryggi vatnsbóla og að vatnsvernd verði með besta móti í Grindavík.
- Stjórnvöld varðandi Heilsugæslu og varnargarða.
Jafnframt verði leitast við að innleiða nýjungar í stjórnsýslu sem miða að því að auka
skilvirkni og efla þjónustustig.
Verkefni sem eru á áætlun:
Félagsaðstaða eldri borgara
Verkefnið er í vinnslu og leggur meirihluti upp með gott samstarf við eldri borgara í þróun félagsaðstöðunnar og mótunar á tómstundastefnu. Markmiðið er að taka aðstöðuna í notkun fyrir lok árs 2024.
Leikskóli í Hlíðarhverfi
Nýr 6 deilda leikskóli, þar sem lagt er upp með að tryggja börnum aðgang frá 12 mánaða aldri, strax að loknu fæðingarorlofi. Verkefnið er tilbúið til útboðs og verður unnið í samræmi við eftirspurn. Stuðningur verður veittur til leikskólanna Króks og Lautar með innleiðingu ungbarnadeilda þar einnig.
Gatnagerð í Hlíðarhverfi
Verkefnið er í vinnslu og er skipulag nú áfangaskipt. Meirihluti er sammála að áfangaskiptingin taki mið af eftirspurn og verði úthlutað lóðum eftir henni.
Viðhald eigna
Meirihluti er sammála um mikilvægi þess að sinna viðhaldi eigna Grindavíkurbæjar til dæmis klæðning á Grunnskólanum við Ásabraut, viðhald leikvalla og íþróttamannvirkja.
Fráveita Grindavíkurbæjar
Verkefnið við fráveitumál bæjarfélagsins er í vinnslu og er áfangaskipt. Meirihluti er sammála um að halda þeirri vinnu áfram samkvæmt áætlun.
Deiliskipulag íþróttasvæðis
Verkefnið er í vinnslu og er nú þegar hafin stefnumótun við framtíðarskipulag íþróttasvæðisins ásamt grunnhönnun nýrrar sundlaugar. Meirihluti leggur upp með að skipulagið sé langtímaverkefni þar sem ný sundlaug sé í forgangi. Forgangsröðun verkefna verður unnin í samvinnu við UMFG til dæmis ákvörðun um gervigras, tengingu við Hópið, möguleika á frístundarstarfi og ungmennahúsi.
Meirihluti er sammála að leggja til tímaáætlun verkefna næstu 4 ára
Fyrri hluti kjörtímabilsins
- Ráðning mannauðsstjóra - Markmið er stuðningur við starfsfólk Grindavíkurbæjar og bæting vinnuumhverfis sem skilar sér í bættri þjónustu til íbúa.
- Í upphafi kjörtímabils verður farið yfir stjórnskipulagið með það að markmiði að stofna nýja nefnd um atvinnu - loftslagsmál og framkvæmdir sveitarfélagsins.
- Ný vefsíða - Markmið er að tryggja upplýsingaflæði til íbúa og auðvelda íbúum að koma ábendingum áleiðis.
- ,,Greið leið um Grindavík“ Aðgengismál - Markmið er að auka aðgengi hreyfihamlaðra í bæjarfélaginu.
- Unnið verði að innleiðingu samþættrar þjónustu í þágu farsældar barna.
- Yfirbygging á leikvelli - Markmið er útivera og afþreying fyrir börn.
- Klifurveggur - Markmið er að auka framboð útileiktækja fyrir ungmenni.
- Æfingagjöld UMFG - Markmið er að samræma æfingagjöld leikskólabarna og skólabarna
- Unnin verður læsisstefna fyrir sveitarfélagið.
- Leikskólagjöld - Markmið er að lækka gjöld til foreldra og aðlaga afslætti.
- Framtíðarstefnumótun í tómstunda- og frístundastarfi - Markmið er að efla tómstundastarf allra aldurshópa, m.a. í samvinnu við félagsmiðstöðina Þrumuna og Skólasel.
- Framkvæmdir á Hafnargötunni - Markmið er að hefja framkvæmdir úr stefnumótun sem styður við framtíðarsýn Hafnargötunnar.
Seinni hluti kjörtímabilsins
- Störf án staðsetningar - Markmið er að styðja við starfsemi skrifstofuhótela og setja þunga í ábendingar um mikilvægi slíkrar starfsemi á landsbyggðinni.
- Ærslabelgur - Markmið er að bæta við öðrum ærslabelg og auka þannig framboð af leiktækjum fyrir börn og ungmenni.
- Fegrun á svæði sunnan við Þorbjörn - Markmið að útbúa skjólsælt svæði til útivistar.
- Tæknivæða menntastofnanir - Markmið er að styðja við framþróun menntastofnana og kennslu á snjalltæki.
- Myndavélakerfi - Markmið er að samræma eftirlit stofnana og auka öryggi íbúa.
- Sundlaugin - Markmið að vinna við nýja sundlaug verði hafin.
- Miðbæjarskipulag - Markmið að vinna samkvæmt framtíðarskipulagi verði hafin.
- Skoða hönnun og meta þörf á þriðja áfanga Hópsskóla.
Skipting forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs verður eins og hér segir:
Forseti bæjarstjórnar verður frá B-lista fyrir utan 3. árið verður fulltrúi U-lista.
Formaður bæjarráðs verður frá D lista.
Fulltrúi U-lista er með atkvæðisrétt í bæjarráði fyrir utan 3. árið er fulltrúi B-lista með atkvæðisrétt.
Fulltrúi B lista verði aðalmaður í stjórn S.S.S.
Fulltrúi D lista verður aðalmaður í stjórn H.E.S.
Fulltrúi U lista verður aðalmaður í stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.
Núverandi bæjarstjóra, Fannari Jónassyni verður boðinn áframhaldandi staða og verður
endurráðinn sem bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.
Formennska í nefndum verður eftirfarandi:
Ný nefnd um atvinnu - loftslagsmál og framkvæmdir sveitarfélagsins - D-lista
Félagsmálanefnd - B-lista
Fræðslunefnd - B-lista
Frístunda-og menningarnefnd - U-lista
Hafnarstjórn - D-lista
Skipulagsnefnd - U-lista
**3. Kjör forseta bæjarstjórnar og 1. og 2. varaforseta - 2205257**
Til máls tók: Hjálmar.
Hjálmar leggur fram eftirfarandi tillögu
Til eins árs:
Forseti bæjarstjórnar verður Ásrún Kristinsdóttir (B)
1. varaforseti verður Helga Dís Jakobsdóttir (U)
2. varaforseti verður Hallfríður Hólmgrímsdóttir (M)
Samþykkt samhljóða.
Nýkjörinn forseti tekur við fundarstjórn.
**4. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar - ráðning - 2205256**
Til máls tóku: Ásrún og Hallfríður.
Forseti lagði til að Fannar Jónasson verði endurráðinn bæjarstjóri Grindavíkurbæjar frá og með 1. júní 2022. Enn fremur að forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs verði falið að ganga frá ráðningarsamningi sem verði lagður fram í bæjarráði.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að ráða Fannar Jónasson sem bæjarstjóra frá og með 1. júní 2022 og felur forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs að ganga frá ráðningarsamningi sem lagður verði fram í bæjarráði.
**5. Kosning í bæjarráð, sbr. 28. gr. og A lið 48. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar - 2205250**
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður og Hjálmar.
Tillaga um aðal- og varamenn í bæjarráð til eins árs:
Aðalmenn:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður (D)
Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður (U)
Hallfríður Hólmgrímsdóttir (M)
Varamenn:
Birgitta Káradóttir (D)
Sævar Þór Birgisson (U)
Birgitta Rán Friðfinnsdóttir (M)
Samþykkt samhljóða.
Lagt er ennfremur til að Ásrún Kristinsdóttir verði áheyrnarfulltrúi með málfrelsi og tillögurétt og fái greitt fyrir fundarsetu eins og almennur bæjarráðsmaður.
Samþykkt með 4 atkvæðum, fulltrúar M-lista eru á móti.
Fundarhlé tekið kl. 15:20 - 15:27
Bókun
Miðflokkurinn hafnar því að greitt verði fyrir áheyrnarfulltrúa meirihlutans í bæjarráði. Tilgangur greinar 32. Í bæjarmálasamþykkt er klárlega sá að ljá öllum flokkum rödd í bæjarráði þannig að jafnræðis sé gætt. Meirihluti telst ein rödd og þar sem meirihlutinn á þegar tvo bæjarfulltrúa inni í bæjarráði höfnum við því að greitt verði fyrir þriðja fulltrúann. Að eyða tæpum 7 m.kr. á kjörtímabilinu af almannafé í óþarfa teljum við óskynsemi.
Bæjarfulltrúar Miðflokksins
Fundarhlé tekið kl. 15:30 - 15:33
Bókun
Meirihluti B, D og U er eitt lið en ekki ein rödd, ekki er gerður greinamunur á flokkunum sem sitja í meirihluta frekar en minnihluta á seinasta kjörtímabili, þar sem allir áheyrnarfulltrúar fengu greitt að fullu fyrir sína fundarsetu.
Bæjarfulltrúar B-, D og U-lista.
**6. Kosning í nefndir samkvæmt B-lið 48. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 2205251**
Til máls tóku: Ásrún,
Forseti ber upp tillögu um eftirfarandi skipan í nefndir til fjögurra ára:
Yfirkjörstjórn
Aðalmenn
Kjartan Fr. Adolfsson, formaður (D)
Bryndís Gunnlaugsdóttir, varaformaður (B)
Dóróthea Jónsdóttir (M)
Varamenn
Soffía Snædís Sveinsdóttir (D)
Arna Björg Rúnarsdóttir (B)
Eydís Ármannsdóttir (M)
Frístunda- og menningarnefnd
Aðalmenn
Sigríður Etna Marinósdóttir, formaður (U)
Irmý Rós Þorsteinsdóttir, varaformaður (D)
Viktor Guðberg Hauksson (B)
Hulda Kristín Smáradóttir (M)
Auður Arna Guðfinnsdóttir (M)
Varamenn
Anna Elísa Long (U)
Ólöf Rún Óladóttir (D)
Þórunn Erlingsdóttir (B)
Petra Rós Ólafsdóttir (M)
Anton Ingi Rúnarsson (M)
Fræðslunefnd
Aðalmenn
Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson, formaður (B)
Eva Lind Matthíasdóttir, varaformaður (D)
Eva Rún Barðadóttir (U)
Birgitta Rán Friðfinnsdóttir (M)
Snædís Ósk Guðjónsdóttir (M)
Varamenn
Arna Björg Rúnarsdóttir (B)
Viktor Bergmann Brynjarsson (D)
Vigdís María Þórhallsdóttir (U)
Petra Rós Ólafsdóttir (M)
Auður Arna Guðfinnsdóttir (M)
Félagsmálanefnd
Aðalmenn
Valgerður Jennýjardóttir, formaður (B)
Inga Fanney Rúnarsdóttir, varaformaður (U)
Dagný Baldursdóttir (D)
Gerða Hammer (M)
Anita Björk Sveinsdóttir (M)
Varamenn
Hólmfríður Karlsdóttir (B)
Ragnhildur Amelía Sigurðardóttir (U)
Gréta Dögg Hjálmarsdóttir (D)
Hulda Kristín Smáradóttir (M)
Snædís Ósk Guðjónsdóttir (M)
Skipulagsnefnd
Aðalmenn
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður (U)
Ásrún Helga Kristinsdóttir, varaformaður (B)
Hrannar Jón Emilsson (D)
Steinberg Reynisson (M)
Unnar Magnússon (M)
Varamenn
Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir (U)
Sverrir Auðunsson (B)
Erla Ósk Pétursdóttir (D)
Sigurjón Veigar Þórðarson (M)
Gunnar Már Gunnarsson (M)
Almannavarnanefnd
Aðalmenn
Þeir sömu og verið hafa.
Varamenn
Þeir sömu og verið hafa.
Fjallskilanefnd
Aðalmenn
Ómar Davíð Ólafsson (D)
Gunnar Vilbergsson (B)
Ásta Agnes Jóhannesdóttir (M)
Varamenn
Sverrir Auðunsson (B)
Birgitta Rán Friðfinnsdóttir (M)
Tilnefning þriðja varamanns frestað.
Hafnarstjórn
Aðalmenn
Ómar Davíð Ólafsson, formaður (D)
Páll Jóhann Pálsson, varaformaður (B)
Anna Elísa Long (U)
Páll Gíslason (M)
Leifur Guðjónsson (M)
Varamenn
Sævar Þórarinsson (D)
Sverrir Auðunsson (B)
Inga Fanney Rúnarsdóttir (U)
Páll Árni Pétursson (M)
Gunnar Már Gunnarsson (M)
Tillagan er samþykkt samhljóða.
**7. Kosning í nefndir samkvæmt C-lið 48. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 2205252**
Til máls tók: Ásrún.
Forseti ber upp tillögu um eftirfarandi skipan í stjórnir og samstarfsráð:
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS)
Sverrir Auðunsson, aðalmaður (B)
Ásrún Helga Kristinsdóttir, varamaður (B)
Samstarfsnefnd um svæðisskipulag Suðurnesja
Aðalmenn
Lilja Ósk Sigmarsdóttir (U)
Birgitta Rán Friðfinnsdóttir (M)
Varamenn
Ásrún Helga Kristinsdóttir (B)
Hallfríður Hólmgrímsdóttir (M)
Heilbrigðisnefnd
Birgitta Káradóttir, aðalmaður (D)
Irmý Rós Þorsteinsdóttir, varamaður (D)
Stjórn Reykjanesfólkvangs
Sigurveig Margrét Önundardóttir, aðalmaður (B)
Klara Bjarnadóttir, varamaður (B)
Stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar
Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir, aðalmaður (U)
Helga Dís Jakobsdóttir, varamaður (U)
Stjórn atvinnuþróunarfélagsins Heklunnar
Bæjarstjóri, aðalmaður
Staðgengill bæjarstjóra, varamaður
Stjórn Reykjanesjarðvangs
Bæjarstjóri, aðalmaður
Staðgengill bæjarstjóra, varamaður
Samþykkt samhljóða.
**8. Kosning í nefndir samkvæmt D-lið 48. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 2205254**
Til máls tók: Ásrún.
Forseti ber upp tillögu um eftirfarandi skipan vegna tilnefninga og kosninga:
Landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga
Aðalmenn
Ásrún Helga Kristinsdóttir (B)
Hjálmar Hallgrímsson (D)
Hallfríður Hólmgrímsdóttir (M)
Varamenn
Helga Dís Jakobsdóttir (U)
Birgitta Káradóttir (D)
Birgitta Rán Friðfinnsdóttir (M)
Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands
Bæjarstjóri, aðalmaður
Staðgengill bæjarstjóra, varamaður
Öldungaráð
Aðalmenn
Hjálmar Hallgrímsson (D)
2 tilnefndir af félagi eldri borgara síðar.
Varamenn
Birgitta Káradóttir (D)
2 tilnefndir af félagi eldri borgara síðar.
Stjórn Keilis
Til tveggja ára:
Birgitta Káradóttir, aðalmaður (D)
Hjálmar Hallgrímsson, varamaður (D)
Samþykkt samhljóða.
**9. Ályktun vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði - 2206012**
Til máls tóku: Ásrún, Hjálmar og Hallfríður.
Lögð fram bókun frá Stjórn Félags atvinnurekenda þar sem skorað er á sveitarfélögin í landinu að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár.
Bókun
Bæjarstjórn Grindavíkur tekur undir ályktun stjórnar félags atvinnurekenda að mikilvægt sé að athuga álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði sem og á íbúðarhúsnæði í Grindavíkurbæ. Stefna meirihlutasamstarfs B, D og U er að hafa hækkanir fasteignamats til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlana og endurskoða álagningarprósentu fasteignagjalda árlega eins og tíðkast hefur um nokkurn tíma. Í fjárhagsáætlanagerð bæjarstjórna Grindavíkur hefur verið horft til samspils fasteignaskatta og fasteignamats og hefur álagningarprósenta fasteignagjalda á allar tegundir húsnæðis miðast við lágmarks hækkun í samræmi við verðbólgu að teknu tilliti til fasteignamats. Bæjarstjórn Grindavíkur tekur því jákvætt undir ályktun stjórnar félags atvinnurekenda og vísar því til fjárhagsáætlanagerðar.
**10. Álagningareglur fasteignagjalda 2023 - 2206011**
Til máls tóku: Ásrún og Hallfríður.
Álagningarreglur fasteignagjalda fyrir árið 2022 lagðar fram.
**11. Heimild til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar - 2205249**
Til máls tók: Ásrún.
Með vísan til 8. gr. samþykkta um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar leggur forseti til að fundir bæjarstjórnar verði felldir niður í júní og júlí í sumarleyfi bæjarstjórnar. Jafnframt að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála, í samræmi við 33. gr. sömu samþykkta, nema þar sem lög kveða á um annað.
Samþykkt samhljóða.
**12. Bæjarráð Grindavíkur - 1611 - 2205020F **
Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Birgitta Hrund, Hjálmar, Helga Dís, Hallfríður, bæjarstjóri og Hulda.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir máli 1-2 vegna ljósleiðara og kynnti hann málið.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**13. Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2022 - 2203041**
Til máls tóku: Ásrún, Hjálmar, Hallfríður, Birgitta Hrund og bæjarstjóri.
Fundargerð 779. fundar dags. 24. maí 2022 er lögð fram til kynningar.
**14. Fundargerðir - Reykjanes Geopark 2022 - 2205198**
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Hallfríður, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hjálmar, Helga Dís, Birgitta Hrund og Hulda.
Fundargerð 64. fundar dags. 6. maí 2022 lögð fram til kynningar.
**15. Fundargerðir - Kalka sorpeyðingarstöð 2022 - 2203042**
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Hjálmar, Birgitta Hrund, Helga Dís, bæjarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Fundargerð 535. fundar dags. 3. maí 2022 lögð fram til kynningar.
**16. Fundargerðir - Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2022 - 2203043**
Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund, Hallfríður, Hjálmar, Hulda, Helga Dís, Birgitta Rán og bæjarstjóri.
Fundargerð 293. fundar dags. 12. maí 2022 lögð fram til kynningar.
**17. Almannavarnarnefnd Grindavíkur - 73 - 2205010F **
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Hjálmar, Birgitta Hrund, Hallfríður og Helga Dís.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**18. Almannavarnarnefnd Grindavíkur - 74 - 2205016F **
Til máls tóku: Ásrún, Hjálmar, Hallfríður og bæjarstjóri.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
19. Afgreiðslunefnd byggingarmála - 60 - 2205018F
Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund, Birgitta Rán, Helga Dís, Hjálmar, bæjarstjóri og Hulda.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:05.
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)
Bæjarstjórn / 11. maí 2022
[Fundur 528](/v/25760)
Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022
[Fundur 115](/v/25756)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25736)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25735)
Bæjarráð / 4. maí 2022
[Fundur 1610](/v/25730)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2022
[Fundur 101](/v/25727)
Hafnarstjórn / 2. maí 2022
[Fundur 482](/v/25716)
Bæjarstjórn / 27. apríl 2022
[Fundur 527](/v/25704)
Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022
[Fundur 100](/v/25688)
Bæjarráð / 20. apríl 2022
[Fundur 1609](/v/25687)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 118](/v/25672)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 117](/v/25671)
Bæjarráð / 6. apríl 2022
[Fundur 1608](/v/25656)
Bæjarráð / 31. mars 2022
[Fundur 1605](/v/25642)
Bæjarstjórn / 30. mars 2022
[Fundur 526](/v/25639)
Bæjarráð / 23. mars 2022
[Fundur 1607](/v/25620)