Borgarbyggð
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 1. fundur
= Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa =
Dagskrá
=== 1.Nes 3 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi - L216102 ===
2209241
Á 231. fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar þann 12. október 2022 var samþykkt tillaga skipulags- og byggingarnefndar um að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi golfvallar, íbúðarhúsalóða og frístundahúsalóða Nesi í Reykholtsdal frá árinu 2021.
Breytingin felst í því að staðsetning íbúðarhúsalóðar er færð undir golfskálann. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsalóð og stækkun íbúðarhúss sem áður var golfskáli. Aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags haldast óbreyttir.
Kynnt var frá 13. október til og með 11. nóvember fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Engar athugasemdir voru gerðar við breytinguna á kynningartíma.
Breytingin felst í því að staðsetning íbúðarhúsalóðar er færð undir golfskálann. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsalóð og stækkun íbúðarhúss sem áður var golfskáli. Aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags haldast óbreyttir.
Kynnt var frá 13. október til og með 11. nóvember fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Engar athugasemdir voru gerðar við breytinguna á kynningartíma.
=== 2.Umsókn um framkvæmdaleyfi- Sólbakki ===
2211109
Lögð er fram umsókn Umhverfis- og framkvæmdadeildar Borgarbyggðar um framkvæmdaleyfi til landmótunar við mörk deiliskipulags við Sólbakka 31 (lnr. 187487). Deiliskipulag er fyrir lóðina, Deiliskipulag athafnasvæðis á Sólbakka frá 1999 m.s.br. Ofan við lóðina er 1-2 m hár jarðvegskantur og til að tryggja að vatn og jarðvegur renni ekki stöðugt ofan í lóðina og valdi skemmdum óskar lóðarhafi eftir heimild til að móta land utan við lóðina og þá utan við deiliskipulagssvæðið. Við þessa framkvæmd væri slóða ofan við skipulagssvæðið lokað en hann er hvorki skilgreindur sem vegur né eina aðkomuleiðin að flugvelli og svokölluðum Kárastaða túnum. Áfram verður umferð gangandi vegfarenda fær um slóðann. Áætluð verklok eru fyrir miðjan desember.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir mótun lands utan lóðar Sólbakka 31 sem er í samræmi við það sem gert hefur verið á nærliggjandi lóðum. Málsmeðferð verður skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Framkvæmdin skuli vera í samræmi við sambærilegar framkvæmdir á aðliggjandi lóðum. Nánari kvaðir um framkvæmdina verða skilgreindar í framkvæmdaleyfi.
=== 3.Brekkubyggð 14 L208870 - Umsókn um byggingarleyfi ===
2211096
Lóðarhafi Brekkubyggðar 14 (lnr. 208870) hefur sótt um leyfi til byggingu sumarhúss á einni hæð, 179,4 fm að stærð.
Húsið fer út fyrir byggingarreit sem er á samþykktu deiliskipulagi fyrir frístundabyggð að Bjarnastöðum í Hvítársíðu frá 2005 m.s.br. (svæði 5, efra svæði).
Húsið fer út fyrir byggingarreit sem er á samþykktu deiliskipulagi fyrir frístundabyggð að Bjarnastöðum í Hvítársíðu frá 2005 m.s.br. (svæði 5, efra svæði).
Niðurstaða skipulagsfulltrúa er að gera þarf breytingu á gildandi deiliskipulagi þar sem áætlað mannvirki mun standa út fyrir byggingarreit. Lóðarhafi getur sótt um breytingu í gegnum þjónustugátt sveitarfélagsins.
=== 4.Breyting á samþykktum Borgarbyggðar 2022 ===
2208021
Lögð er fram tillaga að viðauka við samþykktir sveitarfélagsins varðandi heimildir skipulagsfulltrúa til fullnaðarafgreiðslu án staðfestingar sveitarstjórnar.
Skipulagsfulltrúi fór yfir tillögur að breytingum á viðauka við samþykkt um stjórn Borgarbyggðar og vísar tillögunum til byggðarráðs og skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu.
Fundi slitið - kl. 14:22.
Málsmeðferð verður skv. 2. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.