Skagafjörður
Landbúnaðarnefnd
= Landbúnaðarnefnd =
Dagskrá
Samþykkt var samhljóða í upphafi fundar að taka mál númer 2206176 á dagskrá með afbrigðum.
=== 1.Fjárhagsáætlun 2023 - málefni landbúnaðarnefndar ===
2210099
Lögð fram fjárhagsáætlun vegna landbúnaðarmála í málaflokki 13, atvinnumál. Gert er ráð fyrir mikilli aukningu á framlögum til viðhalds girðinga. Aðrir liðir breytast eftir forsendum rammaáætlunar. Gert er ráð fyrir að fjárframlög til landbúnaðarmála verði 27.105 þús.kr. á árinu 2023. Einnig var farið yfir áætluð framlög vegna minka- og refaeyðingar á árinu 2023. Málaflokkurinn tilheyrir umhverfis- og samgöngunefnd en landbúnaðarnefndin hefur haft umsjón með verkefninu. Áætlun vegna minka- og refaeyðingar hljóðar upp á 8.285 þús.kr.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun 2023 og vísar henni til síðari umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun 2023 og vísar henni til síðari umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.
=== 2.Samþykkt um búfjárhald ===
2210256
Lögð fram drög að breytingum á samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Skagafirði. Drögin rædd og samþykkt að taka þau fyrir á næsta fundi landbúnaðarnefndar.
=== 3.Athugasemd um verðskrá landleigu ===
2211133
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. nóvember 2022 frá Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa sveitarfélagsins varðandi óánægju leigutaka beitar- og ræktunarlanda í og við Hofsós með gjaldskrá leigunnar.
Landbúnaðarnefnd vísar til þess að landleiga er ákveðin af byggðarráði sveitarfélagsins á hverju ári og staðfest af sveitarstjórn. Nefndin telur að gjaldskráin sé hófleg miðað við það verð sem er á almennum markaði í héraðinu.
Landbúnaðarnefnd vísar til þess að landleiga er ákveðin af byggðarráði sveitarfélagsins á hverju ári og staðfest af sveitarstjórn. Nefndin telur að gjaldskráin sé hófleg miðað við það verð sem er á almennum markaði í héraðinu.
=== 4.Breyting á leigusamningi Hrauns ===
2211135
Erling Sigurðsson fyrir hönd Sóltúns ehf. leigutaka Hrauns í Unadal óskar eftir breytingu á leigusamningi frá 17. janúar 2017, varðandi hámark fjölda hrossa sem hafa má á jörðinni.
Landbúnaðarnefnd setur sig ekki upp á móti því að gerð verði breyting á ofangreindum samningi varðandi hámark hrossa og vísar erindinu til byggðarráðs til afgreiðslu.
Landbúnaðarnefnd setur sig ekki upp á móti því að gerð verði breyting á ofangreindum samningi varðandi hámark hrossa og vísar erindinu til byggðarráðs til afgreiðslu.
=== 5.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Hrollleifsdals ===
2206176
Kjör fjallskilanefndar Hrolleifsdals, þrír aðalmenn og einn varamaður.
Svohljóðandi tillaga lögð fram:
Gestur Stefánsson, Arnarstöðum, fjallskilastjóri. Óskar Hjaltason, Glæsibæ og Sigurlaug Eymundsdóttir, Tjörnum, sem aðalmenn.
Til vara: Kristján B. Jónsson, Róðhóli.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.
Svohljóðandi tillaga lögð fram:
Gestur Stefánsson, Arnarstöðum, fjallskilastjóri. Óskar Hjaltason, Glæsibæ og Sigurlaug Eymundsdóttir, Tjörnum, sem aðalmenn.
Til vara: Kristján B. Jónsson, Róðhóli.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.
=== 6.Afréttargirðingar í Skarðs- og Staðarhreppi ===
2208196
Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sveitarfélagsins kynnti þær framkvæmdir við afréttargirðingar í Skarðs- og Staðarhreppi sem sveitarfélagið þarf að taka þátt í á árinu 2023.
=== 7.Skil á refa- og minkaskýrslum ===
2209334
Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sveitarfélagsins kynnti samantekt á unnum ref og minkum tímabilið september 2021-ágúst 2022. Samtals voru veiddir 331 refir og 203 minkar og námu greiðslur samtals 7.769.033 kr.
=== 8.Árhólarétt viðgerðir ===
2107081
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um kostnað við endurgerð Árhólaréttar. Kostnaðurinn nam 17,6 milljónum króna.
=== 9.Heiðarlandsvegur lagfæringar ===
2210168
Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sveitarfélagsins kynnti erindi sem hann hafði sent til Vegagerðarinnar varðandi þörf á skurði og ræsi vegna vegarins að Heiðarlandi í Akrahreppi og malarnámum Vegagerðarinnar. Vegurinn fór í sundur í vatnavöxtunum í sumar og hefur skemmst reglulega áður við svipuð skilyrði.
=== 10.Kortagerð afréttarlanda ===
2203162
Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti hugmynd sína um að sækja um styrki til þess að láta gera nákvæmt örnefnakort af Hofsafrétt, líkt og gert var yfir Eyvindarstaðaheiði.
=== 11.Fjallskilasjóður Skefilsstaðahrepps -ársreikningur 2021 ===
2210261
Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Skefilsstaðahrepps fyrir árið 2021.
=== 12.Fjallskilasjóður Austur-Fljóta, ársreikningur 2021 ===
2211143
Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Austur-Fljóta fyrir árið 2021.
Fundi slitið - kl. 11:04.