Húnaþing vestra
Fræðsluráð - 232. Fundur
__Dagskrá:__ ** **
**1. Fjárhagsáætlun 2023.**
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir helstu atriði fjárhagsáætlunar 2023. Sviðsstjóra er þakkað fyrir greinargóða yfirferð.
**2. Skólaakstur, reglur og fyrirhugað útboð. **
Lögð fyrir drög að reglum um skólaakstur. Drögin verða birt á heimasíðu Húnaþings vestra til athugasemda og ábendinga. Fræðsluráð óskar þess að taka ábendingar og athugasemdir sem berast til efnislegrar umræðu. Einnig voru umræður um fyrirhugað útboð á skólaakstri í byrjun árs 2023.
**3. Menntastefna stjórnvalda og ný menntastefna Húnaþings vestra.**
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti menntastefnu stjórnvalda. Umræðu um nýja menntastefnu Húnaþings vestra er frestað.
**4. Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna, kynning og staða.**
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir stöðu á innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Einnig kynnti sviðsstjóri lögin.
**5. Drög að reglum um ráðgjöf um líðan og sálfræðiþjónustu.**
Lögð fyrir drög að reglum um ráðgjöf um líðan og sálfræðiþjónustu í Húnaþingi vestra. Drögin verða birt á heimasíðu Húnaþings vestra til athugasemda og ábendinga. Fræðsluráð óskar þess að taka ábendingar og athugasemdir sem berast til efnislegrar umræðu.
** **
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:50