Reykjanesbær
Stjórn Reykjaneshafnar - 268. fundur
== 268. fundur stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 17. nóvember 2022 kl. 17:00 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ ==
Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Úlfar Guðmundsson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.
=== 1. Fjármál Reykjaneshafnar (2022010193) ===
Hafnarstjóri fór yfir rekstrarstöðu hafnarinnar fyrstu tíu mánuði ársins.
=== 2. Fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar árið 2023 (2022080336) ===
Hafnarstjóri fór yfir drög að fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar fyrir árið 2023 ásamt áætlun til næstu ára þar á eftir. Einnig fór hann yfir þær fjárfestingar sem fara þarf í á komandi árum. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun ársins 2023 ásamt áætlun vegna áranna 2024-2026.
Samþykkt samhljóða.
=== 3. Starfsáætlun Reykjaneshafnar vegna ársins 2023 (2022110318) ===
Hafnarstjóri fór yfir drög að starfsáætlun hafnarinnar fyrir árið 2023. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlun Reykjaneshafnar vegna ársins 2023.
Samþykkt samhljóða.
**Fylgigögn:**
[Starfsáætlun Reykjaneshafnar 2023](/static/files/Fundargerdir/hafnarstjorn/2022/268/3.1-reykjaneshofn-starfsaaetlun-2023_samthykkt_17.11.22_.pdf)
=== 4. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar (2020030194) ===
Smábátahöfnin í Grófinni. Verkfundargerð 2 vegna endurbóta á mynni hafnarinnar sem varð fyrir skemmdum í óveðri á fyrri hluta ársins 2020. Fram kom að framkvæmdinni er lokið.
Lögð fram til kynningar.
**Fylgigögn:**
[Grófarhöfn - viðgerð brimvarnar - verkfundur 2](/static/files/Fundargerdir/hafnarstjorn/2022/268/4.1-grofarhofn_fundarg_-verkfundur-2.pdf)
=== 5. Lóðir Reykjaneshafnar (2020050288) ===
**a. Grófin 2a**
Drög að samkomulagi milli Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar varðandi þróun á hluta lóðarinnar Grófin 2a ásamt landi við smábátahöfnina í Gróf. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrirliggjandi drög að samkomulagi enda fellur það vel að stefnumótun Reykjaneshafnar sem fram kemur í skýrslunni Reykjaneshöfn 2030 – framtíðarsýn. Hafnarstjóra er falið að undirrita samkomulagið.
Samþykkt samhljóða.
**b. Hafnarbakki 9**
Fyrir liggur kauptilboð dags. 09.11.22. um lóðina Hafnarbakki 9, fasteignanúmer F209-4106 en Reykjaneshöfn hefur forkaupsrétt að viðkomandi eign. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir að falla frá viðkomandi forkaupsrétti.
Samþykkt samhljóða.
**c. Samráðsnefnd**
Stjórn Reykjaneshafnar og umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar ásamt starfsmönnum viðkomandi aðila fóru í vettvangsferð um hafnarsvæði Reykjaneshafnar þann 15. nóvember sl. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar óskar eftir því við umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar að aðilar skipi sameiginlegan samráðshóp með tveimur fulltrúum frá hvorum aðila til þess að vinna að skipulagi og þróun hafnarsvæða Reykjaneshafnar í samræmi við þá stefnumótun sem fram kemur í skýrslunni Reykjaneshöfn 2030 – framtíðarsýn. Fulltrúar stjórnar Reykjaneshafnar í samráðshópnum eru Hjörtur M. Guðbjartsson og Sigurður Guðjónsson.
Samþykkt samhljóða.
**Fylgigögn:**
[Grófin - loftmynd](/static/files/Fundargerdir/hafnarstjorn/2022/268/5.1-grofin-03.11.2022-20-m-loftmynd.pdf)
=== 6. Hafnasamband Íslands (2022021139) ===
Fundargerð 446. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 26.10.22.
Lögð fram til kynningar.
**Fylgigögn:**
[Fundargerð 446. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands](/static/files/Fundargerdir/hafnarstjorn/2022/268/6.1-fundargerd_446_hafnasamband.pdf)
=== 7. Hafnasambandsþing 2022 (2022080337) ===
Farið var yfir framkvæmd og niðurstöður Hafnasambandsþings 2022 sem haldið var í Snæfellsbæ þann 27. og 28. október sl.
**Fylgigögn:**
[Hafnasambandsþing 2022 - skipan stjórnar](/static/files/Fundargerdir/hafnarstjorn/2022/268/7.1-hafnasamband-islands_tolvupostur_31.10.22_1.pdf) [Úttekt og greining á fjárhagsstöðu íslenskra hafna 2021](/static/files/Fundargerdir/hafnarstjorn/2022/268/7.2-fjarhagur_hafnasamband_arsskyrsla_2021.pdf) [Hafnasambandsþing 2022 - ályktanir](/static/files/Fundargerdir/hafnarstjorn/2022/268/7.3-alytktanir-2022.pdf)
=== 8. Skemmtiferðaskip (2022060312) ===
Farið var yfir framkvæmd vinnustofu sem haldin var 16. nóvember sl. í Hljómahöll í tengslum við markaðssetningu Keflavíkurhafnar fyrir smærri skemmtiferðaskip. Jafnframt var farið yfir næstu skref í þeirri vinnu.
=== 9. Norðurál Helguvík ehf. (2020080524) ===
Farið var yfir stöðu mála er varða þrotabúið.
=== 10. Suðurnesjabær (2022040146) ===
Bréf dags. 04.11.2022 frá Suðurnesjabæ þar sem bent er á að tillaga að aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034 liggi fyrir og er þeim sem eiga hagsmuna að gæta gefinn kostur á að koma með ábendingar og gera athugasemdir til 23. desember n.k.
Lagt fram til kynningar.
**Fylgigögn:**
[Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022-2034 - bréf frá Suðurnesjabæ](/static/files/Fundargerdir/hafnarstjorn/2022/268/10.1-ask_sudurnesjabaejar_bref-til-umsagnaradila-003-.pdf)
=== 11. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2022010197) ===
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi hafnarinnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:55.