Borgarbyggð
Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi - 9. fundur
= Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi =
Dagskrá
=== 1.Íþróttahús - Frumhönnun ===
2110088
Kynnt kostnaðaráætlun fyrir frumhönnun fjölnota íþróttahúss.
Byggingarnefnd íþróttamannvirkja samþykkir framlagða áætlun um frumhönnun fjölnota íþróttahúss.
=== 2.Íþróttahús - Frumhönnun ===
2110088
Til fundarins kemur Heiðrún Ösp Hauksdóttir og fer yfir tillögu að þarfagreiningu fyrir nýtt parkethús í Borgarnesi.
Byggingarnefnd leggur til að stofnað verði notendaráð sem muni vera byggingarnefnd og hönnuðum til ráðgjafar á hönnunartíma.
Óskað verður eftir því að framkvæmdastjóri UMSB sitji í notendaráði en auk þess tilnefni UMSB þrjá einstaklinga í hópinn, Grunnskólinn í Borgarnesi tilnefni einn aðila auk forstöðumanns íþróttamannvirkja í Borgarbyggð.
Óskað verður eftir því að framkvæmdastjóri UMSB sitji í notendaráði en auk þess tilnefni UMSB þrjá einstaklinga í hópinn, Grunnskólinn í Borgarnesi tilnefni einn aðila auk forstöðumanns íþróttamannvirkja í Borgarbyggð.
Fundi slitið - kl. 16:45.