Dalabyggð
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 33
**1. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023**
|Búið er að taka tillit til ábendinga atvinnumálanefndar við gerð fjárhagsáætlun 2023-2026.|
[Fjarhagsaaetlun 23-26 - sidari umraeda 15122022.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=fwS7ivuD30aLriwCzn8P7A&meetingid=xKd_LmfCc0ijGkwtRhmOgg1)
|Sæmundur Kristjánsson kom sem gestur á fundinn undir dagskrárlið 2.|
**2. 2208004 - Vegamál**
|Rætt um framkvæmdir í Dalabyggð sem er lokið, sem eru í vinnslu og þær sem eru á leiðinni í útboð.|
Nefndin þakkar Sæmundi fyrir góða yfirferð.
Í dag eru einungis 9 sveitarfélög á landinu sem eru með lengra vegakerfi en Dalabyggð og ekkert þeirra með jafn hátt hlutfall malarvega innan sinna marka.
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar bendir á að nærri 370 km á starfssvæði Vegagerðarinnar í Búðardal eru malarvegir. Það er ljóst að vinna þarf að því að fækka þessum kílómetrum.
Atvinnumálanefnd telur brýnt að fjármagn fáist í framkvæmdir á héraðsvegum. Má nefna að í Dalabyggð eru 85 km (þar af 75 km af malarvegi) af héraðsvegum sem ekki hafa fengið fjárveitingu frá árinu 2007.
Í viðmiðunarreglum um snjómokstur í Dalabyggð er talað um mokstur tvo daga í viku (mánudag og föstudag). Reynsla síðustu ára sýnir að það er ekki nóg, færa þarf mokstur upp í þrjá daga í viku og taka samtal við Vegagerðina þar um.
Í ljósi ofangreinds og með vísan til ályktana sveitarstjórnar um vegamál, vill atvinnumálanefnd beina því til sveitarstjórnar að Dalabyggð fari í vinnu við að gera tillögu að forgangsröðun vegaframkvæmda í sveitarfélaginu.
**3. 2211029 - Eiríksstaðir 2022**
|Dagskrárlið frestað til næsta fundar vegna forfalla.|
|Carolin Baare Schmidt og Skjöldur Orri Skjaldarson voru gestir á fundinum undir dagskrárlið 4.|
**4. 2211030 - Tjaldsvæðið í Búðardal 2022**
|Carolin og Skjöldur fara yfir rekstur síðasta árs og áætlanir fyrir 2023.|
Komið er að því að drena svæði á tjaldsvæðinu og leggja púða þar sem svæðið er orðið illa farið. Rekstraraðilar hafa gætt að því að hvíla svæði eftir þörfum og ástandi en fátt eftir sem gæti bætt ástandið annað en framkvæmdir.
Skoða þarf hurðir á þjónustuhúsi, hvort núverandi læsingar henti eða hvort hægt sé að skipta þeim út.
Setja þarf upp lýsingu við þjónustuhús og kanna lýsingu við ruslaílát.
Fjarlægja ruslaílát sem ekki tilheyrir flokkunarkerfi á tjaldsvæði ásamt því að endurskoða fyrirkomulag sorphirðu við breytingar um áramót, í samstarfi við rekstraraðila.