Mosfellsbær
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 232
==== 22. nóvember 2022 kl. 07:00, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) formaður
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
== Fundargerð ritaði ==
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026 ==
[202206736](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/malsnumer/202206736#vdtnb4hmxkgaa2ctbb51gg1)
Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 fyrir umhverfismál frá fyrri umræðu bæjarstjórnar
Lagt fram og kynnt.
== 2. Græni stígurinn - ályktun samþykkt á aðalfundi 2022 ==
[202209405](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/malsnumer/202209405#vdtnb4hmxkgaa2ctbb51gg1)
Erindi Skógræktarfélags Íslands varðandi ályktun aðalfundar 2022 um Græna stíginn. Á 1552. fundi bæjarráðs var málinu vísað til umfjöllunar umhverfisnefndar og skipulagsnefndar.
Lagt fram og kynnt. Umhverfisnefnd tekur undir afgreiðslu frá 574. fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, 21. okt. 2022, þar sem erindinu var vísað til yfirstandandi vinnu við endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar til þess að tryggja umfjöllun og staðsetningu hans innan stíganets Mosfellsbæjar.
Umhverfisnefnd leggur áherslu á að skilgreina þurfi verkefnið betur áður en hægt er að vinna það áfram.