Vesturbyggð
Bæjarstjórn - 376
= Bæjarstjórn #376 =
Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 23. nóvember 2022 og hófst hann kl. 17:00
====== Nefndarmenn ======
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Ólafur Byron Kristjánsson (ÓBK) varamaður
- Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) varamaður
- Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) aðalmaður
- Einar Helgason (EH) varamaður
====== Starfsmenn ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
====== Fundargerð ritaði ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
== Almenn erindi ==
=== 1. Skýrsla bæjarstjóra ===
Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna.
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.
=== 2. Fjárhagsáætlun 2023 - 2026 ===
Lögð er fram, til fyrri umræðu, tillaga að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2023, auk 4ra ára áætlun fyrir árin 2023-2026.
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2023 og 4ra ára áætlun 2023-2026 til seinni umræðu sem verður miðvikudaginn 14. desember nk. kl. 17:00.
Samþykkt samhljóða
=== 3. Fjárhagsáætlun 2023 - gjaldskrár ===
Lagðar fyrir gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2023.
Gjaldastuðlar á árinu 2023 eru eftirfarandi:
Útsvarshlutfall 14,520%
Fasteignaskattur A-flokkur 0,55%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%
Vatnsgjald íbúðarhúsnæði 0,38%
Vatnsgjald annað húsnæði 0,50%
Fráveitugjald íbúðarhúsnæði 0,38%
Fráveitugjald annað húsnæði 0,40%
Lóðaleiga íbúðarhúsnæði 1,00%
Lóðaleiga annað húsnæði 3,75%
Til máls tóku: Forseti, TBB og GE.
Bæjarstjórn vísar gjaldskrám 2023 til seinni umræðu sem verður miðvikudaginn 14. desember nk. kl. 17:00.
Samþykkt samhljóða.
=== 4. Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar ===
Lagðir fyrir viðaukar 6, 7 og 8 við fjárhagsáætlun 2022.
Viðauki 6 er lagður fyrir vegna framkvæmda við fyrirstöðugarð og flotbryggju við Brjánslækjarhöfn. Verkefnið er styrkt af Vegagerðinni en það var boðið út á árinu. Lægsta tilboð reyndist nokkuð yfir því sem áætlað hafði verið í verkefnið og eykst hlutur Vesturbyggðar því um 11,7 m.kr. fer úr því að vera 21 m.kr. í 32,7 m.kr. Hlutur Vegargerðarinnar fer úr 30,6 m.kr í 49 m.kr. Heildarkostnaður við verkefnið eru 81,7 m.kr. Viðaukanum er mætt með lækkun á öðrum fjárfestingum við hafnir Vesturbyggðar. 7 m.kr við Bíldudalshöfn og 4 m.kr við Patreksfjarðarhöfn ásamt lækkunum á fjárfestingum í eignarsjóði.
Viðaukinn er jafnframt lagður fyrir vegna verkefna sem áætlað var að fara í á árinu en mun ekki nást og verður að mestu gert ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun 2023. Fjárfestingar í eignasjóði eru lækkaðar um 22,4 m.kr., fjárfestingar í vatnsveitu eru lækkaðar um 8,75 m.kr. og fjárfestingar í fráveitu eru lækkaðar um 4,2 m.kr. Lántökur eru lækkaðar á móti fjárfestingum um 33,7 m.kr.
Viðauki 7 er lagður fyrir vegna uppreiknaðs stofnframlags skv. samningi um stofnframlög á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 til byggingar fjögurra almennra íbúða við Hafnarbraut 9 á Bíldudal, sem undirritaður var í apríl 2021. Erindi þess efnis var tekið fyrir á 951. fundi bæjarráðs þar sem samþykkt var að vísa hækkun stofnframlaga sveitarfélagsins úr 13,5 m.kr. í 15,4 m.kr.
Búið var greiða 5,4 m.kr, 29.01.2021 og færist því mismunurinn sem hækkun stofnframlaga í viðaukanum.
Viðaukanum er mætt með hækkun útsvars í samræmi við rauntölur fyrstu tíu mánuði ársins.
Viðauki 8 er lagður fyrir vegna breytingu á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 þar sem kveðið er á um að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags, þ.e. sveitarfélag skal færa hlutdeild þess í einstökum liðum rekstrar og efnahags, óháð stærð eignarhluta.
Í viðaukanum er búið að færa hlutdeild Vesturbyggðar í áætlun Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, Fjórðungssamband Vestfirðinga og Náttúrustofu Vestfjarða fyrir árið 2022 í upphaflega samþykkta áætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2022.
Í yfirlitunum eru sýnd áhrif sem breytt ákvæði reglugerðar hafa á samþykkta áætlun 2022 fyrir Vesturbyggð.
Fyrirvari er á framsetningu á þessum viðauka sem byggir á samþykktri áætlun samstarfsverkefnis. Fyrirvari er um að mögulega verði annað hlutfall ábyrgðar ákvarðað þegar nánari upplýsingar og leiðbeiningar liggja fyrir. Fyrirvari er um að mögulega falli fleiri samstarfsverkefni undir ákvæði reglugerðarinnar.
Viðaukarnir hafa þau áhrif að rekstrarniðurstaða A hluta lækkar um 15,1 m.kr. og verður neikvæð um 72,7 m.kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta lækkar um 15,3 m.kr. og verður jákvæð um 53,5 m.kr. Handbært fé í A hluta hækkar um 36,5 m.kr. og verður 3,4 m.kr. Handbært fé í A og B hluta lækkar um 24,4 m.kr. og verður 25,8 m.kr.
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn samþykkir viðaukana samhljóða
=== 5. Stjórnskipan Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir 2022 ===
Forseti bar upp tillögur um breytingar á nefndarskipan í skipulags- og umhverfisráði, hafna- og atvinnumálaráði og menningar- og ferðamálaráði Vesturbyggðar
Skipulags - og umhverfisráð munu skipa:
Jóhann Pétur Ágústsson
Barði Sæmundsson
Rebekka Hilmarsdóttir
Friðbjörg Matthíasdóttir
Ólafur Byron Kristjánsson
Til vara:
Svanhvít Skjaldardóttir
Friðbjörn Steinar Ottósson
Tryggvi Baldur Bjarnason
Gunnar Sean Eggertsson
Guðrún Eggertsdóttir
Samþykkt samhljóða
Menningar- og ferðamálaráð
Ásgeir Sveinsson
Steinunn Sigmundsdóttir
Friðbjörn Steinar Ottósson
Hlynur Freyr Halldórsson
Anna Vilborg Rúnarsdóttir
Til vara:
Svanhvít Skjaldardóttir
Davíð Valgeirsson
Jón Árnason
Petrína Sigrún Helgadóttir
Maggý Hjördís Keransdóttir
Samþykkt samhljóða
Hafna- og atvinnumálaráð
Guðrún Anna Finnbogadóttir
Einar Helgason
Tryggvi Baldur Bjarnason
Valdimar Bernódus Ottósson
Jónína Helga Sigurðard. Berg
Til vara:
Hlynur Freyr Halldórsson
Steinunn Sigmundsdóttir
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir
Anna Vilborg Rúnarsdóttir
Matthías Ágústsson
Samþykkt samhljóða
Fráfarandi nefndarmönnum eru þökkuð vel unnin störf.
=== 6. Ósk um óformlegar viðræðum um sameiningu sveitarfélaga ===
Lögð eru fram drög að samningi Vesturbyggðar við KPMG ehf., vegna ráðgjafar í tengslum við óformlegar sameiningarviðræður Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps ásamt drögum að verkefnistillögu KPMG dags. 26. október 2022.
Bæjarráð tók málið fyrir á 952. fundi sínum þann 17. nóvember sl. þar sem það lagði til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn og fela bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Vesturbyggðar sem verkkaupa.
Til máls tók: Forseti
Forseti leggur til að verkefnastjórn fyrir hönd Vesturbyggðar verði skipið af fulltrúum bæjarráðs Vesturbyggðar.
Samþykkt samhljóða.
=== 7. Göngustígur milli Aðalstrætis og Strandgötu, Patreksfirði. Framkvæmdaleyfi. ===
Tekið fyrir erindi Vesturbyggðar, dags. 04.11.2022 þar sem sótt er um leyfi fyrir nýjum göngustíg á milli Strandgötu og Aðalstrætis á Patreksfirði. Tilgangur með framkvæmdinni er að auðvelda aðgengi frá Strandgötu upp á Aðalstræti.
Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 100. fundi sínum 10. nóvember sl. þar sem það hvatti framkvæmdaraðila til að huga að gangstétt frá Stúkuhúsi meðfram Aðalstræti að enda gangstéttar við Aðalstræti 43 sem og nýrri gangstétt frá Strandgötu 7 að leikskóla/nýrri tengingu að Aðalstræti svo samfella náist fyrir gangandi vegfarendur á svæðinu.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfis nr. 772/2012 en að framkvæmdin verði kynnt fyrir lóðarhöfum Strandgötu 19, Aðalstrætis 41, 43, 45, 47, 49 og 50.
Til máls tóku:Forseti, GE og bæjarstjóri.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að veita framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
=== 8. Sigtún 4. Stækkun lóðar, endurnýjun lóðarleigusamnings ===
Erindi frá Margréti Brynjólfsdóttur, dags. 7.11.2022. Í erindinu er óskað eftir stækkun á lóð Sigtúns 4 um 6m til vesturs. Heildarstærð lóðar eftir stækkun yrði 906m2. Erindinu fylgir teikning sem sýnir afmörkun lóðarinnar.
Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 100. fundi sínum 10. nóvmeber sl. að samþykkt verði að stækka lóðina um 4m til vesturs og lóðarleigusamningurinn endurnýjaður. Ráðið fól byggingarfulltrúa að endurskilgreina lóðina að Sigtúni 2 í samræmi við framangreint, taka þarf tillit til göngustígs milli Hjalla 13 og 15 við afmörkun lóðarinnar.
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs, samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að endurskilgreina lóðina að Sigtúni 2 í samræmi við bókun skipulags og umhverfisráðs.
Samþykkt samhljóða.
=== 9. Umsagnarbeiðni við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna veglagningar yfir Dynjandisheiði ===
Tekin fyrir umsagnarbeiðni frá Ísafjarðarbæ um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar, dagsett 25. október 2022. Breytingin fjallar um enduruppbyggingu vegs nr. 60 yfir Dynjandisheiði og veg nr. 63 Bíldudalsveg, með það að markmiði að þeir nýtist sem heilsársvegir.
Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar tók málið fyrir á 100. fundi sínum 10. nóvmeber sl. og gerði ekki athugasemdir við breytingartillöguna.
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og fagnar fyrirhuguðum framkvæmdum á Vestfjarðarvegi nr. 60. Bæjarstjórn vekur þó athygli á að skortur er á upplýsingum um snjóflóðahættu á hinu nýja vegsvæði og telur mikilvægt að það sé kannað til hlítar.
Samþykkt samhljóða.
== Fundargerð ==
===
10.
===
Bæjarráð - 950
Lögð fram til kynningar fundargerð 950. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 25. október 2022. Fundargerðin er í 15 liðum.
Til máls tók: Forseti
[10.1. #2210021 – Fjárhagsáætlun 2022 - framkvæmdir](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210021/) [10.2. #2210028 – Áætlun um loftgæði 2022-2033 - Drög til haghafa](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210028/) [10.3. #2210045 – Fundargerð nr. 914 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210045/) [10.4. #2210037 – Skýrsla um starfsemi Ofanflóðanefndar 2018-2021](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210037/) [10.5. #2202047 – Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2022](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2202047/) [10.6. #2210047 – Ágóðahlutagreiðsla 2022](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210047/) [10.7. #2210048 – Til samráðs - Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða nr. 116-2006 (orkuskipti).](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210048/) [10.8. #2210049 – Heimastjórnir í Vesturbyggð](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210049/) [10.9. #2210026 – Verkferill við val á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210026/) [10.10. #2210024 – Ósk um tilnefningu áheyrendafulltrúa í stjórn Fjórðungssambandsins.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210024/) [10.11. #2210032 – Mál nr. 9 um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis. Ósk um umsögn.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210032/) [10.12. #2210017 – Patreksfjarðarprestakall - Ósk um styrk fyrir fermingarbörn vegna ferðar í Vatnaskóg](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210017/) [10.13. #2210046 – Til samráðs- greinagerð um stöðu vinnu við gerð sjávarútvegsstefnu](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210046/) [10.14. #2210031 – Mál nr. 44 um almannatryggingar ( skerðing á lífeyri vegna búsetu). Ósk um umsögn.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210031/) [10.15. #2210029 – Minningardagur um þá sem hafa látist í unferðarslysum 2022](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210029/)
===
11.
===
Fræðslu- og æskulýðsráð - 81
Lögð fram til kynningar fundargerð 81. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs, fundurinn var haldinn 19. október 2022. Fundargerðin er í 9 liðum.
Til máls tók: Forseti
[11.1. #2210030 – Samstarfssamningur](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210030/) [11.2. #2209013 – Fræðsluráð, fundartími og fyrirkomulag](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2209013/) [11.3. #2205022 – Brotthvarf úr framhaldsskólum](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2205022/) [11.4. #2210007 – Ytra mat á leikskólum árið 2023 umsókn](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210007/) [11.5. #2209057 – Bíldudalsskóli - húsnæði](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2209057/) [11.6. #2109004 – Tónlistarskóli: mat á starfsáætlun](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2109004/) [11.7. #2210034 – Starfsáætlun Tónlistaskóla 2022-2023](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210034/) [11.8. #2207036 – Félagsmiðstöðvar 2022 - 2023](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2207036/) [11.9. #2210033 – Starfsáætlun Patreksskóla 2022 - 2023](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210033/)
===
12.
===
Bæjarráð - 951
Lögð fram til kynningar fundargerð 951. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 9. nóvember 2022. Fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tók: Forseti
[12.1. #2206023 – Fjárhagsáætlun 2023 - 2026](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2206023/) [12.2. #2210060 – Til samráðs -Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116-2003 (afnám tegundatilfærslu í deilistofnum botnfisks o.fl.)](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210060/) [12.3. #2210055 – Mál nr. 231 um tillögu um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara. Ósk um umsögn.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210055/) [12.4. #2210051 – Til samráðs - Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116-2006 (rafvæðing smábáta)](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210051/) [12.5. #2210059 – Starfsskýrsla Breiðafjarðarnefndar fyrir árið 2021](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210059/) [12.6. #2202047 – Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2022](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2202047/) [12.7. #2201042 – Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2201042/) [12.8. #2211013 – Beiðni um samning um styrk til björgunarsveitarinnar Kóps](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2211013/) [12.9. #2008026 – Bygging fjögurra íbúða á Bíldudal - stofnframlög](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2008026/) [12.10. #2210056 – Stafræn sveitarfélög kostnaður og verkefni fjárhagsáætlun 2023](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210056/) [12.11. #2209072 – Mál nr. 10 um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins. Ósk um umsögn](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2209072/) [12.12. #2103052 – Ofanflóðasjóður - lántaka](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2103052/) [12.13. #2211004 – Til samráðs - Breytingar á lögum um innheimtustofnun sveitarfélaga ( tilfærsla á innheimtu meðlaga)](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2211004/) [12.14. #2210061 – Mál nr. 382 um frumvarp til laga um útlendinga ( alþjóðleg vernd). Ósk um umsögn.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210061/)
===
13.
===
Bæjarráð - 952
Lögð fram til kynningar fundargerð 952. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 17. nóvember 2022. Fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tók: Forseti
[13.1. #2206023 – Fjárhagsáætlun 2023 - 2026](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2206023/) [13.2. #2210044 – Athugasemd við fyrirhugaða stækkun á byggingarreit við Eyrargötu 5](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210044/) [13.3. #2211029 – Mál nr. 84 um tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar. Ósk um umsögn,](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2211029/) [13.4. #2211024 – Beiðni Samtaka náttúrustofa um viðbótarfjárveitingu frá ríkinu](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2211024/) [13.5. #2211043 – Til samráðs - Áform um lagasetningu - breyting á lögum nr. 612006, um lax- og silungsveiði (hnúðlax)](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2211043/) [13.6. #2211041 – Sveitarfélag ársins 2023](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2211041/) [13.7. #2209059 – Fjárhagsáætlun 2023 - gjaldskrár](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2209059/) [13.8. #2201042 – Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2201042/) [13.9. #2111059 – Ósk um óformlegar viðræðum um sameiningu sveitarfélaga](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2111059/) [13.10. #2209052 – Starfshópur um samstarfs í velferðarþjónustu meðal sveitarfélaga á Vestfjörðum](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2209052/) [13.11. #2211042 – Til samráðs-Áform um lagasetningu -breytingu á lögum nr. 116-2006 um stjórn fiskveiða ( svæðaskipting strandveiða)](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2211042/) [13.12. #2211039 – Til samráðs - reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2211039/) [13.13. #2211025 – Þróun aðlögunaraðgera vegna loftlagsbreytinga - óskað eftir þátttöku sveitarfélaga](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2211025/) [13.14. #2211026 – Til samráðs- áform um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2211026/)
===
14.
===
Skipulags og umhverfisráð - 100
Lögð fram til kynningar fundargerð 100. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 10. nóvember 2022. Fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tók: Forseti
[14.1. #2205018 – Móra ehf. Umsókn um stöðuleyfi.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2205018/) [14.2. #2211009 – Göngustígur milli Aðalstrætis og Strandgötu, Patreksfirði. Framkvæmdaleyfi.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2211009/) [14.3. #2211017 – Hjallar 24. Breyttar teikningar.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2211017/) [14.4. #2211010 – Brautarholt, Selárdal. Ósk um leiðrétta skráningu.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2211010/) [14.5. #2210042 – Engjar - umsókn um stöðuleyfi.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210042/) [14.6. #2211023 – Sigtún 4. Stækkun lóðar, endurnýjun lóðarleigusamnings](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2211023/) [14.7. #2210054 – Umsagnarbeiðni við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna veglagningar yfir Dynjandisheiði](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210054/) [14.8. #2209053 – Aðalstræti 124A. Umsókn um byggingaráform](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2209053/) **Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:16**
Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 376. fundar miðvikudaginn 23. nóvember 2022 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Jón Árnason forseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir boðaði forföll í hennar stað situr fundinn Einar Helgason. Ásgeir Sveinsson boðaði forföll í hans stað situr fundinn Ólafur Byron Kristjánsson. Friðbjörn Steinar Ottósson boðaði forföll í hans stað situr fundinn Tryggvi Baldur Bjarnason
Forseti bar undir fundinn að tekið verði fyrir afbrigði á dagskrá, liður 1 málsnr. 2209029 - Skýrsla bæjarstjóra, dagskrárliðir 1 - 13 færast niður um tvo liði og verða númer 2 - 14.
Samþykkt samhljóða.