Fjarðabyggð
Bæjarráð - 774
**1. 2205271 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2023 - 2026**
|Farið yfir vinnu við fjárhagsáætlun á milli umræðna.|
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur til að gert verði ráð fyrir veikindalaunum í fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar. Það gefur óljósa mynd af stefnu sveitarfélagsins í rekstri að gera ráð fyrir því að mæta kostnaði vegna veikinda starfsmanna en gera ekki ráð fyrir því í fjárhagsáætlun.
**2. 2108124 - Grænn orkugarður á Reyðarfirði - drög að lóðaleigusamningi - Trúnaðarmál**
|Framlögð sem trúnaðarmál íslensk þýðing á drögum að lóðaleigusamningu við CIP.|
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að lóðaleigusamningi og felur bæjarstjóra frekari vinnslu hans og undirritun. Samningi vísað til staðfestingar bæjarstjórnar. Bæjarráð áformar að halda kynningarfund fyrir undirritun samningsins.
**3. 2211145 - Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð 2023**
|Fram lagt minnisblað um reynslu af tilraunaverkefni almenningssamgangna í Fjarðabyggð og tillögur um framhald þess.|
Bæjarráð samþykkir að farin verði leið tvö í minnisblað þar sem gerð verði verðfyrirspurn til akstursaðila um akstur á árinu 2023. Minnisblaði er jafnframt vísað til kynningar í ungmennaráði.
**4. 2208175 - Fjallskilasamþykkt SSA**
|Vísað til bæjarráðs frá umhverfis- og skipulagsnefnd Fjallskilasamþykkt Múlasýslu til afgreiðslu.|
Bæjarráð samþykkir fjallskilasamþykktina fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar til fyrri umræðu.
[Fjallskilasamþykkt_bréf_sveitarfélög.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=7PF9lBIlAU20PnzH1SyStw&meetingid=1f3e2z23n0GFnDUq4QFfRw1
&filename=Fjallskilasamþykkt_bréf_sveitarfélög.pdf)
**5. 2208049 - Umsókn um lán frá Ofanflóðasjóði 2022**
|Lögð fram drög að umsókn um lán til Ofanflóðasjóðs vegna áfallins kostnaðar við ofanflóðaframkvæmdir á tímabilinu janúar - október árið 2022.|
Bæjarráð samþykkir að sótt verði um lán hjá Ofanflóðasjóði.
**6. 2211141 - Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar 2023**
|Framlagt bréf frá Brú lífeyrissjóði þar sem lagt er til að endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar verði óbreytt milli ára eða 74%.|
Bæjarráð samþykkir tillögu fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
[Endurgreiðsluhlutfall LN -2023 bæjarstjórn.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=RV14duTL8k6LQvEgkq25gw&meetingid=1f3e2z23n0GFnDUq4QFfRw1
&filename=Endurgreiðsluhlutfall LN -2023 bæjarstjórn.pdf)
**7. 2211137 - Upplýsingatækni - spjallmenni**
|Framlagt erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er verkefni í upplýsingatækni og sveitarfélögum er boðið að vera hluti af þróun á því. Um er að ræða spjallmenni sem getur svarað helstu spurningum um sveitarfélagið í vefspjalli.|
Bæjarráð samþykir þátttöku í verkefninu.
**8. 2211104 - Þórsmörk - leigusamningur**
|Framlagður nýr leigusamningur um afnot af Þórsmörk í Neskaupstað fyrir starfsemi Menningarstofu. Samningur tekur við af eldri samningi sem var milli Menningarstofu og Listasmiðju Norðfjarðar.|
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
**9. 2211134 - Þorrablót Reyðfirðinga 2022 - beiðni um afnot af nýja íþróttahúsi**
|Fram lögð beiðni Þorrablóts Reyðarfjarðar um afnot af íþróttahúsinu á Reyðarfirði vegna Þorrablóts Reyðfirðinga 2023.|
Bæjarráð samþykkir að veita Þorrablóti Reyðarfjarðar afnot af íþróttahúsinu og styrkir það sem nemur afnotum af húsinu. Nánari útfærsla verður unnin í samráði við Þorrablótsnefndina.
[Bréf frá þorrablótsnefnd.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=lXzeDCxg5UeYz1WmUSzd1w&meetingid=1f3e2z23n0GFnDUq4QFfRw1
&filename=Bréf frá þorrablótsnefnd.pdf)
**10. 2201187 - Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2022**
|Fram lögð til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga nr.53 og fundargerð aðalfundar 2022.|
[Fundargerð aðalfundar 2022.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=sFoJGnjZQE6VUb0n3N6gbQ&meetingid=1f3e2z23n0GFnDUq4QFfRw1
&filename=Fundargerð aðalfundar 2022.pdf)
[Fundargerð SO nr 53.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=UrHHre9GMUerd3eUwSfDQw&meetingid=1f3e2z23n0GFnDUq4QFfRw1
&filename=Fundargerð SO nr 53.pdf)
**11. 2203101 - Ungmennaráð 2022**
|Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd til bæjarráðs tillögu deildarstjóra tómstunda- og forvarnarmála þar sem lagt er til fulltrúum í ungmennaráði verða greidd laun fyrir setu sína í ráðinu.|
Bæjarráð samþykkir tillögur nefndarinnar og jafnframt sé gerð breyting á reglum um kjör kjörinna fulltrúa og erindisbréf ungmennaráðs sem tekin verði til afgreiðslu.
[Minnisblað.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=82DqZlHO6E2tBuLa_RL7w&meetingid=1f3e2z23n0GFnDUq4QFfRw1
&filename=Minnisblað.pdf)
**12. 2211016F - Mannvirkja- og veitunefnd - 7**
|Fundargerð 7. fundar Mannvirkja- og veitunefndar frá 23. nóvember lögð fram til afgreiðslu.|
**12.1. 2209117 - Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs 2023**
**13. 2211015F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 108**
|Fundargerð 108. fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 21. nóvember tekin til afgreiðslu.|
**13.1. 2203101 - Ungmennaráð 2022**
**13.2. 2211069 - Heilsukort Fjarðabyggðar**
**13.3. 2211101 - Rekstrarfyrirkomulag vegna skíðasvæðisins í Oddsskarði**
**13.4. 2211082 - Aukin samvinna spretts og íþrótta- og tómstundamála í forvörnum**
**13.5. 2211059 - Bréf frá foreldrum á miðsstigi Grunnskóla Reyðarfjarðar vegna opnunartíma Zveskjunar**
**13.6. 2210205 - UÍA styrkur íbúaframlG**
**13.7. 2209157 - Gjaldskrá skíðasvæðis 2023**
**13.8. 2209160 - Gjaldskrá líkamsræktarstöðva 2023**
**13.9. 2209115 - Gjaldskrár sundlauga 2023**
**13.10. 2209163 - Gjaldskrá íþróttahúsa - stórviðburðir 2023**
**13.11. 2209164 - Gjaldskrá íþróttahúsa 2023**
**13.12. 2211111 - Gjaldskrá félagsmiðstöðva 2023**
**13.13. 2211019 - Styrkur frá Alcoa til að efla sjálfsvitund og styrkja ungmenni í Múlaþingi og Fjarðabyggð**
**13.14. 2211123 - Gjaldfrjáls afnot íþróttafélaga af líkamsræktarstöðvum Fjarðabyggðar**
**14. 2211009F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 12**
|Fundargerð 12. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 23. nóvember lögð fram til afgreiðslu.|
**14.1. 2209117 - Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs 2023**
**14.2. 2211105 - Strandgata 77B - 735 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi**
**14.3. 2211036 - Strandgata 9A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi**
**14.4. 2211048 - Óseyri 1a, fyrirhugað leiguhúsnæði v. lagers**
**14.5. 2211041 - Ósk um tilnefningar í vatnasvæðanefndir**
**14.6. 2211042 - Verkefni við mótun aðferðafræði til að mæta afleiðingum loftsagsbreytinga**
**14.7. 2211007 - Nesbraut 3, REY. uppskipting lóðar**
**14.8. 2208107 - Framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt**
**14.9. 2210020 - Erindi frá áhugahóp um Fjölskyldu-og útivistarsvæði á Fáskrúðsfirði.**
**14.10. 2208175 - Fjallskilasamþykkt SSA**
**14.11. 1703117 - 735 - Deiliskipulag Skíðasvæðisins í Oddsskarði**
**14.12. 2211108 - Verkefnið Sterkur Stöðvarfjörður**
**14.13. 2209189 - Ný staðsetning gámasvæða**
**14.14. 2209217 - Umferðaröryggi - Gatnamót Stekks og Kvíabrekku**