Grundarfjarðarbær
Bæjarstjórn 265. fundur
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 242
Farið var yfir stöðu verkefna og helstu viðfangsefni skipulagsbreytinganna.
Nefndin þakkar Halldóru og Þóru hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta fyrir mjög góða yfirferð.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 242
Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir uppfærða tillögu og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa niðurstöðuna á heimasíðu sveitarfélagsins, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og gera þeim sem gert höfðu athugasemdir við hana viðvart um auglýsinguna. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að því búnu að senda hið samþykkta deiliskipulag, ásamt samantekt um málsmeðferð, athugasemdir og umsagnir, til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.
Bókun fundar
Fyrir fundinum lá endurbættur deiliskipulagsuppdráttur með minniháttar lagfæringum.
Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, kom inn á fundinn undir þessum lið, og fór yfir framlagðan deiliskipulagsuppdrátt.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og staðfestir framlagðan deiliskipulagsuppdrátt.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 242
Skipulags- og umhverfisnefnd ítrekar að umrætt svæði, þar sem í dag er aðkoma að skógræktarsvæði, er í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 skilgreint sem íbúðarsvæði. Tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi var vel auglýst á sínum tíma og eins og lög gera ráð fyrir. Jafnframt bendir nefndin á að umrætt svæði er á bæjarlandi og utan þess skógræktarsvæðis sem samningur er um (sjá meðfylgjandi uppdrátt sem jafnframt fylgdi svarbréfi nefndarinnar 5. október 2022).
Lóð nr. 45 við Ölkelduveg nær að litlu leyti inn á umrætt svæði, þ.e. aðkomusvæði skógræktar, eins og tilgreint er í erindinu. Svæðið sem lagt er undir Ölkelduveg 39-45 er skilgreint sem íbúðarsvæði í aðalskipulagi og því er gert ráð fyrir íbúðarbyggð á þessum reit.
Vegna andmæla sem fram komu á auglýsingartíma deiliskipulagstillögunnar, hefur viðbótarskilmálum verið bætt við eftir auglýsingu. Viðbótarskilmálar vegna umræddra lóða við Ölkelduveg eru til þess fallnir að tryggja eins og frekast er unnt að lóðarhafar geri ráðstafanir til þess að færa til gróður áður en til framkvæmda kemur, að þeir velji náttúrulegar lausnir á lóðarmörkum, s.s. trjá- og runnagróður, að þeir vandi almennt frágang á lóðarmörkum og að framkvæmdir fari ekki út fyrir lóðarmörk á framkvæmdartíma.
Jafnframt féllst nefndin á að "aðkoma að skógræktarsvæði" verði fært inn á uppdráttinn þrátt fyrir að umrætt svæði sé utan deiliskipulagsmarka.
Uppfærð deiliskipulagstillaga með minniháttar breytingum verður kynnt á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar á næstu dögum og þeim sem gerðu athugasemdir á auglýsingartímanum gert viðvart um það með tölvupósti. Að því búnu verður skipulagstillagan send Skipulagsstofnun til yfirferðar eins og lög gera ráð fyrir.
Nefndin leggur til að í framhaldi af deilskipulagsvinnunni, verði aðkomusvæðið hannað í samráði við Skógræktarfélagið, íbúa og aðra hagsmunaaðila.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 242
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita tímabundið stöðuleyfi fyrir kaldri geymslu til 1. júní 2023. Nefndin telur núverandi staðsetningu á skúr ekki vera heppilega með tilliti til aðkomu að leikskólanum og brunavarna og leggur til að fundin verði önnur framtíðarlausn á geymslumálum fyrir leikskólann. Áréttað er að um kalda geymslu er að ræða.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 242
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur fyrir sitt leyti vel í erindið og felur umhverfis- og skipulagssviði að afla upplýsinga um fjárbú, fjölda fjár og aðstæður í útsveit áður en afstaða er tekin til erindisins.
Sviðinu er, eftir atvikum, einnig falið að ræða við landeigendur um mögulegar staðsetningar á rétt í útsveit.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 242
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur fyrir sitt leyti vel í þetta áhugaverða erindi og felur umhverfis- og skipulagssviði að skoða betur lagalegan grundvöll, hugsanleg fordæmi og undirbúningsvinnu annarra sveitarfélaga.
Ennfremur felur nefndin sviðinu að kanna mögulega staðsetningu fyrir slík smáhýsi í Grundarfirði og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Bókun fundar
Til máls tóku JÓK, BS, DM, BÁ og MM.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 242
Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að svara fyrirspurninni í samræmi við umræður fundarins.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 242
Lóðinni Hlíðarvegi 7 er skilað inn með bréfi til byggingarfulltrúa þann 14.11.2022.
Í samræmi við grein 1.2. í samþykktum Grundarfjarðarbæjar um úthlutun lóða hefur byggingarfulltrúi fært lóðina á lista yfir lausar lóðir.
Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir framangreinda meðferð erindisins.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 242
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að úthluta lóðinni við Hlíðarveg 7 til byggingar íbúðarhúss, sbr. Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og skilmála um afslátt af gatnagerðargjöldum.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og úthlutun lóðarinnar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 242
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur fyrir sitt leyti vel í erindi Skíðadeildar UMFG og telur vera þörf fyrir slíkt þjónustuhús.
Nefndin leggur á það áherslu að skoða þurfi vel staðsetningu þjónustuhúss þannig að það nýtist fjölbreyttri árstíðabundinni notkun.
Nefndin leggur áherslu á að hefja þurfi deiliskipulagsvinnu fyrir framtíðarskíðasvæðið uppundir Eldhömrum (ÍÞ-3) og frístundahúsabyggð (F-2) og veg sem liggi frá Grundargötu fram hjá hesthúsabyggð (ÍÞ-1) og að nýju skíðasvæði, og að tekin verði ákvörðun um framtíðarstaðsetningu þjónustuhúss í þeirri vinnu.
Þar sem deiliskipulag fyrir ofangreind svæði taki tíma, leggur nefndin til að skoðuð verði staðsetning til bráðabirgða á núverandi skíðasvæði (ÍÞ-4) þannig að það samnýtist afþreyingar- og ferðamannasvæðinu (AF-2 tjaldsvæðið) og sundlaugar- og íþróttasvæðinu (ÍÞ-5). Nefndin leggur til að annaðhvort verði valin bygging sem mögulegt verði að flytja á nýtt skíðasvæði þegar þar að kemur eða að byggingunni verði valinn staður til frambúðar þannig að hún nýtist í framtíðinni sem þjónustuhús fyrir tjaldsvæðið.
Bókun fundar
Forseti segir að hægt sé að taka undir flest af því sem hér kemur fram hjá nefndinni, en áréttar að til standi að funda með fulltrúum Skíðadeildar UMFG um málið.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 242
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag fyrir Framnes skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, breytingu á deiliskipulagi fyrir Framnes austan Nesvegar skv. sömu grein skipulagslaga og breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 skv. 1. mgr 36. gr., með vísun í 1. mgr. 30. gr. og verður aðalskipulagsbreytingin unnin samhliða deiliskipulagsáætlununum.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag fyrir Framnes skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, einnig breytingu á deiliskipulagi fyrir Framnes austan Nesvegar skv. sömu grein skipulagslaga og sömuleiðis breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 skv. 1. mgr 36. gr. skipulagslaga, með vísun í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Aðalskipulagsbreytingin verður unnin samhliða deiliskipulagsáætlununum.
Skipulagsfulltrúa falið að annast áframhaldandi meðferð skipulagslýsingarinnar í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
Forseti óskaði eftir að tekin yrðu á dagskrá fundarins þrjú mál með afbrigðum, þ.e. eitt mál, ráðning leikskólastjóra, sem yrði liður nr. 14 á dagskrá fundarins, og tvær fundargerðir, skipulags- og umhverfisnefndar sem yrði liður nr. 7 og skólanefndar, sem yrði liður nr. 8 á fundinum. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur.
Samþykkt samhljóða.
Gengið var til dagskrár.