Grindavíkurbær
Almannavarnir - Fundur 74
18.05.2022 - Slóð
**74. fundur Almannavarnarnefndar Grindavíkur haldinn Seljabót 10, húsnæði Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, þriðjudaginn 17. maí 2022 og hófst hann kl. 15:00.**
Fundinn sátu:
Fannar Jónasson, bæjarstjóri, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Jón Valgeir Guðmundsson, björgunarsveitin Þorbjörn, Sigurður Bergmann, lögreglunni á Suðunesjum, Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri..
Fundargerð ritaði: Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Gestir á fundi:
Ámundínus Öfjörð, Bláa Lóninu, Bogi Adolfsson, björgunarsveitin Þorbjörn, Otti Sigmarsson, björgunarsveitin Þorbjörn, Hallgrímur Smári Þorvaldsson, HS Orku, Hjálmar Hallgrímsson, lögreglan á Suðurnesjum, Steinar Þór Kristinsson, björgunarsveitinni Þorbjörn.
Gestir á fundi í gegnum fjarfundarbúnað:
Björn Oddsson, Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Gunnar Schram, lögreglan á Suðurnesjum, Friðjón Viðar Pálmason, Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Halldór Hólm Harðarson, Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Jón Svanberg Hjartarson, Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra,
Dagskrá:
**1. Jarðskjálftar og landris við Grindavík 2022 - 2205199**
Björn Oddsson frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sat fundinn undir dagskrárliðnum og kynnti stöðu mála varðandi jarðskjálfta og landris við Grindavík.
Frá því almannavarnanefnd Grindavíkur fundaði þann 12. maí sl. hefur Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga.
Samkvæmt GPS mælaneti á Reykjanesskaganum og InSAR gervihnattamyndum eru færslur á yfirborði jarðar sem sýna þenslumerki sem bendir til landriss vestur af Þorbirni, líklega vegna kvikusöfnunar. Samkvæmt frumniðurstöðum er þetta á 4-5 km dýpi.
Almannavarnarnefnd ákveður að skipuleggja íbúafund með sambærilegum hætti og gert var á árinu 2020 þegar landris var við Þorbjörn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30.
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)
Bæjarstjórn / 11. maí 2022
[Fundur 528](/v/25760)
Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022
[Fundur 115](/v/25756)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25736)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25735)
Bæjarráð / 4. maí 2022
[Fundur 1610](/v/25730)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2022
[Fundur 101](/v/25727)
Hafnarstjórn / 2. maí 2022
[Fundur 482](/v/25716)
Bæjarstjórn / 27. apríl 2022
[Fundur 527](/v/25704)
Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022
[Fundur 100](/v/25688)
Bæjarráð / 20. apríl 2022
[Fundur 1609](/v/25687)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 118](/v/25672)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 117](/v/25671)
Bæjarráð / 6. apríl 2022
[Fundur 1608](/v/25656)
Bæjarráð / 31. mars 2022
[Fundur 1605](/v/25642)
Bæjarstjórn / 30. mars 2022
[Fundur 526](/v/25639)
Bæjarráð / 23. mars 2022
[Fundur 1607](/v/25620)