Grindavíkurbær
Skipulagsnefnd - Fundur 101
03.05.2022 - Slóð
**101. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 2. maí 2022 og hófst hann kl. 16:15.**
Fundinn sátu:
Guðmundur L. Pálsson, formaður,
Ólafur Már Guðmundsson, aðalmaður,
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, aðalmaður,
Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður,
Björgvin Björgvinsson, aðalmaður,
Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Dagskrá:
**1. Spóahlíð 3 - Fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu - 2204077**
Hjálmar Vilhjálmsson og Aðalsteinn Snorrason fulltrúar lóðarhafa við Spóahlíð 3 mæta til fundarins undir dagskrárliðnum til að ræða skipulag lóðarinnar og möguleika á breytingu.
**2. Beiðni um umsögn um endurskoðað aðalskipulag Sveitarfélagsins Ölfus 2020-2036 - 2204102**
Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir umsögn um endurskoðað aðalskipulag Sveitarfélagsins Ölfus 2020-2036.
Skipulagsnefnd bendir á að ekki sé samræmi milli stíga á sveitarfélagamörkum Grindavíkurbæjar og Ölfus.
Skipulagsnefnd gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við skipulagstillöguna og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
**3. Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035 ósk um umsögn - 2204103**
Reykjanesbær óskar eftir umsögn um endurskoðað aðalskipulag sveitarfélagsins 2020-2035.
Skipulagsnefnd gerir athugasemd við að ekki er samræmi syðst á sveitarfélagamörkum á gildandi aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 og á skipulagstillögunni frá Reykjanesbæ.
Skipulagsnefnd bendir jafnframt á að ekki sé samræmi milli stíga á sveitarfélagamörkum Grindavíkurbæjar og Reykjanesbæjar.
Erindinu er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
**4. Áform um stækkun og endurbætur á Miðgarði 3 - 2201018**
Grenndarkynningu á deiliskipulagsbreytingu við Miðgarð 3 er lokið án athugasemda. Málsmeðferð skipulagstillögu er samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna. Í samræmi við 6 gr. samþykktar um skipulagsnefnd í Grindavík þá er um fullnaðarafgreiðslu að ræða.
**5. Umsókn um byggingarleyfi - Félagsaðstaða eldri borgara við Víðihlíð - 2204131**
Sótt er um breytingu á byggingarleyfi fyrir byggingu félagsaðstöðu eldri borgara við Víðihlíð. Breytingar er vegna breytinga á skipulagi 2 hæðar og útliti byggingar.
Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.
**6. Fyrirspurn um lóð við Suðurgarð - 2202058**
Fyrirspurn Sæbýlis um lóð við Suðurgarð til umræðu.
Skipulagsnefnd veitir sviðsstjóra heimild til að vinna breytingar á skipulagi lóðarinnar í samráði við Sæbýli að fengnu vilyrði bæjarstjórnar.
Erindinu er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
**7. Rekstrarleyfi veitingastaðar í flokki II - Tjald ehf. - 2204107**
Tjald ehf. hefur sótt um rekstrarleyfi í flokki II F til sýslumanns. Byggingarfulltrúi vísar málinu til skipulagsnefndar til þess að meta hvort beiðnin samrýmist skipulagi á svæðinu.
Skipulagsnefnd telur að rekstrarleyfið í flokki II F sé ekki í andstöðu við skipulag svæðisins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15.
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)
Bæjarstjórn / 11. maí 2022
[Fundur 528](/v/25760)
Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022
[Fundur 115](/v/25756)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25736)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25735)
Bæjarráð / 4. maí 2022
[Fundur 1610](/v/25730)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2022
[Fundur 101](/v/25727)
Hafnarstjórn / 2. maí 2022
[Fundur 482](/v/25716)
Bæjarstjórn / 27. apríl 2022
[Fundur 527](/v/25704)
Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022
[Fundur 100](/v/25688)
Bæjarráð / 20. apríl 2022
[Fundur 1609](/v/25687)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 118](/v/25672)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 117](/v/25671)
Bæjarráð / 6. apríl 2022
[Fundur 1608](/v/25656)
Bæjarráð / 31. mars 2022
[Fundur 1605](/v/25642)
Bæjarstjórn / 30. mars 2022
[Fundur 526](/v/25639)
Bæjarráð / 23. mars 2022
[Fundur 1607](/v/25620)