Grindavíkurbær
Bæjarráð - Fundur 1605
31.03.2022 - Slóð
**1605. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 1. mars 2022 og hófst hann kl. 16:00.**
Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Birgitta H. Ramsay Káradóttir, varamaður. Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi, í gegnum Teams og Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, í gegnum Teams og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá:
**1. Fjölþætt heilsuefling 65 - 2202089**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og forstöðumaður öldrunarþjónustu sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Janus Guðlaugsson íþrótta- og heilsufræðingur kynnti stöðuna eftir tveggja ára heilsueflingu meðal íbúa Grindavíkur.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni með niðurstöður verkefnisins.
**2. Styrkbeiðni frá körfuknattleiksdeild UMFG - 2202091**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram beiðni um styrk til Körfuknattleiksdeildar UMFG vegna tekjutaps.
Bæjarráð bendir á að erindi eiga að koma frá aðalstjórn UMFG skv. gildandi samningi en ekki frá einstökum deildum. Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs er falið að svara erindinu og vinna málið áfram.
**3. Framkvæmdir við Hópsskóla - 2. áfangi - 2202090**
Málinu er frestað til næsta fundar.
**4. Umsókn um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur - 2202085**
Hopp ehf. óskar eftir leyfi til að reka stöðvalausa deilileigu á rafskútum í Grindavík.
Bæjarráð fagnar framtakinu.
**5. Ársuppgjör 2021 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2202053**
Lagt fram áætlað rekstrar og sjóðstreymisyfirlit vegna ársins 2021. Mikill sjóðshalli er á félaginu og samþykkir bæjarráð að auka rekstrarframlag ársins 2021 um 28,2 milljónir umfram það sem þegar er í fjárhagsáætlun.
**6. Almennt eftirlit á fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022 - 2202078**
Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 21. febrúar 2022 lagt fram.
**7. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum - bókun stjórnar - 2202077**
Lögð fram eftirfarandi bókun stjórnarfundar SSS sem haldinn var 16. febrúar sl.
"Lagt fram. Stjórn S.S.S. hvetur aðildarsveitarfélög sín til að skoða hvort þau geti aukið samvinnu við Vinnumálastofnun vegna atvinnuleitenda með skerta stafsgetu. Framkvæmdastjóra falið að áframsenda erindið til aðildarsveitarfélaga".
Bæjarráð tekur undir bókun SSS og mun halda áfram að taka þátt í þessu átaki hér eftir sem hingað til.
**8. Lánasjóður sveitarfélaga - framboð til stjórnar - 2202060**
Lagt fram erindi, dags. 11. febrúar sl., frá Stjórn Lánasjóðsins þar sem auglýst eftir framboðum til stjórnarsetu.
**9. Tækifærisleyfi - Lionsklúbbur Grindavíkur - 2202076**
Lögð fram beiðni um umsögn vegna umsóknar Lionsklúbbs Grindavíkur um leyfi til að halda kútmagakvöld í íþróttahúsinu 11. mars nk.
Bæjarráð mælir með veitingu leyfisins.
**10. Lionshreyfingin á Íslandi - beiðni um fjárframlag - 2202092**
Lionshreyfingin og Blindrafélagið hafa tekið höndum saman um átak til að tryggja framboð af leiðsöguhundum í landinu og óskar eftir fjárstuðningi til verkefnisins.
Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð 50.000 kr.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15.
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)
Bæjarstjórn / 11. maí 2022
[Fundur 528](/v/25760)
Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022
[Fundur 115](/v/25756)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25736)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25735)
Bæjarráð / 4. maí 2022
[Fundur 1610](/v/25730)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2022
[Fundur 101](/v/25727)
Hafnarstjórn / 2. maí 2022
[Fundur 482](/v/25716)
Bæjarstjórn / 27. apríl 2022
[Fundur 527](/v/25704)
Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022
[Fundur 100](/v/25688)
Bæjarráð / 20. apríl 2022
[Fundur 1609](/v/25687)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 118](/v/25672)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 117](/v/25671)
Bæjarráð / 6. apríl 2022
[Fundur 1608](/v/25656)
Bæjarráð / 31. mars 2022
[Fundur 1605](/v/25642)
Bæjarstjórn / 30. mars 2022
[Fundur 526](/v/25639)
Bæjarráð / 23. mars 2022
[Fundur 1607](/v/25620)