Dalabyggð
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 133
**1. 2211039 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna bílastæða, endurbætur á heimreið og göngustígum**
|Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.|
[Ólafsdalur ums um framkvæmdal 09.19.2022 (003).pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=rGo4fFAwkyJLYriUU0ww&meetingid=rzgB6at_ZUeYkl3Q86PvA1)
**2. 2203002 - Breyting á deiliskipulagi í Ólafsdal**
|Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að eiga samskipti við Skipulagsstofnun varðandi næstu skref í ferli málsins.|
**3. 2211038 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi í Búðardal**
|Þann 26. október 2022 lagði eigandi Brekkuhvamms 12 inn erindi sem sýnir að gildandi deiliskipulag er ekki rétt. Samkvæmt þeim gögnum sem hann hefur í höndum kemur fram að deiliskipulags uppdráttur stangast á við eignarétt hans. Það sem þarf að fjarlægja eru núverandi lóðamerkingar á lóð Brekkuhvamms 12 og 12a.|
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að taka umræddar lóðir út af skipulagi.
Þann 18. nóvember 2022 bað eigandi Bakkahvamms 13 um að stækka byggingarreit þannig að frá húsi að lóðamörkum séu 5m í stað 6m og færa bílastæði frá austurhluta yfir í vesturhluta.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að fara í grenndarkynningu vegna þessa.
Samkvæmt athugasemdum Minjastofnunar um tóft við Bakkahvamm 17 er mögulega gamall mókofi við lóðina.
Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að viðkomandi lóð verði ekki úthlutað að svo stöddu og horft verði til skipulags götunnar við endurskoðun á deiliskipulagi svæðisins.
Ljóst er að endurskoða þarf gildandi deiliskipulag í enda Bakkahvamms og Efstahvamms, umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að fresta umræðu um það verkefni að sinni.
**4. 2211041 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnisvinnslu í landi Erpsstaða**
|Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu þessa máls og felur skipulagsfulltrúa að ræða við Vegagerðina um stöðu mála.|
[Umsókn um framkvæmdaleyfi 29.11.2022.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=cx7OwYWKpkKDD3Z3PDHjGQ&meetingid=rzgB6at_ZUeYkl3Q86PvA1)
**5. 2111026 - Sorphirða í Dölum**
|Umhverfis- og skipulagsnefnd er sammála um að fylgjast vel með þróun mála og mun taka málið til umræðu í upphafi árs 2023.|
[Minnisblað_2022-11-24_breytingar.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=clwHdOzjY0Go6izLvFcQjQ&meetingid=rzgB6at_ZUeYkl3Q86PvA1)
**6. 2211040 - Hróðnýjarstaðir - Umsókn um byggingu smávindmyllu**
|Samþykkt að fresta afgreiðslu málsins þar sem málið á sér ekki stað í núgildandi aðalskipulagi.|
**7. 2211044 - Umsókn um vegsvæði í landi Gunnarsstaða**
|Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir skráninguna.|
[Umsókn Gunnarsstaðir_20221114_0001.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=548TQI3w6UaTqunYig0rhg&meetingid=rzgB6at_ZUeYkl3Q86PvA1)