Grindavíkurbær
Fræðslunefnd - Fundur 118
11.04.2022 - Slóð
**118. fundur Fræðslunefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, fimmtudaginn 7. apríl 2022 og hófst hann kl. 16:30.**
Fundinn sátu:
Guðmundur Grétar Karlsson, formaður, Arna Björg Rúnarsdóttir, aðalmaður, Siggeir Fannar Ævarsson, aðalmaður, Sigurpáll Jóhannsson, varamaður, Guðbjörg Gerður Gylfadóttir, aðalmaður, Valdís Inga Kristinsdóttir, varam. áheyrnarfulltrúa, Fríða Egilsdóttir, leikskólastjóri, Eysteinn Þór Kristinsson, skólastjóri, Laufey Þórdís Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Eyrún Ösp Ottósdóttir, áheyrnarfulltrúi, Bylgja Héðinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Birgisdóttir, deildarstjóri skólaþjónustu.
Dagskrá:
**1. Skólapúlsinn foreldrakönnun Krókur - 2204021**
Formaður matsteymis skólans Björg Guðmundsdóttir Hammer kynnti niðurstöður foreldrakönnunar skólapúlsins vorið 2022.
**2. Skólapúlsinn foreldrakönnun Laut - 2204022**
Skólastjóri Leikskólans Laut kynnti niðurstöður foreldrakönnunar skólapúlsins vorið 2022.
**3. Staða biðlista og fjöldi barna í leikskólum skólaárið 2022-2023 - 2204015**
Lagt fram minnisblað leikskólaráðgjafa um fjölda barna á biðlista eftir leikskólaplássi ásamt tillögu skólastjórnenda um fjölda barna í hvorum skóla skólaárið 2022-2023. Heilsuleikskólinn Krókur verður með 108 börn og Leikskólinn Laut með 88 börn. Í ágúst verða öll börn 18 mánaða og eldri komin með leikskólapláss miðað við biðlistann í dag.
**4. Staðan hjá dagforeldrum - 2204014**
Lagt fram minnisblað frá leikskólafulltrúa um stöðu vistunarplássa hjá dagforeldrum í Grindavík. Líklegt þykir að öll börn undir 18 mánaða sem óski eftir því fái vistun hjá dagforeldrum. Útlit er fyrir að sex dagforeldrar verði starfandi næsta haust.
**5. Skóladagatal Króks 2022-2023 - 2204023**
Aðstoðarskólastjóri lagði fram skóladagatal 2022-2023 Heilsuleikskólans Króks. Fræðslunefnd frestar málinu til næsta fundar.
**6. Lærdómssamfélagið - 2204013**
Umræða um innleiðingu á starfsháttum lærdómssamfélagsins. Innleiðing hefur gengið hægar en gert var ráð fyrir vegna ýmissa áskorana síðastliðinn vetur. En vonir standa til um að hægt sé að taka verkefnið föstum tökum næsta vetur.
**7. Skóladagatal Grunnskóla Grindavíkur 2022-2023 - 2204026**
Skólastjóri lagði fram skóladagatal Grunnskóla Grindavíkur 2022-2023. Fræðslunefnd staðfestir skóladagatal grunnskólans með fyrirvara um samþykki skólaráðs.
**8. Starfsaðstæður skólaþjónustu - 2204020**
Umræður um starfsaðstæður skólaþjónustu. Fræðslunefnd telur þarft og nauðsynlegt að skólaþjónusta fái varanlegt húsnæði með góðum og viðunandi starfsaðstæðum. Leysa þarf húsnæðisvanda sem fyrst og nauðsynlegt að skoða stöðugildi samhliða vaxandi verkefnum, til að mynda vegna nýrra farsældarlaga og stækkandi bæjarfélags.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)
Bæjarstjórn / 11. maí 2022
[Fundur 528](/v/25760)
Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022
[Fundur 115](/v/25756)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25736)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25735)
Bæjarráð / 4. maí 2022
[Fundur 1610](/v/25730)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2022
[Fundur 101](/v/25727)
Hafnarstjórn / 2. maí 2022
[Fundur 482](/v/25716)
Bæjarstjórn / 27. apríl 2022
[Fundur 527](/v/25704)
Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022
[Fundur 100](/v/25688)
Bæjarráð / 20. apríl 2022
[Fundur 1609](/v/25687)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 118](/v/25672)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 117](/v/25671)
Bæjarráð / 6. apríl 2022
[Fundur 1608](/v/25656)
Bæjarráð / 31. mars 2022
[Fundur 1605](/v/25642)
Bæjarstjórn / 30. mars 2022
[Fundur 526](/v/25639)
Bæjarráð / 23. mars 2022
[Fundur 1607](/v/25620)