Hvalfjarðarsveit
Fræðslunefnd 45. fundur
= Fræðslunefnd =
Dagskrá
Guðlaug Ásmundsdóttir, Ásdís Björg Björgvinsdóttir og Sólrún Jörgensdóttir boðuðu forföll.
=== 1.Trúnaðarmál fræðslunefndar ===
2108003
Mál nr. 2210055.
Félagsmálastjóri kom inn á fundinn undir þessm lið og fór yfir málið.
Fært í trúnaðarbók.
Fært í trúnaðarbók.
Dagný Hauksdóttir ásamt áheyrnafulltrúum vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
=== 2.Erindi - ósk um aukafjárveitingu vegna sérfræðiþjónustu ===
2211017
Erindi frá leikskólastjóra.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 730.000,- á lið 4391 Önnur sérfræðiþjónusta.
=== 3.Erindi frá skólastjóra Heiðarskóla ===
2210046
Máli frestað á síðasta fræðslunefndarfundi.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að gerður verði viðauki við þessa tvo liði, annars vegar vegna kostnaðar við þvott og hreingerningar, kr. 600.000 og hins vegar vegna sérmerkingar á húsnæði og skólalóð, kr. 510.000.
=== 4.Vor - og haustfrístund 2022 ===
2203040
Kostnaður við vor- og haustfrístund.
Lagt fram til kynningar. Fræðslunefnd telur mikilvægt að tekið verði mið af raunkostnaði vegna vor- og haustfrístundar 2022 við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.
=== 5.Lógó Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar ===
2203037
Tillögur af nýjum kennimerkjum fyrir Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Hönnuður lagði fram tillögur að kennimerki fyrir Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar og mun vinna verkið áfram.
=== 6.Niðurstöður skólapúlsinn í 6. -10. bekk ===
2211024
Fara yfir niðurstöður skólapúlsinn fyrir 6.-10. bekk.
Skólastjóri Heiðarskóla kynnti niðurstöður Skólapúlsins fyrir nemendur í 6.-10. bekk. Fræðslunefnd þakkar fyrir góða kynningu og óskar eftir upplýsingum um hvernig unnið verður með niðurstöðurnar.
=== 7.Samantekt á fjölda barna í íþrótta- og tómstundastarfi ===
2211027
Samantekt á íþróttaiðkun barna og ungmenna.
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 18:15.