Mosfellsbær
Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1557
==== 17. nóvember 2022 kl. 07:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
== Fundargerð ritaði ==
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Starfshópur um uppbyggingu leikskóla í Mosfellsbæ ==
[202210231](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/malsnumer/202210231#msxgngfd00e4s4pzdfwca1)
Niðurstöður starfshóps um uppbyggingu leikskóla ásamt tillögum.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum tillögur starfshóps um uppbyggingu leikskóla í fyrirliggjandi minnisblaði. Fulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Bókun D lista:
Bæjarráðsfulltrúar D lista ítreka tillögu sína um að farið verði sem fyrst í útboð og framkvæmdir við nýbyggingu 150 barna leikskóla í Helgafellshverfi, enda hönnun, teikningum og jarðvegsvinnu lokið við verkefnið.
Lögð er áhersla á að byggingakostnaði verði haldið niðri eins og mögulegt er á byggingatíma í samstarfi við verktaka og hönnuði með það að markmiði að lækka byggingarkostnað, eins og góð reynsla er af í fyrri uppbyggingaverkum í Mosfellsbæ.
== Gestir ==
- Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Aldís Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi
== 2. Skarhólabraut 3 - úthlutun lóðar ==
[202103036](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/malsnumer/202103036#msxgngfd00e4s4pzdfwca1)
Tillaga um úthlutun lóðarinnar Skarhólabraut 3.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að lóðinni Skarhólabraut 3 verði úthlutað til Ísband með vísan til heildarmats matsnefndar bundið því skilyrði að uppfylltar séu þær forsendur og áform sem fram koma í umsókn félagsins og fylgigögnum m.a. varðandi fyrirhugaða starfsemi og útlit byggingar. Bæjarstjóra er falið að gera samkomulag við Ísband þar að lútandi.
== Gestir ==
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
== 3. Stafrænt samstarf sveitarfélaga ==
[202211151](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/malsnumer/202211151#msxgngfd00e4s4pzdfwca1)
Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi þátttöku og framlög sveitarfélaga til starfræns samstarfs þeirra 2023.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.
== Gestir ==
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
[FylgiskjalÞátttaka og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs þeirra 2023.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=JU20GcT5Zkq5FvS7P6LepA&meetingid=MsxGngFD00e4s4pzDfWcA1&filename=Þátttaka og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs þeirra 2023.pdf) [FylgiskjalÁætlun um verkefni í samstarfi - frekari upplýsingar fyrir árið 2023 .pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=pRGAVy4DeEiJ5ormRclZ7w&meetingid=MsxGngFD00e4s4pzDfWcA1&filename=Áætlun um verkefni í samstarfi - frekari upplýsingar fyrir árið 2023 .pdf) [FylgiskjalStaða verkefna - Samstarf sveitarfélaga í tæknilegri framþróun - október. 2022.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=zTzWWVKESkKRMiz7t0xAig&meetingid=MsxGngFD00e4s4pzDfWcA1&filename=Staða verkefna - Samstarf sveitarfélaga í tæknilegri framþróun - október. 2022.pdf) [FylgiskjalStafrænt ráð haust 2022.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=7RRXEz90RU6shJhhd3BHYw&meetingid=MsxGngFD00e4s4pzDfWcA1&filename=Stafrænt ráð haust 2022.pdf) [FylgiskjalMarkmið um samstarf sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu frá landsþingi haust 2022.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=WXn594exYkCYoExnDj64zg&meetingid=MsxGngFD00e4s4pzDfWcA1&filename=Markmið um samstarf sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu frá landsþingi haust 2022.pdf) [FylgiskjalFastur kostnaður í stafrænum málum 2023.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=11q6kX1A6keWexFl8Vc7VQ&meetingid=MsxGngFD00e4s4pzDfWcA1&filename=Fastur kostnaður í stafrænum málum 2023.pdf)
== 4. Ósk um tilnefningar í vatnasvæðanefndir ==
[202211084](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/malsnumer/202211084#msxgngfd00e4s4pzdfwca1)
Erindi frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er tilnefningar í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 um stjórn vatnamála.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að tilnefna fyrir hönd Mosfellsbæjar Jóhönnu B. Hansen, framkvæmdastjóra umhverfissvið og Tómas G. Gíslason, umhverfisstjóra til vara. Þá er Örvar Jóhannesson, bæjarfulltrúi B lista tilnefndur sem fulltrúi umhverfisnefndar sveitarfélagsins.
== 5. Ósk um úthlutun lóða fyrir leiguíbúðir Bjargs og aðlögun skipulagsskilmála ==
[202211183](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/malsnumer/202211183#msxgngfd00e4s4pzdfwca1)
Frá Bjargi íbúðafélagi ósk um úthlutun lóða fyrir leiguíbúðir Bjargs og aðlögun skipulagsskilmála.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar lögmanns Mosfellsbæjar og skipulagsfulltrúa.
== 6. Fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlits og gjaldskrár fyrir árið 2023 ==
[202211178](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/malsnumer/202211178#msxgngfd00e4s4pzdfwca1)
Frá Heilbrigðiseftirliti, lögð fram til samþykktar fjárhagsáætlun og greinargerð með fjárhagsáætlun fyrir árið 2023, ásamt gjaldskrám vegna heilbrigðiseftirlits og hundahalds vegna ársins 2023.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 og gjaldskrá heilbrigðiseftirlitsgjalda og hundahalds til afgreiðslu bæjarstjórnar.
== 7. Þrettándabrenna neðan Holtahverfis við Leirvog - Umsagnarbeiðni ==
[202211167](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/malsnumer/202211167#msxgngfd00e4s4pzdfwca1)
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna Þrettándabrennu neðan Holtahverfis við Leirvog.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi erindi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.