Skorradalshreppur
Hreppsnefnd - 174. fundur
=== Hreppsnefnd Skorradalshrepps ===
Fundur nr. 174
==== miðvikudaginn 16. nóvember 2022 kl.16:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps ====
fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Kristín Jónsdóttir og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Guðný Elíasdóttir boðaði forföll rétt fyrir fundinn.
**Þetta gerðist:**
**Almenn mál** **1. Holtavörðuheiðarlína 1, matsáætlun – Mál nr. 2205001**
Kynning frá Landsnet vegna Holtavörðuheiðarlínu 1
Fulltrúar Landsnets fóru yfir stöðuna. Sameiginlegur fundur með Skipulags og
byggingarnefnd Skorradalshrepps.
**Gestir**
Bryndís Skúladóttir – Landsnet
Hugrún Gunnarsdóttir – Verkís
**2. Fræðslufundur KPMG – Mál nr. 2210008**
Boð frá KPMG um fræðslufund vegna stjórnsýslu og fjármála sveitarfélagana.
Stefnt að halda fund með hreppsnefnd í næstu viku.
Samþykkt
**3. Vegna refa og minkaveiða. – Mál nr. 2205004**
Lagt er til að banna að bera út dýrahræ í sveitarfélaginu til refa- og minnkaveiða.
Oddviti kynnti og fór yfir málið.
Hreppsnefnd samþykkir að bannað sé að leggja út dýrahræ í sveitarfélaginu. Oddvita falið að senda landeigendum í Skorradal tilkynningu um þessa
ákvörðun. Eins að vinna málið áfram.
**4. Hringrásarhagkerfi – Mál nr. 22090**18
Farið yfir ráðstefnu um úrgangsmál sem var 14.nóvember sl.
JEE og PD sagði frá ráðstefnunni.
**5. Styrkvegurinn Hagi – Bakkakot – Mál nr. 2204013**
Lagður fram samningur við verktakann Arboristi ehf. Dagsettur 8. nóvember sl.
Samningurinn felur í sér að fella trjágróður með styrkveginum.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn.
**Fundargerðir til staðfestingar** **9. Skipulags- og byggingarnefnd – 167 – Mál nr. 2211001F**
Lögð fram fundargerð frá fyrr í dag, 16. nóvember s.l.
Fundargerðin samþykkt í öllum 9 liðum.
9.1 2210004 – Byggingarfltr. ONE Robot tenging við HMS byggingargátt
9.2 2211010 – Upplýsingafundur um málefni Andakílsárvirkjunar
9.3 2211006 – Skipulagsdagurinn 2022
9.4 2211001 – Skálalækjarás 22, breyting deiliskipulags
9.5 2103006 – Dagverðarnes, svæði 9, nýtt deiliskipulag
9.6 2211003 – Hornsá, umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku
9.7 2211004 – Álfsteinsá, umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku
9.8 2211005 – Horn, umsókn um framkvæmdaleyfi til vegagerðar
9.9 2205001 – Holtavörðuheiðarlína 1, matsáætlun
**Fundargerðir til kynningar** **10.Fundargerð nr.914 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – Mál nr.2211008**
Lögð fram
**11. Fundargerð 178.fundar heilbrigðsnefndar Vesturlands – Mál nr. 2211009**
Lögð fram
**12. Fundargerð Faxaflóahafna sf. nr.224 – Mál nr. 2211012
**Lögð fram **Skipulagsmál** **13. Dagverðarnes, svæði 9, nýtt deiliskipulag – Mál nr. 2103006**
Embættið hefur sent Skipulagsstofnun samþykkt skipulag til yfirferðar skv. 1.
mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindi barst frá Skipulagsstofnun þar
sem stofnunin hefur farið yfir framlögð gögn og gerir athugasemd við að
sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild
Stjórnartíðinda þar sem ekki liggur fyrir undanþága frá vegi sbr. gr. 5.3.2.5.,
lið d í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 frá stofn- og tengivegum. Á 171. fundi
hreppsnefndar var nýtt deiliskipulag frístundabyggðar 7 lóða í landi
Dagverðarness á svæði 9 samþykkt sbr. 3. mgr. 41 gr. sömu laga. Skipulags-
og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja að fjarlægð
byggingarreita á frístundalóðum Dagverðarness 300 og 302 verði 50 m í stað
100 m frá Skorradalsvegi (508) og farið verði þess á leit við Innviðaráðherra
að veita undanþágu frá gr. 5.3.2.5. d-lið í skipulagsreglugerð nr. 90/2013
þannig að fjarlægð verði 50 m í stað 100 m frá Skorradalsvegi.
Hreppsnefnd samþykkir að fjarlægð byggingarreita á frístundalóðum
Dagverðarness 300 og 302 verði 50 m í stað 100 m frá Skorradalsvegi (508) og
farið verði þess á leit við Innviðaráðherra að veita undanþágu frá gr. 5.3.2.5. d-lið
í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 þannig að fjarlægð verði 50 m í stað 100 m frá
Skorradalsvegi. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
**14. Skálalækjarás 22, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2211001**
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags við Skálalæk í landi Indriðastaða, fyrir
lóð Skálalækjarás 22. Breytingin varðar aukið byggingarmagn á lóð úr 120 fm
í 238 fm og mænishæð verði 5,4 m í stað 4,5 m. Breytingin samræmist
Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Skipulags- og byggingarnefnd
leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr.
2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr.
sömu laga fyrir lóðarhöfum Skálalækjarás 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 24, og
landeigendum.
Hreppsnefnd samþykkir að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2.
mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu
laga fyrir lóðarhöfum Skálalækjarás 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 24, og
landeigendum. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
**Framkvæmdarleyfi** **15. Horn, umsókn um framkvæmdaleyfi til vegagerðar – Mál nr. 2211005**
Sótt er um framkvæmdaleyfi til vegagerðar í landi Horns. Um er að ræða 900m langa heimreið að nýju íbúðarhúsi á Litla Sandhóli ofan Mófellsstaðavegar.
Hækkun vegar í landi er um 40 m. Áætlað efnismagn í veginn er 3500 m3.Umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir. Landlíkan liggur fyrir og hnitfest
lega vegar.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010 til vegagerðar. Lagt er til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem fulltrúi landeiganda er umsækjandi.
Framkvæmdaleyfi verði veitt til eins árs.
Hreppsnefnd samþykkir að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til vegagerðar. Lagt er til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem fulltrúi landeiganda er umsækjandi.
Framkvæmdaleyfi verði veitt til eins árs.
**16. Álfsteinsá, umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku – Mál nr. 2211004**
Sótt er um framkvæmdaleyfi til efnistöku í landi Horns og Efri Hrepps. Um er að ræða að fjarlægja á tveimur svæðum samtals 3946 m3 möl úr eyrum í
Álfsteinsá neðan Mófellsstaðavegar. Á svæði 6 yrðu teknar um 2886 m3 af möl og á svæði 3 um 1060 m3. Umsögn Fiskistofu liggur ekki fyrir en umsögn
Minjastofnunar Íslands liggja fyrir. Landlíkan liggur fyrir og hnitfest afmörkun efnistökustaða. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að
skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir efnistöku 3946 m3. Lagt er til að fallið verði
frá grenndarkynningu þar sem samþykki landeiganda Efri Hrepps liggur fyrir og umsækjandi er fulltrúi landeiganda Horns. Vinnslutími efnistöku miðast við
leyfi Fiskistofu.
Hreppsnefnd samþykkir að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir efnistöku 3946 m3 með fyrirvara um leyfi Fiskistofu. Lagt er til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem samþykki landeiganda Efri Hrepps liggur fyrir og umsækjandi er fulltrúi landeiganda Horns. Vinnslutími efnistöku miðast við leyfi Fiskistofu.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 18:45.