Grindavíkurbær
Bæjarstjórn - Fundur 527
27.04.2022 - Slóð
**527. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 26. apríl 2022 og hófst hann kl. 16:00.**
Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Guðmundur L. Pálsson, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður. Helga Dís Jakobsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sævar Þór Birgisson, varamaður.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðsog Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá:
**1. Ársuppgjör 2021 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2202053**
Lilja D. Karlsdóttir, endurskoðandi hjá KPMG, kom á fundinn og fór yfir endurskoðunarskýrslu vegna endurskoðunar ársins 2021 og svaraði fyrirspurnum.
Aðrir sem til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur og Páll Valur.
Ársreikningur Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2021 er lagður fram til fyrri umræðu.
Bókun
Rekstrarniðurstaða A-hluta er afgangur að fjárhæð 12,2 milljónir króna. Áætlun gerði ráð fyrir 101,8 milljónum króna í rekstrarhalla. Rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningsskilum A og B hluta, er 102,1 milljón króna í afgang en áætlun gerði ráð fyrir 53,5 milljónum króna í rekstrarhalla.
Helstu frávik í rekstri samantekinna reikningsskila A og B hluta eru:
- Útsvar og fasteignaskattur eru 140,4 milljónum króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir.
- Framlög Jöfnunarsjóðs eru 100,2 milljónum króna hærri en áætlun.
- Aðrar tekjur eru 62,8 milljónum króna hærri en áætlun.
- Laun og launatengd gjöld eru 30,0 milljónum króna lægri en áætlun.
- Breyting lífeyrisskuldbindingar við B-deild LSR er 187,7 milljónum króna yfir áætlun.
- Annar rekstrarkostnaður er 27,6 milljónum króna lægri en áætlun gerði ráð fyrir.
- Afskriftir eru 30,7 milljónum króna lægri en áætlun.
- Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld eru 48,7 milljónum króna óhagstæðari en áætlun gerði ráð fyrir.
Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A og B hluta eru 11.515,5 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru 2.161,0 milljónir króna. Lífeyrisskuldbinding hækkar frá árinu 2020 og er 839,6 milljónir króna og þar af er áætluð næsta árs greiðsla 44,0 milljónir króna. Langtímaskuldir við fjármálastofnanir eru 197,5 milljónir króna og þar af eru næsta árs afborganir 10,4 milljónir króna. Eigið fé í samanteknum reikningsskilum er 9.354,5 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall 81,2%. Skuldahlutfall A- og B-hluta skv. 2. tl. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nemur 52,0% af reglulegum tekjum. Ef undanskilin er skuld að fjárhæð 599,3 milljónir króna sem til er komin vegna kaupa á Orkubraut 3 af HS Orku hf. og er greidd með auðlindagjaldi og lóðarleigu frá HS Orku hf. , þá er skuldahlutfallið 37,6%. Skuldaviðmið skv. 14. gr. reglugerðar nr. 502 frá 2012 er negatíft í A-hluta þar sem hreint veltufé er hærra en heildarskuldir að teknu tilliti til frádráttar vegna lífeyrisskuldbindingar. Í samanteknum reikningsskilum er skuldaviðmiðið 3,3%. Rekstur í samanteknum reikningsskilum A og B hluta skilaði 692,9 milljónum króna í veltufé frá rekstri sem er 16,7% af heildartekjum en áætlun gerði ráð fyrir veltufé frá rekstri að fjárhæð 350,0 milljónum króna. Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum í samanteknum reikningsskilum A og B hluta nam á árinu 2021, 1.019,7 milljónum króna en áætlun gerði ráð fyrir 1.360,6 milljónum króna. Á árinu voru engin ný lán tekin en afborganir langtímalána voru 10,2 milljónir króna.
Handbært fé lækkaði um 446,5 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir lækkun að fjárhæð 1.136,9 milljónum króna. Handbært fé í árslok 2021 var 1.221,9 milljónir króna.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2021 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
**2. Persónuverndarstefna og persónuverndaryfirlýsing - 2204005**
Til máls tóku: Sigurður Óli og Birgitta.
Lögð fram persónuverndaryfirlýsing Grindavíkurbæjar og innri persónuverndarstefna Grindavíkurbæjar.
Bæjarráð hefur samþykkt skjölin og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða persónuverndaryfirlýsingu Grindavíkurbæjar og innri persónuverndarstefnu Grindavíkurbæjar.
**3. Samþykkt um gatnagerðargjöld - tillaga að breytingu - 2204001**
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður og Guðmundur.
Tillaga að breytingum á samþykkt Grindavíkurbæjar um gatnagerðargjöld lögð fram til samþykktar eftir umfjöllun í skipulagsnefnd og bæjarráði.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagða samþykkt um gatnagerðargjöld.
**4. Reglur um lóðarúthlutanir - tillaga að breytingu - 2204002**
Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur.
Tillaga að breytingum á reglum um lóðarúthlutanir hjá Grindavíkurbæ lögð fram til samþykktar eftir umfjöllun í skipulagsnefnd og bæjarráði.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagðar reglur um lóðaúthlutanir hjá Grindavíkurbæ.
**5. Hverfisskipulag Stíga- og Vallahverfis í Grindavík - 2106112**
Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur.
Vinnslutillaga hverfisskipulags hefur verið kynnt íbúum hverfisins og umsagnaraðilum. Þrjár ábendingar bárust frá íbúum og umsagnir frá þremur aðilum.
Skipulagsnefnd samþykkti ákveðnar breytingar á skipulagstillögunni eftir kynningu á vinnslutillögunni á fundi nefndarinnar þann 19. apríl 2022 og var sviðsstjóra falið að auglýsa skipulagstillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.
**6. Deiliskipulagsbreyting í Laut - 2106115**
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður og Guðmundur.
Deiliskipulagstillaga, greinargerð og uppdráttur fyrir Laut lögð fram eftir umfjöllun hjá í skipulagsnefnd.
Fallið er frá gerð skipulagslýsingar þar sem allar megin forsendur um skipulagið liggja fyrir í aðalskipulagi sveitarfélagsins um landnotkun á svæðinu, þ.e. íbúabyggð.
Deiliskipulag var unnið fyrir svæðið og samþykkt í bæjarstjórn þann 4. júní 2002, tvær breytingar voru gerðar á deiliskipulaginu og var sú fyrri samþykkt í bæjarstjórn þann 10. apríl 2004 og sú síðari þann 9. nóvember 2005. Í samráði við Skipulagsstofnun skal auglýsing á skipulagstillögu þessari, sem nær til lóða og svæða við götuna Laut, vera í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Núverandi skipulagstillaga gerir ráð fyrir töluvert lægra byggingarmagni á svæðinu en fyrri tillaga gerði ráð fyrir. Einnig er með skipulaginu bætt við bílastæðum fyrir starfsfólk leikskólans Laut og aðra gesti á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkti á fundi þann 19. apríl 2022 að deiliskipulagstillagan verði send í auglýsingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.
**7. Mávahlíð 13-15 - Umsókn um byggingarleyfi - 2204072**
Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur.
Byggingarleyfisumsókn frá Bergson ehf. vegna Mávahlíðar 13-15 lögð fram. Byggingaráformin eru ekki í samræmi við deiliskipulag hvað varðar hlutfall byggingar í bundinni línu við götu. Samkvæmt skipulagi á bindandi byggingarlina að vera 60% af framhlið húss en er rúm 37%.
Skipulagsnefnd samþykkti byggingaráformin á fundi nefndarinnar þann 19. apríl 2022 og að fallið yrði frá kröfum um breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.
**8. Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2022 - 2201049**
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Páll Valur, Guðmundur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Birgitta og bæjarstjóri.
Fundargerð 908. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. mars 2022 lögð fram til kynningar.
**9. Fundargerðir - Kalka sorpeyðingarstöð 2022 - 2203042**
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Birgitta, Páll Valur, bæjarstjóri, Hjálmar og Guðmundur.
Fundargerð 534. fundar stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar, dags. 15. mars 2022 lögð fram til kynningar.
**10. Bæjarráð Grindavíkur - 1608 - 2204001F**
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Birgitta, Páll Valur, bæjarstjóri, Hjálmar, Guðmundur og Sævar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**11. Bæjarráð Grindavíkur - 1609 - 2204015F **
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Hjálmar, bæjarstjóri, Páll Valur, Guðmundur og Birgitta.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**12. Skipulagsnefnd - 99 - 2203024F **
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Guðmundur, Páll Valur, Hjálmar, bæjarstjóri og Birgitta.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**13. Skipulagsnefnd - 100 - 2204014F **
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Guðmundur, Páll Valur, Hjálmar, bæjarstjóri og Birgitta.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**14. Fræðslunefnd - 118 - 2204004F **
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Hjálmar, bæjarstjóri, Sævar, Birgitta, Páll Valur og Guðmundur.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**15. Frístunda- og menningarnefnd - 114 - 2203021F **
Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Birgitta, Hallfríður, Guðmundur og Hjálmar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**16. Afgreiðslunefnd byggingarmála - 59 - 2204013F **
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Birgitta, Hallfríður og Páll Valur.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25.
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)
Bæjarstjórn / 11. maí 2022
[Fundur 528](/v/25760)
Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022
[Fundur 115](/v/25756)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25736)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25735)
Bæjarráð / 4. maí 2022
[Fundur 1610](/v/25730)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2022
[Fundur 101](/v/25727)
Hafnarstjórn / 2. maí 2022
[Fundur 482](/v/25716)
Bæjarstjórn / 27. apríl 2022
[Fundur 527](/v/25704)
Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022
[Fundur 100](/v/25688)
Bæjarráð / 20. apríl 2022
[Fundur 1609](/v/25687)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 118](/v/25672)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 117](/v/25671)
Bæjarráð / 6. apríl 2022
[Fundur 1608](/v/25656)
Bæjarráð / 31. mars 2022
[Fundur 1605](/v/25642)
Bæjarstjórn / 30. mars 2022
[Fundur 526](/v/25639)
Bæjarráð / 23. mars 2022
[Fundur 1607](/v/25620)