Vopnafjarðarhreppur
Fjölskylduráð - 4
== Fundur nr. 4 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 11:30
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð
BS
Berglind SteindórsdóttirNefndarmaður
JHH
Jenný Heiða HallgrímsdóttirNefndarmaður
DJB
Dorota J BurbaNefndarmaður
HD
Hjörtur DavíðssonNefndarmaður
AI
Arnar IngólfssonNefndarmaður
ÞS
Þórhildur SigurðardóttirVerkefnastjóri frístunda-, æskulýðs- og fjölmenningarmála
Fundur var haldinn í fjölskylduráði, þriðjudaginn 8. nóvember 2022 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 11:30.
a)Drög af reglum um lágmarksmönnun í leikskólanum Brekkubæ lögð fram til samþykkis. Samþykkt með breytingum.
b)Skráning barna fyrir jólafrí í leikskólanum. Leikskólastjóra falið að vinna málið áfram með breytingum á orðalagi. Samþykkt samhljóða.
Þórhildur upplýsti ráðið um stöðu mála.
Fjölskylduráðið hvetur sveitastjórn til að láta laga aðgengi að sólpalli fyrir næsta sumar. Eins og aðgengið er núna á fólk í hjólastól og með göngugrindur erfitt með að komast út/inn án aðstoðar. Ráðið leggur til að aðgengi úti almennt varðandi kanta og fleira sé skoðað og unnið í samstarfi við iðjuþjálfa. Einnig vill ráðið hvetja til þess að gluggar í sólstofu verðir stækkaðir svo fólk í hjólastól geti horft út.
Lagðar fram til kynningar teikningar af breytingum á hjúkrunardeild Sundabúðar síðan 2015. Á þeim tillögum er borðsal og eldhúsi breytt í sjúkrastofur og nokkrar útfærslur kynntar þar sem borðsalur og eldhús er
t.d. í viðbyggingu með tengigangi.
Fjölskylduráð vill hvetja sveitastjórn til að skoða málið og taka upp að nýju með það að leiðarljósi að allir íbúar geti fengið einbýli.
Lagt er til að fela iðjuþjálfa Vopnafjarðarhrepps að skoða reglur og útfærslu á ferliþjónustu í öðrum sveitarfélögum og skila minnisblaði til fjölskylduráðs fyrir næsta fund, 6. desember. Samþykkt samhljóða.
a)Reglugerð um samþættingu þjónustu við farsæld barna - tengiliðir og málsstjórar. Lagt fram til kynningar.
b)Leiðbeinandi spurningalistar Barnvæns sveitafélags, lagt fram til kynningar.
c)Barnvænt hagsmunamat - ákvarðanataka innan sveitafélaga. Lagt fram til kynningar.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:00.