Borgarbyggð
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 40. fundur
= Umhverfis- og landbúnaðarnefnd =
Dagskrá
=== 1.Umhverfisviðurkenningar 2022 ===
2206070
Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2022 veittar.
=== 2.Snjómokstur í dreifbýli - verðfyrirspurn ===
2209240
Framlögð uppfærð drög að verðfyrirspurnargögnum vegna snjómoksturs í dreifbýli.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir drög að verðfyrirspurnargögnum vegna snjómoksturs í dreifbýli með áorðnum breytingum og vísar málinu til byggðarráðs til umfjöllunar og samþykktar.
=== 3.Erindisbréf Umhverfis-og landbúnaðarnefndar ===
2206072
Lagt fram uppfært erindisbréf Umhverfis-og landbúnaðarnefndar.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og vísar málinu til sveitarstjórnar til endanlegrar samþykktar.
=== 4.Fjárhagsáætlun 2023 ===
2206062
Rætt um drög að fjárhagsáætlun þeirra mála sem heyra undir Umhverfis-og landbúnaðarnefnd.
Lagt fram.
=== 5.Gjaldskrár 2023 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd ===
2211078
Framlagðar tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2023.
Erindinu er frestað, þar sem gögn liggja ekki fyrir.
=== 6.Hunda og kattahreinsun 2022 ===
2211079
Rætt um fyrirkomulag ormahreinsunar hunda og katta.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir að fyrirkomulag ormahreinsunar hunda-og katta í þéttbýli verði með sama hætti og undanfarin ár. Deildarstjóra falið að tímasetja og auglýsa á vefmiðlum sveitarfélagsins.
=== 7.Agenda 2030- Nordregio ráðstefna 2022 ===
2210191
Lögð fram kynning fulltrúa Borgarbyggðar á ráðstefnu Nordregio um innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna í sveitarfélögum á Norðurlöndunum.
Lagt fram.
=== 8.Starfsleyfi fyrir Sorpurðun Vesturlands ===
2211086
Framlagður tölvupóstur frá Umhverfisstofnun dags. 15.11.2022, þar sem vakin er athygli á að nýtt starfsleyfi er nú í auglýsingu fyrir Sorpurðun Vesturlands í Fífholtum.
Lagt fram til kynningar.
=== 9.Deild umhverfis-og framkvæmdamála skýrsla nóvember 2022 ===
2211080
Framlögð skýrsla deildarstjóra um verkefni deildarinnar.
Lagt fram.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir að flýta desemberfundi nefndarinnar, og verður hann haldinn 1. desember.
Fundi slitið - kl. 15:40.
Eftirfarandi viðurkenningar voru veittar:
Snyrtilegt bændabýli 2022: Gunnlaugsstaðir
Falleg lóð við íbúðarhúsnæði: Kjartansgata 20
Snyrtileg lóð við atvinnuhúsnæði: Hótel Varmaland
Samfélagsviðurkenning umhverfis-og landbúnaðarnefndar: Steinunn Árnadóttir