Mosfellsbær
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 1
==== 29. nóvember 2022 kl. 16:32, ====
í Kjarna
== Fundinn sátu ==
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
- Davíð Örn Guðnason (DÖG) aðalmaður
- Rúnar Már Jónatansson (RMJ) aðalmaður
- Brynja Hlíf Hjaltadóttir (BHH) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Kristín Nanna Vilhelmsdóttir (KNV) áheyrnarfulltrúi
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
== Fundargerð ritaði ==
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Samþykkt fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd lögð fram. ==
[202211062](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/malsnumer/202211062#tsg1znapeummrufj8fsrog1)
Samþykkt fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd lögð fram.
Nýstofnuð Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar því að geta hafist handa við þá vinnu sem framundan er í þágu Mosfellsbæjar í atvinnumálum og nýsköpun. Þessir mikilvægu málaflokkar munu fá aukið vægi með tilkomu þessarar nefndar.
== 2. Atvinnu- og nýsköpunarstefna ==
[202211413](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/malsnumer/202211413#tsg1znapeummrufj8fsrog1)
Undirbúningur gagnaöflunar vegna vinnu við mótun atvinnu- og nýsköpunarstefnu.
Nefndin ræddi fyrirhugaða vinnu við stefnumótun og voru fulltrúar sammála um mikilvægi þess að ráðast í hana sem fyrst. Samþykkt með fimm atkvæðum að fela starfsmanni nefndarinnar að hefja gagnaöflun varðandi núverandi atvinnurekstur í sveitarfélaginu. Er það nauðsynlegt fyrsta skref fyrir þá vinnu sem framundan til að fulltrúar nefndarinnar verði vel upplýstir um stöðu mála í þeim efnum. Því til viðbótar óskar nefndin eftir að fá greinargóða kynningu á atvinnusvæðum sveitarfélagsins, ásamt þeim áformum sem liggja fyrir samkvæmt núgildandi aðalskipulagi. Ofangreint verði kynnt á næsta fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
== 3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026 ==
[202206736](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/malsnumer/202206736#tsg1znapeummrufj8fsrog1)
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 9. nóvember lögð fram.
Lagt fram.