Mosfellsbær
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 261
==== 17. nóvember 2022 kl. 16:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Erla Edvardsdóttir (EE) formaður
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varaformaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Atlas Hendrik Ósk Dagbjartsson (AHÓD) aðalmaður
- Katarzyna Krystyna Krolikowska (KKr) áheyrnarfulltrúi
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) varamaður
- Gerður Pálsdóttir (GP) vara áheyrnarfulltrúi
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
== Fundargerð ritaði ==
Edda Davíðsdóttir Tómstunda- og forvarnarfulltrúi
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026 ==
[202206736](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/malsnumer/202206736#gli43nsqw0wbinrqxtzwia1)
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026
Fjárhagsáætlun 2023 fyrir fræðslu og frístundarsvið Mosfellsbæjar var lögð fram og kynnt.
== Gestir ==
- Þórhildur Dana Marteinsdóttir
== 2. Íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar - 2022 ==
[202211156](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/malsnumer/202211156#gli43nsqw0wbinrqxtzwia1)
Reglur og verkferlar kjörsins yfirfarnir og skoðaðir.
Frestað til næsta fundar.
Formanni og starfsmönnum falið að vinna áfram að drögum að breytingum á reglum í samræmi við umræðu á fundinum.
== 3. Tillaga B, C og S lista um hinsegin fræðslu í Mosfellsbæ ==
[202211093](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/malsnumer/202211093#gli43nsqw0wbinrqxtzwia1)
Ákvörðun bæjarráðs um hinsegin fræðslu i Mosfellsbæ lögð fram til kynningar.
Fræðslu- og frístundasvið, í samvinnu við bæjarstjóra og aðra hagaðila, mun
gera áætlun um markvissa fræðslu um hinsegin málefni. Leitað verður til
Samtakanna 78 og annarra aðila sem eru að vinna að þessu málefni við gerð
áætlunarinnar. Áætlunin verður kynnt í íþrótta- og tómstundanefnd þegar hún liggur fyrir.
== 4. Samstarfsvettvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar ==
[201810279](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/malsnumer/201810279#gli43nsqw0wbinrqxtzwia1)
Samstarfsvettvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar - fundargerðir lagðar fram
Fundargerðir lagðar fram til kynningar
== 5. Nýting frístundaávísanna 2021-2022 ==
[202211235](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/malsnumer/202211235#gli43nsqw0wbinrqxtzwia1)
Nýting frístundaávísanna 2021-22
Um 75% barna og ungmenna á aldrinum 5-17 ára nýta frístundaávísun Mosfellsbæjar. Tómstundafulltrúa falið að greina hvaða árgangar nýta ávísun hvað minnst og leggja fram áætlun um kynningu fyrir þá hópa.