Grindavíkurbær
Bæjarráð - Fundur 1609
20.04.2022 - Slóð
**1609. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 19. apríl 2022 og hófst hann kl. 15:00.**
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Gunnar Már Gunnarsson, varamaður, Páll Valur Björnsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Siggeir Fannar Ævarsson, varamaður og Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður.
Einnig sat fundinn: Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Dagskrá:
**1. Gestastofa Reykjanes jarðvangs - 2111028**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Á fundinn mættu Hringur Hafsteinsson og Tobia Zambotti, sem var með gegnum Teams, frá hönnunarfyrirtækinu Gagarín.
Lagðar fram rýmistillögur frá Gagarín vegna gestastofu Reykjanes jarðvangs í Kvikunni.
Bæjarráð felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviða að vinna málið áfram út frá tillögu A.
**2. Húsnæðsaðstæður skólaþjónustu, félagsþjónustu og barnaverndar - 2204050**
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Til umfjöllunar voru húsnæðis- og starfsaðstæður skólaþjónustu, félagsþjónustu og barnaverndar.
Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjórum bæjarfélagsins, bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að vinna málið áfram.
**3. Fyrirspurn um lóð við Suðurgarð - 2202058**
Fulltrúar Sæbýlis ehf. mættu á fundinn og kynntu starfsemi félagsins við Ægisgötu 1 og áform um stækkun m.a. vegna fyrirspurnar um lóð við Suðurgarð. Undir dagskrárliðnum sátu sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og nefndarmenn í
skipulagsnefnd.
**4. Samningur um mötuneyti Grunnskóla Grindavíkur - 2201006**
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skólamatur ehf. hefur sagt upp samningi við Grindavíkurbæ og tekur uppsögnin gildi eftir lok líðandi skólaárs.
Bæjarráð samþykkir að semja við Skólamat ehf. til allt að þriggja ára með uppsagnarákvæði og felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að vinna málið áfram.
**5. Félagsaðstaða eldri borgara - hönnun og undirbúningur - 2102060**
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Hönnun á félagsaðstöðu eldri borgara tekin til umræðu. Vinnsluteikningar af innréttingum lagðar fram.
**6. Samþykkt um gatnagerðargjöld - tillaga að breytingu - 2204001**
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsnefnd leggur til breytingar á samþykkt um gatnagerðargjöld. Bæjarráð tekur undir fram komnar tillögur og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn.
**7. Reglur um lóðarúthlutanir - tillaga að breytingu - 2204002**
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsnefnd leggur til breytingar á reglum um lóðarúthlutanir. Bæjarráð tekur undir fram komnar tillögur og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn.
**8. Flutningshús til Grindavíkur - 2204017**
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Félagið Langeldur ehf. óskar eftir samráði við Grindavíkurbæ um fyrirhugaðar framkvæmdir við flutning og endurbyggingu Hendrikshúss sem í dag er við Strandgötu 17 í Hafnarfirði.
Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að vinna málið áfram og leggja niðurstöðuna fyrir bæjarráð að nýju.
**9. Kvikmyndataka á Kleifarvatnsleið á Reykjanesi - 2204062**
Félagið Truenorth hefur tekið að sér kvikmyndatöku á Kleifarvatnsleið og óskar eftir að gerður verði samningur vegna verkefnisins.
Grindavíkurbær getur ekki skrifað undir samninginn sem leigusali þar sem landið er ekki í eigu bæjarfélagsins.
**10. Framtíð sundlaugarsvæðis - 2110014**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og forstöðumaður íþróttamannvirkja sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Minnisblað sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs um þróun hugmynda að framtíð sundlaugarsvæðis undanfarna tvo áratugi lagt fram ásamt bókun 114. fundar frístunda- og menningarnefndar.
Sigurður Óli leggur til að ráðist verði í frumhönnun á sundlaugarsvæði á sama tíma og unnið verður að gerð deiliskipulags íþróttasvæðis. Tilgangurinn er sá að flýta mögulegri uppbyggingu á svæðinu. Bæjarráð tekur undir tillöguna og felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að vinna málið áfram.
**11. Leiksvæði í Grindavík - 2108028**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og forstöðumaður íþróttamannvirkja sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Drög að framtíðarsýn fyrir leikvelli í Grindavík lögð fram. Frístunda- og menningarnefnd hefur áður samþykkt framtíðarsýnina fyrir sitt leyti. Bæjarráði lýst vel á þær tillögur sem fram koma í skjalinu.
**12. Flöggun á vegum Grindavíkurbæjar - 2203117**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Minnisblað um flöggun á vegum Grindavíkurbæjar lagt fram. Frístunda- og menningarnefnd telur vanta fánastangir við innkomu í bæinn auk meira áberandi fánastangar miðsvæðis sem væri "aðalfánastöng" bæjarins sem hægt væri að nýta við ýmiss konar tilefni, t.d. á 17. júní.
**13. Sjómannadagsblað Grindavíkur - 2204055**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Borist hefur erindi frá Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur þar sem þess er farið á leit að Grindavíkurbær kosti dreifingu á sjómannadagsblaðinu.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
**14. Jafnlaunakönnun 2022 - 2203060**
Niðurstaða úttektarteymis iCert, að lokinni viðhaldsúttekt, er að rekstur og viðhald jafnlaunakerfis Grindavíkurbæjar hefur gengið vel og uppfyllir þær kröfur sem gerðar
eru til þess samkvæmt IST-85.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)
Bæjarstjórn / 11. maí 2022
[Fundur 528](/v/25760)
Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022
[Fundur 115](/v/25756)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25736)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25735)
Bæjarráð / 4. maí 2022
[Fundur 1610](/v/25730)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2022
[Fundur 101](/v/25727)
Hafnarstjórn / 2. maí 2022
[Fundur 482](/v/25716)
Bæjarstjórn / 27. apríl 2022
[Fundur 527](/v/25704)
Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022
[Fundur 100](/v/25688)
Bæjarráð / 20. apríl 2022
[Fundur 1609](/v/25687)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 118](/v/25672)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 117](/v/25671)
Bæjarráð / 6. apríl 2022
[Fundur 1608](/v/25656)
Bæjarráð / 31. mars 2022
[Fundur 1605](/v/25642)
Bæjarstjórn / 30. mars 2022
[Fundur 526](/v/25639)
Bæjarráð / 23. mars 2022
[Fundur 1607](/v/25620)